Afmæli og skóli 1978

Afmæli á illugagAfmæli og skóli 2

1. mynd: Grétar Bjarkason, Haraldur bergvinsson, Gísli Sigmarsson átti afmæli, Óskar Sigurðsson og Sigurður Óli Hauksson. ".Mynd : Lilja Ólafsdóttir, Óskar Sigurðsson, Sólveig Sigurðardóttir, Gísli Sigmarsson, Guðjón Kristjánsson og Jóna Kristjánsdóttir. 

Afmæli og skóli 4Vinmirnir Halli og Gísli

3. mynd: Þetta unga fólk var að fara í skólan í fyrsta bekk 1978 Gísli Sigmarsson, Óskar Sigurðsson og Jóna Kristjánsdóttir. 4. mynd: Vinirnir Gísli og Haraldur.


Lautarpeyjar uppstylltir

Lautarstrákar 2

Guðmundur Jónatansson, Ragnar Óskarsson, Þórsteinn Þorsteinsson , Einar friðþjófsson sá sem húkir á hnjánum er Kristinn Guðnason. Myndin hlítur að hafa verið tekinn á Sjómannadegi eða 17. júni því peyjarnir eru svo flott klæddir og jafnvel búnir að greiða sér um hárið..

kær kveðja SÞS


Fyrsta útilegan í sumar á fellihýsinu

IMG_0909IMG_0913IMG_0944

Um síðustu helgi fórum við gömlu hjónin að Hellishólum í Fljótshlíð, þar var mjög gott að vera enda veður mjög gott. Þarna var mikið af fólki mest fjölskyldufólk með börn. Stærðar brenna var á laugardagskvöldið og hópaðist fólk í kringum hana. Þarna hittum við nokkra góða vestmannaeyinga.

Við fórum í heimsókn til Sigga og Sissu á Bólstað í Fjlótshlíð á myndini eru þau ásamt Kollu. Á laugardagskvoldið var borðað saman við langborð, við borðið má sjá Kollu og Sigrúnu.

Koma fl. myndir

 


Hef ekki fengið nöfnin

Er engin sem man nöfnin á þessu fólki hér á  pínulítið gömlu myndunum, ég hélt að ég fengi nú einhverjar athugasemdir ????????????. Það er mun meira gaman að þessum myndum ef nöfnin fylgja.

kær kveðja SÞS


Gömul mynd af strákum úr Lautinni.

Óli Þór Jonni og flRagnar Óskarsson

 T.f.v.: Sá lítli er sennilega sonur Sveins Þórarinssonar  sem átti heima á Lundi efstu hæð veit ekki nafnið, Sigmar Steinar Ólafsson er frændi Ragnars Óskarsonar og var í Eyjum á sumrin og bjó þá í Lambhaga, Óli þór Ástvaldsson Sigtúni og Jonni Þórarinsson á Lundi.

Seinni myndin er af Ragnari Óskarsyni sennilega verið í stangastökki í Lautinni frægu en myndin líklega tekin sunnan við heimili hans Lambhaga. Ef einhver man nöfnin á þessum tveim á fyrri mynd  þá vinsamlegast setið það í athugasemdir.

kveðja SÞS


Gamlar myndir frá Gagnfræðaskólanum í Vm

GagginnHópur í Gaggó

 Gamlar myndir teknat fyrir utan Gagnfræðaskólann þó þær séu ekki alveg nógu góðar læt ég þær flakka. Á fyrstu mynd er Hrefna Tómasdóttir á Efrahvoli og á seinni mynd er Erla Sigmarsdóttir Magga Johnsen ég þekki ekki fleiri með nafni,  er einhver sem þekkir fleiri á þessum myndum ?.

kær kveðja SÞS


Gamlar myndir af sjónum

Myndirnar eru frá 1967 og 1968

  Einar Sigurðsson vélstjóriSveinn Íngi Pétursson

Einar Sigurðsson var lengi vélstjóri á Gullborgu VE 38 með Binna í Gröf en myndin er tekinn þegar hann árið 1968 var vélsrjóri á Elliðaey VE 45. Einar var góður maður og eldklár vélstjóri.              Mynd 2. Sveinn Íngi Pétursson er þarna háseti á LEÓ VE 400 á vetrarvertíð 1967 við vorum þarna á línuveiðum og fórum svo á net, hann er skemmtilegur skipsfélagi og mikill grínisti.

Ísuð Elliðaey VEHáseti á Leó VE

Ellíðaey nokkuð ísuð, ég tók þessa mynd á vetrarvertíð 1968. Seinni myndin er af manni sem var með okkur á Leó VE 400 vertíðina 1967 en því miður er ég búinn að gleyma nafninu hans en mig minnir að hann hafi verið frá Stokkseyri.Það væri gott ef einhver þekkti hann að setja nafnið hér í athugasemdir.

kær kveðja SÞS


Dagsönn saga af skógarhöggsmanni og skógarbirni

 

Einn uppáhalds kennarinn minn í barnaskóla sagði okkur krökkunum stundum  alveg stórkostlega skemmtilegar sögur sem allar voru dagsannar, hér kemur ein sem ég man vel eftir og kemur upp í hugann eftir lestur á frétt um ísbjörninn:  (Þeir sem eru að fást við ísbjörninn gætu kannski lært af henni).

Það var einu sinni skógarhöggsmaður á gangi í skógi í Kanada, hann gekk um skóginn í leit  að tré til að fella, hann finnur tré í miðjum skóginum og byrjar að höggva það með sinni stóru og beittu öxi. Þegar hann er  langt komin með að höggva sundur tréð heyrir hann mikið öskur fyrir aftan sig og finnur að jörðin nötrar undir fótum sér, hann lítur um öxl og sér risastórann skógarbjörn sem hafði líklega vaknað af vetrardvala við hávaðan.  Skógarhöggsmaðurinn sá strax að hann gat ekki flúið undan glorhungruðum birninum inni í miðjum skógi. Hann bjóst því til varnar og var tilbúinn að nota flugbeitta öxina á björninn. Þeir nálguðust nú hvern annan og drápseðlið skein úr augum bangsa. Allt í einu stökk hann að skógarhöggsmanninum lyfti upp hramminum og bjóst til að slá, en skógarhöggsmaðurinn reiddi upp öxina og ætlaði að höggva í miðja bringu björnsins, en ekki tókst betur til en svo að björninn sló með loppunni öxina úr hendi hans svo hún sást ekki meir.  Nú var Skógarhöggsmaðurinn í slæmum málum, hann var vopnlaus á móti dýrinu sem ætlaði að drepa hann og éta.    Björninn nálgaðist nú manninn aftur hægt og hægt, hann vissi að hann gæti ekki flúið, en skógarhöggsmaðurinn var ekki tilbúinn að gefast upp enda var hann búin að ákveða hvernig hann gæti snúið á björninn  því um líf eða dauða var að tefla.
Nú var bara 2 metrar á milli þeirra og björninn orðinn óþolinmóður, hann ræðst að manninum og ætlar að slá hann með hramminum, en skógarhöggsmaðurinn var eldsnöggur og hleypur aftur fyrir björninn stingur hendinni inn í afturendann á honum og upp í háls grípur í tunguna á honum og togar í um leið og hann spyrnir í rassgatið á honum, þannig togar hann í tunguna með heljarafli þangað til hann er búinn að snúa bangsa á rönguna.

Kennarinn þagnar grafalvarlegur, krakkarnir horfa á hann og bíða eftir endinum, eftir drykklanga þögn fer  kennarinn að skellihlæja og segir: Sagan er búinn.


Nýr táknmálsfræðingur útskrifast

 

Harpa Sigmarsdóttir hefur nú lokið enn einum áfanga í táknmáli þegar hún útskrifaðist 14. júní frá Háskóla Íslands með BA próf í Táknmálsfræði.  Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á táknmáli, þó að engin í ættinni eða nánir vinir séu heyrnaskertir nema kannski ég.

Í tilefni af útskrift Hörpu var haldin veisla til að fagna þessum tímamótum, meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

IMG_0661IMG_0657

Þór Sæþórsson Kolbrún Soffía og Harpa Sigmarsdóotir Táknmálsfræðingur mynd 2. Ásta María Ástvaldsdóttir og Grímur Gíslason stórkokkur en þau sáu alfarið um undirbúning og matargerð.

IMG_0672IMG_0716

Kolbrún Soffía og Kolbrún  Ósk./ Vinkonurnar Hrafnhildur, Harpa, Katrín  og Ásdís

IMG_0683IMG_0703

Veislugestir           Sæþór og Halla foreldrar Þórs

IMG_0721IMG_0854

Harpa og Telma Rut                               Friðrik Ingi

IMG_0875IMG_0855

Baldur með Alexander og kærastan hans.          Harpa Dögg

IMG_0866IMG_0868

Sveinn, Grímur og Denna                            Jóhann með Ísak

IMG_0695IMG_0873

Ísak Jóhannsson Katrínar strákur                Halla með börnum sínum  Þór og Hlín 

 


Okrað hjá Skeljungi dýrast gasið þar

 

Okrað hjá Skeljungi.

Í góðu veðri eins og í dag notar maður tækifærið og grillar. Það er nú valla í blogg fréttir færandi nema vegna þess að þegar ég hafði hitað upp grillið og var tilbúinn með kjötið þá drapst á grillinu vegna þess að gaskúturinn var tómur.

 Nú það var ekkert annað að gera en að skreppa og ná í annan kút sem ég gerði. Fór í Skeljung sem er hér rétt hjá og keypti einn 9 kg kút skilaði tóma og borgaði 3985 kr. Ég ætlaði einnig að kaupa steina í grillið en þeir voru ekki til hjá Skeljungi. Ég ákvað því að fara í 10 /11 eða Orkuna sem er einnig stutt frá Skeljungi, ekki fékk ég steinana þar en ég sá að þeir voru með gaskúta svo ég spurði þá um verð á 9 kg kút. Jú þar kostaði hann 2990 kr. Ég ákvað að fara í N1 og athuga með steina og athuga í leiðinni hvað gasið kostaði þar. Ekki fékk ég steina í N1 en 9 kg kútur af gasi kostaði þar 3570 kr.

Niðurstaða af þessari verðkönnun er þessi:

Skeljungur kostar 9. kg gaskútur .......  3985 kr

N1  kostar 9 kg gaskútur .................  3570 kr

Orkan 10 / 11 kostar 9 kg gaskútur .....  2990 kr og er  langódýrastur það

Mismunur á ódýrasta og dýrasta gasinu er 995 kr langdýrast hjá Skeljungi.

Mismunur á næstdýrasta gasinu er 580 krónur sem er  hjá N1.

Það munar um minna, því ég kaupi nokkuð marga kúta á sumri fyrir grillið og fellihýsið.

 

Rétt viðbrögð við þessu okri er að ég kaupi ekki meira gas í sumar hjá  Skeljungi, en reyni að versla eingöngu í Orkuni þar sem ég reyndar kaupi oftast bensín.

Kær kveðja  SÞS


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband