Í Danmörku í viku

 

Við hjónakornin vorum í Danmörku í  Árósum með Hörpu og Þór en litla fjölskyldan var að flytja þangað út þar sem Þór er að fara í nám, það hefur því lítið verið bloggað síðustu vikur.

Það gekk á ýmsu í þessari ferð aðal vandamálið var að litla Kolbrún Soffía var mikið veik fyrstu fjóra dagana og höfðum við miklar áhyggjur af því. Við vorum samt heppin því í næsta húsi var læknir eða læknanemi sem heitir Freyr  sem kom og skoðaði Kolbrúnu Soffíu hann sannfærði okkur um að þetta væri ekki alvarlegt. Hún jafnaði sig svo á fjórða degi öllum til ánæju og léttis.

IMG_1448IMG_1457

Harpa og Kolbrún Soffía í flegvélinni á leið til Danmörku. Mynd úr stofuni áður en búslóðin kom.

Annars gekk þetta vel hjá okkur, fyrsta sólarhringinn var ekki einu sinni einn stóll á heimilinu, þar sem búslóðin átti ekki að koma fyr en daginn eftir, en það var flott sjónvarp sem hægt var að horfa á sitjandi á stofugólfinu, svona gamlir menn eins og ég eiga ekki gott með að sitja á hörðu gólfinu svo það var farið í næsta hús og fengnir tveir stólar að láni sem að sjálfsögðu reddaði kvöldinu. Við gátum því með góðu móti fylgst með handboltanum og strákunum okkar mala þessar stórþjóðir, hvað maður getur verið stoltur þegar svona vel gengur.

IMG_1453IMG_1461

Simmi og Þór setja saman barnarúmið og mæðgurnar Harpa og Kolla hvíla sig .

Búslóðin kom svo á þriðjudaginn eins og Samskipsmenn höfðu lofað og eiga þeir heiður skilið fyrir þennan flutning, allir munir í búslóðinni voru heilir ekki eitt glas brotið og ekki rispa á neinum hlut, hafi þeir þökk fyrir góða þjónustu.

Við vorum svo næstu daga að taka upp úr kössum og ganga frá hlutum í skápa og setja saman sófa og skáp sem keyptir voru í ÍKEA, sem sagt nóg að gera hjá okkur öllum.

IMG_1460IMG_1483

Matarhlé var stundum gefið. Kolbrún Soffía búin að fá dótið sitt og að hressast eftir veikindin

 Til að sofa á var þessi fína vindsæng sem að vísu sprakk á öðrum degi þegar hún var látin vera of nálægt miðstóðvarofni sem var svo beittur að neðan að hann skar gat á sængina. Þetta skeði rétt fyrir miðnætti svo við vorum í vondum málum. En við hliðina á okkur bjuggu frábær íslensk hjón og húsbóndinn á því heimili heitir Rúnar. Hann hafði ásamt öðrum íslendingi sem heitir Atli verið okkur mjög hjálpsamur og margsagt við okkur að hafa bara samband ef okkur vantaði eitthvað, þar með hafði hann um morguninn boðið okkur ferðarúm. En eins og flestir vita þá er ég undirritaður svona frekar feimin og til baka, en þó lagði ég til að við bönkuðum upp hjá Rúnari og spurðum hann hvort ekki væri hægt að fá ferðarúmið þar sem vindsængin hefði sprungið, og það var gert. Rúnar kom til dyra og eins og við var að búast sagði hann að þetta væri ekkert mál við sækjum rúmið. Þegar ég sá rúmið var þetta stærðar rúm svo ég spurði Rúnar hvort þetta væri ferðarúmið? Já já sagði hann þetta er ekta ferðarúm við eru að ferðast með þetta milli íbúða og því má kalla þetta ferðarúm. Hann hjálpaði okkur að bera það upp og við sváfum vel þessa nótt enda dauðþreytt  eftir annir dagsins. Þessir dagar í Árósum voru nú flestir bara vinnudagar en skemmtilegir engu að síður. Við fórum tvisvar í bæinn á þessari viku og versluðum lítilsháttar en flest er á svipuðu verði í Danmörku og á Íslandi  nema matvara er mun ódýrari ef verslað er í mörkuðum (Bilka)

IMG_1492IMG_1500

Kolbrún Soffía á labbinu með ömmu og afa og seinni myndin er úr bæjarferð

Það var erfitt að kveðja Hörpu, Þór og Kolbrúnu Soffíu en vonandi sjáum við þau fljótlega eða í síðasta lagi um Jólin.


Glæsileg flugvél á Reykjavíkurflugvelli

Glæsileg flugvél Þessi flugvél var á Reykjavíkurflugvelli í morgun.  Myndina tók Óskar Friðrik þegar við fórum bryggjurúntinn en þá er einnig farið á flugvöllinn og skoðaðar flugvélar sem þar eru.

kveðja SÞS


En um Viðurnefni í Vestmannaeyjum

  Viðurnefni í Vestmannaeyjum eftir Sigurgeir Jónsson .

Vegna umræðu á bloggi og í blöðum og mikillar gagnrýni á bókina ákvað ég að fara á bókasafn og fá bókina lánaða til aflestrar. Eftir að hafa lesið hana skil ég vel það fólk sem gagnrýnir höfundinn, þar er að finna mörg uppnefni og viðurnefni sem eru særandi og ógeðfeld bæði fyrir þá sem um ræðir og fjölskyldur, og einnig fyrir ættingja þeirra sem fallnir eru frá og hafa þessi ljótu viðurnefni. Það hefði ekki skemmt þessa bók þó þeim ógeðfeldu viðurnefnum  hefði verið sleppt.

Í bókinni er viðurnefni sem ég fékk 11 til12 ára gamall. Þetta er viðurnefnið Simmi Koló og er mér nokkuð sama þó það hafi ratað í þessa bók, margur maðurinn hélt að ég héti þetta og man ég að þegar ég var að byggja húsið okkar að Illugagötu 38 þá voru margir reikningar með haus sem á stóð Sigmar Kol.

 Þó það standi skrifað í umræddri bók að ekki megi afrita hana á nokkurn hátt þá ætla ég að afrita það sem skrifað er um mig eða Simma Koló og skýra út hvernig farið er með heimildir sem ég gaf. Orðrétt úr Bókinni:

"Simmi Koló

Þegar kolaskip komu, var algengt að peyjar fengu að vera við ristina í uppskipun og moka því sem út fyrir fór. Fengu þá að eiga það sem þeir mokuðu og þótti góð búbót til heimilishalds á þeim tíma. Eihverju sinni, þegar allir hinir peyjarnir fóru í mat, varð einn eftir og hélt áfram að moka allan matartíman. Sá var Sigmar Þór og félagar hans gáfu honum þetta viðurnefni vegna áhuga hans á kolamokstri".

Þegar höfundur var að safna efni í þessa bók kom hann að máli við mig og spurði mig um tilurð þess  að ég var uppnefndur Simmi koló, ég sagði honum það í fáum orðum enda man ég vel eftir því, og er raunar ekkert ósáttur við tilefnið af þessari nafngift. Það sem Sigurgeir skrifar svo hér að ofan er bara tómt bull .

Svona sagði ég nokkurn veginn Sigurgeir söguna og þannig fékk ég viðurnefnið:

Þegar ég var peyji 11 til 12 ára var algengt að til Vestmannaeyja kæmu kolaskip með laus kol, þessum kolum var svo sturtað utan við húsin viðsvegar um bæjinn.  Í nokkrum húsum kringum Lautina voru keypt kol og voru það oftar en ekki gamalt fólk sem keyptu þessi kol. Kolunum var eins og áður segir sturtað á götuna og því þurfti að koma þeim sem fyrst í kolageymslurnar með því að moka þeim í hjólbörur og keyra í þessar sérstöku geymslur. Þar sem þetta gamla fólk var oft ekki heilsuhraust og átti erfitt með að koma kolunum í geymsluna, safnaði ég saman nokkrum peyjum og við tókum að okkur að koma kolunum á sinn stað, ekki var ætlast til að fá peninga fyrir þetta en aftur á móti fengum við alltaf mikið þakklæti og oft góða brauðsneið að loknu verki. Margt af þessu gamla fólki gat ekki komið kolunum inn án hjálpar og Odda í Sigtúni var ein af þeim, Eyjamenn kannast við þá konu.

Eitt af þeim heimilum sem mest keyptu af kolum voru hjónin á Reynisstað, þar var oftast stæðsta hrúgan fyrir utan. Þar var einnig nóg af krökkum til að koma þessu inn, ásamt okkur peyjum sem áttum heima þarna í kring. Við vorum sem sé margir sem unnum að því að moka kolum í hjólbörur og koma þeim í kolageymsluna á Reynisstað. Þegar leið að  matartímanum  vildu sumir peyjarnir fara í mat, en ég vildi klára að setja inn kolinn fyrst enda að mínu mati lítið eftir.

Þetta endaði með því að við vorum nokkrir peyjar sem unnum matartíman og kláruðum að setja inn kolin. Ég man en eftir því að þegar við höfðum klárað að setja inn kolin, kom Þura húsmóðirin á Reynistað  út með maltflöskur og súkkulaðikex handa okkur öllum. Ekki voru allir sáttir að við skyldum vinna þetta í matartímanum, og þar sem ég hafði forustu um að vinna matartíman, byrjuðu þeir að kalla mig Simma Kolamola. Kringum húsið  Baldurshaga sem var austan við Reynistað var mikill og hár dökkur veggur, þar var oft skrifað á vegginn með krít. Daginn eftir að kolin voru komin inn á Reynisstað var búið að kríta með stórum stöfum SIMMI KOLAMOLI ég vissi aldrei hver það gerði.

Þetta varð til þess að þetta viðurnefni festist á örskömmum tíma við mig, ekki var ég sáttur við þetta fyrst en fljótlega varð mér alveg sama. 

Eins og sjá má er mikill munur á þessum skýringum, í tilfelli Sigurgeirs er gefið í skin að ég hafi sýnt græðgi og viljað einn moka kolum heilan matartíma niður á bryggju af því ég hefði mátt eiga kolinn sem duttu úr grindinni, því þetta væri búbót fyrir heimilishald. Það skal tekið fram að ekki voru notuð kol heima hjá mér. Fróðlegt væri að vita af hverju hann breytti þessari heimild.

En hið rétta er í stuttu máli sagt, að við vorum nokkrir peyjar sem bjuggum kringum Lautina sem tókum okkur saman og hjálpuðum gömlu fólki að koma inn kolum, vegna þess að í flestum tilfellum gat það ekki gert það sjálft, ekki var ætlast til að fá fyrir það greiðslu enda flestir sem við hjálpuðum fátækt fólk. Í staðinn fengum við mikið þakklæti og ég fékk að vísu bara einn þessa nafnbót Simmi kolamoli sem breyttist síðar í Simmi koló.

Kær kveðja SÞS

 


Eins árs afmæli Kolbrúnar Soffíu

Haldið upp á eins árs afmæli Kolbrúnar Soffíu Þórsdóttir og eru myndirnar teknar af því tilefni.

IMG_1371 IMG_1383

Kolbrún Soffía með kórónu sem amma Kolla gerði fyrir afmælið. Afmælistertan var glæsileg því miður man ég ekki nafnið á þeirri konu sem gerði hana.

IMG_1377 IMG_1389

Kolla með Kobrúnu Soffíu                                 Gabriel með Kolbrúnu Soffíu

IMG_1372 IMG_1390

Óskar Friðrik og Magnús Orri                         Dóra Hanna og Kolbrúnu Soffía

IMG_1362 IMG_1363

Harpa Sigmarsdóttir stolt mamma Kolbrúnu Soffíu,  Þór Sæþórsson stolltur Pabbi í afmæli dóttur sinnar

 

IMG_1388 IMG_1387

Halla amma Kollbrúnar Soffíu hafði nóg að gera í eldhúsinu en afmælið var haldið heima hjá Höllu og Sæþóri. Dóra og peyjarnir.


Úr blaðinu Sjómaðurinn frá 1951

Þeir gerðu garðinn fræganFyrirrennari Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja

Þeir gerðu garðinn frægan  Þeir Adólf Magnússon Stýrimaður og Sigurgeir Ólafsson þegar þeir hlutu afreksverðlaun Sjómannadagsins fyrir bestu björgunarafrek á Íslandi 1950 - 1951.   Adólf bjargaði matsveininum á vélbátnum Mugg, er hann  féll útbyrðis í Grindavíkursjó og Sigurgeir bjargaði háseta af b.v. Elliðaey, sem féll útbyrðis á Halamiðum.

Þessi úrklippa er úr Sjómanninum frá 1951 sem var gefinn út af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja í þrjú ár áður en blaðið fékk nafnið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja

Þessir heiðursmenn eru kannski betur þekktir í Eyjum sem Dolli í Sjónarhól og Siggi Vídó, blessuð sé minning þeirra. Þetta voru orginal Eyjamenn.

Kær kveðja SÞS


Skondið að sjá myndir frá setningarathöfninni

Glæsilegir fulltrúar Íslenski hópurinn var prúðbúinn  þegar hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn í Peking við setningarathöfnina í gær. Athöfnin þótti óvenju glæsileg og þótti heppnast vel.

Það sem mér þótti skondið við myndir af íslenska hópnum var að af þeim 21 sem sáust á myndinni voru fjórir í gönguni að taka myndir þar af einn sem sem snéri öfugt og ein konan í gönguni var að tala í farsíma. Þetta eru að mínu mati orginal íslendingar Tounge 

kær kveðja SÞS


Skírnarveisla í Fljótshlíð.

  Skírnarveisla í Fljótshlíð.

Um helgina lentum við í skemmtilegri skírnarveislu þar sem skírður var gullfallegur kettlingur. Undirbúningur stóð víst yfir allan daginn þar sem safnað var í varðeldsbrennu og bakaðar pönnukökur og fl. Safnað var blómum í vasa og allt skipulagt í þaula og athöfn ákveðin kl. 8 um kvöldið.

IMG_1318IMG_1310

Klara Sigurðardóttir með Bangsa             Undirbúningur undir athöfnina

IMG_1315IMG_1319

Gísli Prestur skírir kisu sem heitir Bangsi        Sigmar Sigurðsson meðhjálpari

Byrjað var með því að kveikja varðeldinn og koma fyrir blómavasanum, þegar eldurinn var farinn að loga glatt var náð í litlu kisu og þar sem henni var hálfkalt var henni vafið inn í teppi meðan á athöfn stóð. Enginn fékk að vita hvaða nafn kisi fengi nema auðvitað presturinn sem í þessu tilfelli var séra Gísli M. Sigmarsson skipstjóri með meiru. Gísli skirði köttinn og var athöfnin virðuleg og á eftir var sungið eitt lag og síðan klöppuðu allir fyrir nafninu.

Eftir þessa athöfn var farið inn í bústað og drukkið kaffi og meðlæti var nýbakaðar pönnukökur að hætti Bobbu, þetta var skemmtileg uppákoma sem við lentum óvænt í þarna í Fljótshlíðinni. 

IMG_1321IMG_1317

Þátttakendur t.f.v: Klara. Sigurður, Berglind, Sigmar, Kolla og Bobba. Næata mynd: Sigmar, Sigmar Þór, Bobba Berglind og Sigurður.

kær kveðja SÞS


Skemmtilegir dagar í Fljótshlíðinni

 

Skemmtilegir dagar inni í Fljótshlíð.

Á fimmtudag fórum við Kolla með fellihýsið inn í Fljótshlíð þar sem við komum því fyrir við sumarbústaðinn Bólstað hjá Sigga mág og Sissu.

IMG_1257IMG_1277

Kvöld í Fljótshlíðinni                                   Kolla, Sissa og Siggi á veröndinni á Bóstað

Þarna áttum við frábæra daga með þeim hjónum þar sem var grillað og tekið létt spjall, töluvert var um gesti eins og meðfylgjandi myndir sýna.

IMG_1263IMG_1264

Jóna og Gréta                                             Guðmundur og Sigurður bóndi á Bólstað

IMG_1267IMG_1270

Hrefna Brynja, Gísli, Ottar, Valdimar, Freyr og Hrund. næsta mynd er af Matthías, Bryndís, Kolla og Hrefna Brynja 

Á laugardeginum fórum við að skoða flugvélarnar í Múlakoti þar sem flugáhugamenn koma saman um Verslunarmannahelgina. Þangað er gaman að koma og skoða allar þessar flugvélar og ræða við fólkið sem þarna er samankomið. Þetta er ekki ósvipað og þegar maður fer á bryggjurnar og hittir áhugafólk um skip og báta, nema þarna er eingöngu rætt um flugvélar og eiginleika þeirra og fl. því tengt.

IMG_1297IMG_1288

Sigmar Þór og Valur flugmaður við TF-STR.   Bólstaður séður úr lofti

IMG_1306IMG_1300

Það voru margar flottar flugvélar á Múlakotsflugvelli um helgina

Þar sem við Siggi vorum að rölta þarna um svæðið og virða fyrir okkur þessi mismunandi loftför, kom til okkar blogg vinur minn Valur Stefánsson flugmaður og flugáhugamaður mikill, hann fræddi okkur um nokkrar af þessum flugvélum sem þarna voru á Múlakotsvelli.

Það var virkilega gaman að spjalla við hann um þetta áhugamál hans og reyndar okkar.

Valur spurði hvort  okkur langaði ekki í flugferð og skoða sumarbústaðinn hans Sigga úr lofti og þáðum við það. Valur fór með okkur í flugferð yfir  Fljótshlíðina þar sem ég tók nokkrar myndir, það var ótrúlega gaman að fljúga þarna yfir og sjá Fljótshlíðina úr loft. Þetta var toppurinn á þessum degi, bæði flugferðin og ekki síður var gaman að spjalla við Val um flugvélarnar, hafðu þökk fyrir þessa skemmtilegu flugferð Valur.

kær kveðja SÞS


Vangaveltur eftir Á.S.

  Sumir kunna að segja hlutina á einfaldan hátt í ljóðum eða vísum. Þessar vangaveltur fékk ég hjá góðum vini okkar Kollu og fékk hjá honum leyfi til að birta þær hér á blogginu mínu.

Vangaveltur.

Mörg er landsins fegurð föl,

fjárvon toppa lokkar.

Þeir eru að verða þjóðarböl,

þessir stjórnarflokkar.

 

Álver þykir óskahnoss,

sem allar byggðir styrki.

Duga myndi Dettifoss

í dágott orkuvirki.

 

Ekki þarf að efa það

álver kvöð fram beri.

Mætti gera Gullfoss að

góðu orkuveri.

 

Færi einhver stór á stjá

með stóriðjuna nýja.

Úr Geysi mætti gufu fá

gufuhverfla að knýja.

 

Margt er það sem getur gerst,

græðgin fái að stjórna.

En þó telst það allra verst

ásýnd lands að fórna.

Á.S..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband