Vitadrengirnir sjá um viðhald vitana

Glettinganes 3 (Medium) Þessir menn elska vinnuna sína, smellir koss á nýmálaðan  Vitan

Á hverju sumri fer af stað hópur manna sem hefur það verkefni að halda við vitum landsins. Þessir menn hreinsa og mála vitana, gera við steypuskemmdir ef með þarf, læfæra brotið gler og fara yfir rafbúnað.

Þessi mannvirk sem bæði eru úr steinsteypu og einnig stálgrindur eru mörg hver komin til ára sinna og þurfa því töluvert viðhald. Þessi vinna er oft mjög erfið og unnin við erfiðar aðstæður  fjarri mannabyggðum. Þeir menn sem eru í þessu eru hörkuduglegir og hafa unnið við þetta í mörg ár.

Alviðra (Medium)  Alviðruhamrar (Medium)

Alviðruviti málaður það væri ekki gott að vera lofthræddur við þessa vinnu

Bjarnarey 3 (Medium) Bjarnarey gamli viti (Medium)

Bjarnareyjaviti nýmálaður og svo er það gamli Bjarnareyjarviti svona fara þeir ef þeir fá ekki viðhald.

Glettinganes 1 (Medium)  Glettinganes 2 (Medium)

 

Glettinganes (Medium)    Glettinganes 5 (Medium) 

Þessar fjórar myndir eru teknar þegar vitaflokkurinn var að mála Gettingsvitann

Myndirnar með þessu bloggi er fengnar hjá Ingvari Hreinsyni.


Landhelgisgæslan og Hvalur

Það eru ýmis verkefni sem Landhelgisgæslan fær í ferðum sínum, hér eru menn frá Landhelgisgæsluskipi að athuga með dauðan búrhval, myndina tók Ingvar Hreinsson í vitaleiðangri í sumar, en hann ásamt flokk manna vinnur á sumrin við viðhald vita fyrir Siglingastofnun Íslands. 

 hvalur Landhelgisgæsla 

Kveðja SÞS


Af hverju að gera hlutina flókna?

Vinur minn var á Grænlandi um daginn og lærði þar nýtt orðatiltæki sem grænlendingar nota þegar þeir eru að tala um furðulega skipulagningu og vinnubrögð dana. Ekki veit ég hvort eitthvað er til í þessu en þetta er jú það skemmtilegt orðatiltæki að ég ætla að setja það hér inn á síðuna mína. Kannski á það einnig við hluta af okkar stjórnmálamönnum ég veit það ekki Grin.

Grænlendingar vilja meina að danir hugsi á eftirfarandi hátt:

 Af hverju að gera hlutina flókna, þegar hægt er að gera þá ómögulega ?.

Kær kveðja SÞS


Úteyjarlíf í Vestmannaeyjum

 Hér koma fleiri myndir frá úteyjarlífinu í Vestmannaeyinga, eins og sjá má er þetta fjallmyndarlegt fólk á besta aldri þegar myndirnar eru teknar. Um helgina er svo lundaballið það væri nú gaman að fá eins og tvær myndir frá einhverjum sem fer á þá vinsælu samkomu. Góða skemmtun.

 Alsey-1972-Guðbjartur-Gusti-Sigurgeir- Hrauney-1972-óli grens og Þorkell

 1. mynd: Álsey 1972. Tfv: Guðjartur Herjólfsson, Ágúst Birgisson, Sigurgeir Jónasson, Jónas Sigurðsson Skuld, Gunnar Hinriksson, Sigurður Ásgrímsson, Guðjón Herjólfsson. Konurnar eru Ágústa Harðardóttir og Berta Vigfúsdóttir kona Gunnars Hinrikssonar í hvítri kápu.

2. Mynd: Hrauney 1972. Ólafur Granz og Þorkell Andersen

Agust-Þorarinsson-1972 útey 2

Mynd 3. Ágúst Þórarinsson (Gústi í Mjölner). Mynd 4. Kristófer með lundaháfinn og með einn í.

Útey 3  útey 4

Mynd 5. Guðlaugur Guðjónsson( Laugi í smið)       Mynd 6.Tóti að skralla kartöflur

Tóti Lilja Sigfúsdóttir,Pétur Guðjónsson,Diddi,Þórarinn Sig Brandurinn-1972-Bryngeir-Sigurður-Gunnar-Gusti-Bertha-Alli-Gusta

Mynd 7. Tóti, Lilja Sigfúsdóttir, Pétur Guðjónsson, Diddi í Svanhól og Þórarinn Sigurðsson. Mynd 8. Brandur 1972. Bryngeir, Sigurður, Gunnar, Gústi, Berta og Alli. Gústa situr á stól.

Kær kveðja SÞS

 


Myndir úr úteyjum Vm

Siggi Kolbeinss,Diddi, Tóti,Þórarinn S Skátaútilega í Elliðaey-1972-Halldor I Guðmundsson 

Siggi Kolbeins, Diddi í Svanhól, Tóti, og Þórarinn rafvirki. Mynd 2. Skátar í úteyjarútilegu Haldór Ingi Guðmundsson með gítarinn. Hann sagði einu sinni : "matur er mannsins megin, en hvað er þá hinu megin ?.

Guðjón Pétursson og Sigurður Klbeinsson á leið í Elliðaey 1973  Veidihus-Ellidaey-1972

Guðjón Pétursson og Sigurður Kolbeinsson á leið í Elliðaey. Veiðikofi í Elliðaey 1972.

kær kveðja SÞS


Það er lundaball um næstu helgi í Eyjum

Útey 1 Hópmynd af úteyjarköllum.

Þegar ég var staddur út í Eyjum í vikuni, var mér sagt að lundaballið væri á næstu grösum eða um næstu helgi. Það er sér þjóðflokkur sem stundar þessa íþrótt að veiða lunda og vera í úteyjum. Það er mín reynsla að þessir kallar eru með skemmtilegri mönnum sem maður spjallar við. Sjálfur hef ég ekki haft áhuga á þessu sporti en hef þó komið í þrjár eyjar sem eru Álsey, Elliðaey og Brandinn. Ég varð þó svo frægur að stýra þyt VE (sem Siggi mágur átti)  um tíma þegar hann var svokallaður sóknarbátur, það eru eftirminnilegar ferðir að ná í lundan og ferja lundakallana á milli. Ætla að setja hér á bloggið mitt nokkrar myndir sem tengjast úteyjum. Hér kemur fyrsta myndin.

Úteyjamenn í Elliðaey.

T.f.v. Jóhann Pálsson, Pétur Guðjónsson Kirkjubæ, Jón Aðalsteinn Jónsson, Kristófer Guðjónsson, Ágúst Sæmundsson, Guðlaugur Guðjónsson, Drengur vantar nafn,  Hjörleifur Guðnason, Hávarður B. Sigurðsson, Árni Guðjónsson frá Oddstöðum, Þórarinn Guðjónsson ( Tóti á Kirkjubæ), Ingólfur Guðjónsson Oddstöðum, Guðmundur Guðjónsson Oddstöðum að baki Ingólfi. Ef einhver veit nafnið á drengnum þætti mér vænt um að fá athugasemd.

kær kveðja SÞS


Stelpurnar í Slysó

SVFÍ stelpur Stelpur úr Slysavarnardeildinni Eykyndil.

Þessi mynd var tekin þegar þessar stelpur voru að mig minnir að fara út í Faxasker um árið.

Bára Magnúsdóttir Kirkjubæ, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir Hvassafelli og Halla Guðmundsdóttir.

kær kveðja SÞS

 


Gömul mynd af togara

Togari með fána 

Þessi mynd er líklega tekin þegar nýr togari kemur til Eyja sennilega Bjarnarey eða Elliðaey.


Smá grínpistill

  Smá grín saga vegna bloggs um SÓ. Byggð á símtali frá Sigurði Óskarsyni.

Sigurður Óskarsson hljómsveitastjóri, smiður, kranastjóri, kafari,  plastari, og gluggasmiður hringdi í mig kl 8,30 í morgun og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði farið upp í Geisla í morgun og þar fyrir utan hitt Guðrúnu  konu Þórarins Rafvirkja, hún hefði ekki tekið undir kveðju hans þegar hann heilsaði að venju sem er mjög óvenjulegt. Ekki tók betra við þegar inn kom þá var Þórarinn rafvirki eins og snúið roð í hund. Siggi skyldi ekkert í þessu því hann ætlaði bara að segja Tóta að hann væri líklega búinn að gera við þvottavél sem þurfti að plasta eitthvað.

Hann spurði því Tóta af hverju hann væri svona fúll og af hverju Gunna hefði ekki tekið undir kveðju hans þegar hann kom inn. Tóti spurði þá Sigga hvort hann þættist ekkert vita um hljómsveita skrifin og myndirnar um hljómsveit SÓ á blogginu hans Simma.

Siggi sagði ekkert vita um það enda væri hann ekki tölvufíkill eins og sumir. En hann viðurkenndi að Simmi hefði  komið heim til sín á mánudagskvöldið og fengið myndir og hann hefði svarað nokkrum spurningum frá Simma sem hann hefði skrifað niður á gamalt umslag sem þeir fundi í eldhúsinu hjá Sissu. Meira veit ég ekki um þetta mál segir Siggi.

Fyrst þú varst að fræða Simma um hljómsveitina, af hverju sagðirðu honum ekki að ég hefði verið umboðsmaður spurði Tóti ? Siggi sagðist hafa fundið á rödd Tóta að hann var mjög reiður og sár yfir þessu. Siggi svaraði því til að hann haldi að hann hefði sagt Simma þetta en hann hafi bara gleymt að skrifa það á umslagið, enda ekki mikið pláss til að skrifa á. Já ég trúi þessu mátulega sagði Tóti með háðslegum tón. Þið eruð fljótir að gleyma þessir hljómsveitapeyar hver heldur utan um peningamálinn, haldið að það sé bara nóg að hanga þarna upp á palli og gutla á hljóðfærinn og blikka stelpurnar sagði Tóti. Mér finns að það hefði mátt koma fram að það var mér að þakka að hljómsveitinn varð vinsæl og þessir svokölluðu hljóðfæraleikarar voru á góðum launum við þessa spilamennsku hélt Tóti áfram. Nú var komið í ljós af hverju Tóti og Gunna voru svona afundin við Sigurð, þannig að hann ákvað að reyna að sansa Þórarinn. Hann sagði því við hann að hann ætlaði að hringja í Simma strax og biðja hann að leiðrétta þetta, þetta leist Tóta vel á en sagðist ætla að fylgjast með því símtali , sem hann og gerði.

Leiðrétting og viðbót við upplýsingar um Hljómsveitina SÓ Frá Eyjum fengnar hjá Sigurði Óskarsyni

Þórarinn umboðsmaður SÓ  Þórarinn Sigurðsson rafvirki með meiru

Þórarinn Sigurðsson rafvirki og trompetleikari með meiru var umboðsmaður hjá hlómsveit Só og sá þar  um samninga og peningamál hljómsveitarinnar þau ár sem hún var sem vinsælust. Það verður að segast eins og er að án hans hefði þessi hljómsveit sennilega dáið drotni sínum fljótlega eftir stofnun ef hans hefði ekki notið við. Hann var sofin og vakin yfir því að finna verkefni fyrir sveitina bæði í Eyjum og uppi á landi og þannig hélt hann þessari hljómsveit gangandi. Það verður seint fullþakkað það óeigingjarna starf sem Tóti innti af hendi bæði fyrir hljómsveitina og ekki síður tónlistarmenningu Vestmannaeyja. Hafi hann þökk fyrir frábært starf sem var einnig brautryðjandastarf á sínum tíma.

 


Hljómsveit SÓ frá Vestmannaeyjum

 Meira um Hljómsveitina SÓ 

Sigurður Óskarsson hljómsveitarstjóri Sigurður Óskarsson  Hljómsveitarstjóri sem stófnaði SÓ

Fyrir nokkrum dögum setti ég hér á síðuna mynd af fyrsta vísir af hljómsveit Sigurðar Óskarssonar eða SÓ eins og hljómsveitinn var kölluð. Þessi mynd hefur vakið nokkra athygli þó ekki hafi verið gerðar margar athugasemdir við þá færslu, hafa þó nokkrir spurt mig um myndina. Ég ákvað því að heimsækja Sigga mág minn þegar ég var í dag staddur í Vestmannaeyjum í embættiserindum og fá nánari upplýsingar um þessa skemmtilegu hljómsveit og vita hvort hann ætti ekki myndir frá þessum skemmtilegu árum.

Sigurður Óskarsson sagði mér að þessi mynd sem ég hefði sett inn á bloggið mitt væri fyrsti vísir af hljómsveitinni og væri líklega frá 1958, sagði mér að hann hefði reynt að stófna hljómsveit allt frá árinu 1955. Síðan segja myndirnar hér að neðan meira en mörg skrifuð orð.

Hljómsveit SÓ 1  Hljómsveit SÓ 2

Mynd 1. Myndin er tekin 1959 en þá spilaði hljómsveitin SÓ í fyrsta skipti opinberlega á árshátíð Gagnfræaðaskólans í Vm á 1. des. Allt benti til að þetta yrði fyrsta og síðasta skiptið sem hljómsveitin spilaði opinberlega, en svo var reyndar ekki raunin, hún átti eftir að lifa lengi eftir þessa frumraun þó mannaskipti væri í sveitinni.   

 Á myndinni eru Sigurður Óskarsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Þorgeir Guðmundsson, Þráinn Alfreðsson og Ragnar Baldvinsson. Mynd 2. Þráinn Alfreðsson, Sigurður Óskarsson, Jóhann Hjartarson og Þorgeir Guðmundsson.

Hljómsveit SÓ 3  Hljómsveit SÓ 4 og Atli SÓ og Atli

 Árið 1960 spiluðu með Sigurði í hljómsveitinni Þórsteinn Svavarsson úr Hafnarfirði þá nemandi í Gagnfræðaskolanum, var þá lítið spilað opinberlega nema í skólanum  og á einu balli hjá austfirðingum, því miður eru ekki til myndir frá þeirri skipan hljómsveitarinnar.

Mynd 3: En um haustið gerir hljómsveitinn samning við  Alþýðuhúsið að spila það haust og veturinn 1961. Meðlimir sveitarinnar 1961 voru: Sigurður Óskarsson trommur, Þorgeir Guðmundsson gítar, Þráinn Alfreðsson píano og bassa, Jóhann Hjartarson harmónikku og Heiða Angantýrsdóttir Söngkona. Því miður sést ekki nema í bakið á Heiðu.

 Mynd 4:  Árið 1962 lék Hljómsveitinn SÓ og Atli í Alþíðuhúsinu við geysi miklar vinsældir en þá voru sömu menn í hljómsveitinni nema Atli Ágústsson ( Atli danski) var söngvari. Flott mynd af þeim hér fyrir ofan, allir með flösku af 7upp, héldu þið kannski að þetta væri bjór ? ó nei þetta er bara glært gos.

Hljómsveit Só 5 fín föt  Hljómsveit Só og Einar  fín föt SÓ og Einar

Árið 1963 Var hljómsveitinn kölluð Hljómsveit SÓ og Einar með sömu meðlimi nema Einar Sigurfinnsson var þá kominn í sveitina og var Einar óhemjuvinsæll söngvari og eftirminnilegur. SÓ og Einar léku í Alþýðu húsinu og fór auk þess og léku eina helgi á dansleik í Gunnarshólma í Landeyjum, ferðir upp á land urðu miklu fleiri en verða ekki taldar upp hér. Þetta eru góðar myndir af SÓ og SÓ og Einar en þar eru Þorgeir, Þráinn, Einar Sigurfinnsson, Jóhann og Sigurður.

Hljómsveitinn Bobbar  Hljómsveitin Bobbar á bátnum Þyt

Hér má sjá Hljómsveitina Bobbar á bátnum Þyt sem Sigurður Óskarsson átti, meðlimir Bobba voru  þeir Örligur Haraldsson, Guðni Guðmundsson Landlist, Þorgeir Guðmundsson Sigurður Óskarsson og Helgi Hermannsson. Myndina tók Óskar Björgvinsson Ljósmyndari.

Vona að þessar myndir muni  rifja upp gamlar góðar minningar um gömlu góðu árin með Hljómsveit SÓ.

Kær kveðja SÞS


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband