Það er lundaball um næstu helgi í Eyjum

Útey 1 Hópmynd af úteyjarköllum.

Þegar ég var staddur út í Eyjum í vikuni, var mér sagt að lundaballið væri á næstu grösum eða um næstu helgi. Það er sér þjóðflokkur sem stundar þessa íþrótt að veiða lunda og vera í úteyjum. Það er mín reynsla að þessir kallar eru með skemmtilegri mönnum sem maður spjallar við. Sjálfur hef ég ekki haft áhuga á þessu sporti en hef þó komið í þrjár eyjar sem eru Álsey, Elliðaey og Brandinn. Ég varð þó svo frægur að stýra þyt VE (sem Siggi mágur átti)  um tíma þegar hann var svokallaður sóknarbátur, það eru eftirminnilegar ferðir að ná í lundan og ferja lundakallana á milli. Ætla að setja hér á bloggið mitt nokkrar myndir sem tengjast úteyjum. Hér kemur fyrsta myndin.

Úteyjamenn í Elliðaey.

T.f.v. Jóhann Pálsson, Pétur Guðjónsson Kirkjubæ, Jón Aðalsteinn Jónsson, Kristófer Guðjónsson, Ágúst Sæmundsson, Guðlaugur Guðjónsson, Drengur vantar nafn,  Hjörleifur Guðnason, Hávarður B. Sigurðsson, Árni Guðjónsson frá Oddstöðum, Þórarinn Guðjónsson ( Tóti á Kirkjubæ), Ingólfur Guðjónsson Oddstöðum, Guðmundur Guðjónsson Oddstöðum að baki Ingólfi. Ef einhver veit nafnið á drengnum þætti mér vænt um að fá athugasemd.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband