Myndir úr úteyjum Vm

Siggi Kolbeinss,Diddi, Tóti,Þórarinn S Skátaútilega í Elliðaey-1972-Halldor I Guðmundsson 

Siggi Kolbeins, Diddi í Svanhól, Tóti, og Þórarinn rafvirki. Mynd 2. Skátar í úteyjarútilegu Haldór Ingi Guðmundsson með gítarinn. Hann sagði einu sinni : "matur er mannsins megin, en hvað er þá hinu megin ?.

Guðjón Pétursson og Sigurður Klbeinsson á leið í Elliðaey 1973  Veidihus-Ellidaey-1972

Guðjón Pétursson og Sigurður Kolbeinsson á leið í Elliðaey. Veiðikofi í Elliðaey 1972.

kær kveðja SÞS


Það er lundaball um næstu helgi í Eyjum

Útey 1 Hópmynd af úteyjarköllum.

Þegar ég var staddur út í Eyjum í vikuni, var mér sagt að lundaballið væri á næstu grösum eða um næstu helgi. Það er sér þjóðflokkur sem stundar þessa íþrótt að veiða lunda og vera í úteyjum. Það er mín reynsla að þessir kallar eru með skemmtilegri mönnum sem maður spjallar við. Sjálfur hef ég ekki haft áhuga á þessu sporti en hef þó komið í þrjár eyjar sem eru Álsey, Elliðaey og Brandinn. Ég varð þó svo frægur að stýra þyt VE (sem Siggi mágur átti)  um tíma þegar hann var svokallaður sóknarbátur, það eru eftirminnilegar ferðir að ná í lundan og ferja lundakallana á milli. Ætla að setja hér á bloggið mitt nokkrar myndir sem tengjast úteyjum. Hér kemur fyrsta myndin.

Úteyjamenn í Elliðaey.

T.f.v. Jóhann Pálsson, Pétur Guðjónsson Kirkjubæ, Jón Aðalsteinn Jónsson, Kristófer Guðjónsson, Ágúst Sæmundsson, Guðlaugur Guðjónsson, Drengur vantar nafn,  Hjörleifur Guðnason, Hávarður B. Sigurðsson, Árni Guðjónsson frá Oddstöðum, Þórarinn Guðjónsson ( Tóti á Kirkjubæ), Ingólfur Guðjónsson Oddstöðum, Guðmundur Guðjónsson Oddstöðum að baki Ingólfi. Ef einhver veit nafnið á drengnum þætti mér vænt um að fá athugasemd.

kær kveðja SÞS


Stelpurnar í Slysó

SVFÍ stelpur Stelpur úr Slysavarnardeildinni Eykyndil.

Þessi mynd var tekin þegar þessar stelpur voru að mig minnir að fara út í Faxasker um árið.

Bára Magnúsdóttir Kirkjubæ, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir Hvassafelli og Halla Guðmundsdóttir.

kær kveðja SÞS

 


Gömul mynd af togara

Togari með fána 

Þessi mynd er líklega tekin þegar nýr togari kemur til Eyja sennilega Bjarnarey eða Elliðaey.


Bloggfærslur 20. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband