Hljómsveit SÓ frá Vestmannaeyjum

 Meira um Hljómsveitina SÓ 

Sigurður Óskarsson hljómsveitarstjóri Sigurður Óskarsson  Hljómsveitarstjóri sem stófnaði SÓ

Fyrir nokkrum dögum setti ég hér á síðuna mynd af fyrsta vísir af hljómsveit Sigurðar Óskarssonar eða SÓ eins og hljómsveitinn var kölluð. Þessi mynd hefur vakið nokkra athygli þó ekki hafi verið gerðar margar athugasemdir við þá færslu, hafa þó nokkrir spurt mig um myndina. Ég ákvað því að heimsækja Sigga mág minn þegar ég var í dag staddur í Vestmannaeyjum í embættiserindum og fá nánari upplýsingar um þessa skemmtilegu hljómsveit og vita hvort hann ætti ekki myndir frá þessum skemmtilegu árum.

Sigurður Óskarsson sagði mér að þessi mynd sem ég hefði sett inn á bloggið mitt væri fyrsti vísir af hljómsveitinni og væri líklega frá 1958, sagði mér að hann hefði reynt að stófna hljómsveit allt frá árinu 1955. Síðan segja myndirnar hér að neðan meira en mörg skrifuð orð.

Hljómsveit SÓ 1  Hljómsveit SÓ 2

Mynd 1. Myndin er tekin 1959 en þá spilaði hljómsveitin SÓ í fyrsta skipti opinberlega á árshátíð Gagnfræaðaskólans í Vm á 1. des. Allt benti til að þetta yrði fyrsta og síðasta skiptið sem hljómsveitin spilaði opinberlega, en svo var reyndar ekki raunin, hún átti eftir að lifa lengi eftir þessa frumraun þó mannaskipti væri í sveitinni.   

 Á myndinni eru Sigurður Óskarsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Þorgeir Guðmundsson, Þráinn Alfreðsson og Ragnar Baldvinsson. Mynd 2. Þráinn Alfreðsson, Sigurður Óskarsson, Jóhann Hjartarson og Þorgeir Guðmundsson.

Hljómsveit SÓ 3  Hljómsveit SÓ 4 og Atli SÓ og Atli

 Árið 1960 spiluðu með Sigurði í hljómsveitinni Þórsteinn Svavarsson úr Hafnarfirði þá nemandi í Gagnfræðaskolanum, var þá lítið spilað opinberlega nema í skólanum  og á einu balli hjá austfirðingum, því miður eru ekki til myndir frá þeirri skipan hljómsveitarinnar.

Mynd 3: En um haustið gerir hljómsveitinn samning við  Alþýðuhúsið að spila það haust og veturinn 1961. Meðlimir sveitarinnar 1961 voru: Sigurður Óskarsson trommur, Þorgeir Guðmundsson gítar, Þráinn Alfreðsson píano og bassa, Jóhann Hjartarson harmónikku og Heiða Angantýrsdóttir Söngkona. Því miður sést ekki nema í bakið á Heiðu.

 Mynd 4:  Árið 1962 lék Hljómsveitinn SÓ og Atli í Alþíðuhúsinu við geysi miklar vinsældir en þá voru sömu menn í hljómsveitinni nema Atli Ágústsson ( Atli danski) var söngvari. Flott mynd af þeim hér fyrir ofan, allir með flösku af 7upp, héldu þið kannski að þetta væri bjór ? ó nei þetta er bara glært gos.

Hljómsveit Só 5 fín föt  Hljómsveit Só og Einar  fín föt SÓ og Einar

Árið 1963 Var hljómsveitinn kölluð Hljómsveit SÓ og Einar með sömu meðlimi nema Einar Sigurfinnsson var þá kominn í sveitina og var Einar óhemjuvinsæll söngvari og eftirminnilegur. SÓ og Einar léku í Alþýðu húsinu og fór auk þess og léku eina helgi á dansleik í Gunnarshólma í Landeyjum, ferðir upp á land urðu miklu fleiri en verða ekki taldar upp hér. Þetta eru góðar myndir af SÓ og SÓ og Einar en þar eru Þorgeir, Þráinn, Einar Sigurfinnsson, Jóhann og Sigurður.

Hljómsveitinn Bobbar  Hljómsveitin Bobbar á bátnum Þyt

Hér má sjá Hljómsveitina Bobbar á bátnum Þyt sem Sigurður Óskarsson átti, meðlimir Bobba voru  þeir Örligur Haraldsson, Guðni Guðmundsson Landlist, Þorgeir Guðmundsson Sigurður Óskarsson og Helgi Hermannsson. Myndina tók Óskar Björgvinsson Ljósmyndari.

Vona að þessar myndir muni  rifja upp gamlar góðar minningar um gömlu góðu árin með Hljómsveit SÓ.

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 16. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband