Smá grínpistill

  Smá grín saga vegna bloggs um SÓ. Byggð á símtali frá Sigurði Óskarsyni.

Sigurður Óskarsson hljómsveitastjóri, smiður, kranastjóri, kafari,  plastari, og gluggasmiður hringdi í mig kl 8,30 í morgun og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann hafði farið upp í Geisla í morgun og þar fyrir utan hitt Guðrúnu  konu Þórarins Rafvirkja, hún hefði ekki tekið undir kveðju hans þegar hann heilsaði að venju sem er mjög óvenjulegt. Ekki tók betra við þegar inn kom þá var Þórarinn rafvirki eins og snúið roð í hund. Siggi skyldi ekkert í þessu því hann ætlaði bara að segja Tóta að hann væri líklega búinn að gera við þvottavél sem þurfti að plasta eitthvað.

Hann spurði því Tóta af hverju hann væri svona fúll og af hverju Gunna hefði ekki tekið undir kveðju hans þegar hann kom inn. Tóti spurði þá Sigga hvort hann þættist ekkert vita um hljómsveita skrifin og myndirnar um hljómsveit SÓ á blogginu hans Simma.

Siggi sagði ekkert vita um það enda væri hann ekki tölvufíkill eins og sumir. En hann viðurkenndi að Simmi hefði  komið heim til sín á mánudagskvöldið og fengið myndir og hann hefði svarað nokkrum spurningum frá Simma sem hann hefði skrifað niður á gamalt umslag sem þeir fundi í eldhúsinu hjá Sissu. Meira veit ég ekki um þetta mál segir Siggi.

Fyrst þú varst að fræða Simma um hljómsveitina, af hverju sagðirðu honum ekki að ég hefði verið umboðsmaður spurði Tóti ? Siggi sagðist hafa fundið á rödd Tóta að hann var mjög reiður og sár yfir þessu. Siggi svaraði því til að hann haldi að hann hefði sagt Simma þetta en hann hafi bara gleymt að skrifa það á umslagið, enda ekki mikið pláss til að skrifa á. Já ég trúi þessu mátulega sagði Tóti með háðslegum tón. Þið eruð fljótir að gleyma þessir hljómsveitapeyar hver heldur utan um peningamálinn, haldið að það sé bara nóg að hanga þarna upp á palli og gutla á hljóðfærinn og blikka stelpurnar sagði Tóti. Mér finns að það hefði mátt koma fram að það var mér að þakka að hljómsveitinn varð vinsæl og þessir svokölluðu hljóðfæraleikarar voru á góðum launum við þessa spilamennsku hélt Tóti áfram. Nú var komið í ljós af hverju Tóti og Gunna voru svona afundin við Sigurð, þannig að hann ákvað að reyna að sansa Þórarinn. Hann sagði því við hann að hann ætlaði að hringja í Simma strax og biðja hann að leiðrétta þetta, þetta leist Tóta vel á en sagðist ætla að fylgjast með því símtali , sem hann og gerði.

Leiðrétting og viðbót við upplýsingar um Hljómsveitina SÓ Frá Eyjum fengnar hjá Sigurði Óskarsyni

Þórarinn umboðsmaður SÓ  Þórarinn Sigurðsson rafvirki með meiru

Þórarinn Sigurðsson rafvirki og trompetleikari með meiru var umboðsmaður hjá hlómsveit Só og sá þar  um samninga og peningamál hljómsveitarinnar þau ár sem hún var sem vinsælust. Það verður að segast eins og er að án hans hefði þessi hljómsveit sennilega dáið drotni sínum fljótlega eftir stofnun ef hans hefði ekki notið við. Hann var sofin og vakin yfir því að finna verkefni fyrir sveitina bæði í Eyjum og uppi á landi og þannig hélt hann þessari hljómsveit gangandi. Það verður seint fullþakkað það óeigingjarna starf sem Tóti innti af hendi bæði fyrir hljómsveitina og ekki síður tónlistarmenningu Vestmannaeyja. Hafi hann þökk fyrir frábært starf sem var einnig brautryðjandastarf á sínum tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það eru aldeilis frétti sem þú færir alþjóð hér á síðunni hjá þér, alltaf hefur mér fundist sendillinn vera klár eftir að hann var fararstjóri með Óla Jóns út í Skotlandi 1978 hjá 3 flokk karla í Týr, en ég var einn af þeim peyjum sem Þórarin þurfti að tjónka við, og ég held að rafvirkin og frændi minn hafi hækkað í áliti hjá mér eftir þá ferð. Kær kveðja úr blíðunni í Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband