Gamlar myndir frá Sjómannadegi í Vm líklega frá 1957

Kristinn og Óli á Léttir  Kristinn sýnir Reykblys

Kristinn Sigurðsson skipstjóri og Slökkviliðsstjóri ásamt Ólafi Ólafsyni skipstjóra, 'Olafur var farsæll skipstjóri í tugi árra á Létti. þeir eru hér að sýna reykblys á Sjómannadaginn. Kristinn var mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna og var formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja í fjölda ára.

Sigurvin Þorkelsson  Frá sjómannad, Gúmmíbátur

Þessi maður heitir Sigurvin Þorkelsson og er faðir Ásgeirs Sigurvinssonar fótboltakappa með meiru, hann er þarna að taka þátt í beitningarkeppni á Sjómannadaginn. Seinni myndin er af óþekktum manni ( ég þekki hann ekki)  og Gúmmíbjörgunarbát, en það var mjög vinsælt sýningaratriði  á sjómannadögum hér áður fyr að sýna hvernig Gúmmíbjörgunarbátar voru blásnir upp og menn klifruðu upp í þá.

Allar þessar myndir tók Friðrik Jesson líklega á Sjómannadaginn árið 1957.

kær kveðja SÞS


Huginn VE á síldveiðum inni í Vestmannaeyjahöfn og fl

Huginn VE á síldveiðum  í Vm höfn                        slide28

Huginn VE á síldveiðum inni í vestmannaeyjahöfn, Gullborgin að landa við Básaskersbryggju, Binni og Sjonni bilstjóri standa þarna á bryggjuni. Myndina hefur líklega Sigurgeir tekið. Þarna hefur Binni og áhöfn hans verið með góðan afla það sjáum við á því að panntaður hefur verið krani til löndunar og örugglega hefur Högni verið kranastjóri.

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 14. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband