Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavik er frábært safn

 

Sjóminjasafnið Víkin í Reykjavík

Lifandi safn við Sjóinn.

Víkin er ungt  safn í örum vexti. Nú hefur sýningarrými safnsins verið stækkað um 700 fermetra innandyra. Þar eru nú sýningar í fimm sölum sem m.a. rekja þróun fiskveiða og strandmenningar landsmanna í aldana rás.

Varðskipið Óðinn er nú hluti af safninu. Varðskipið liggur við sérstaka bryggju safnsins og gefst gestum kostur á að skoða skipið undir leiðsögn. Skipið tók þátt í öllum þorskastríðum á síðustu öld og fór að auki í fjölmarga björgunarleiðangra. Einnig er dráttarbáturinn Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var á íslandi, við safnbryggjuna.

Safnið er staðsett í húsi sem áður var frystihús Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Grandagarði, í stórkostlegri nálægð við fiskihöfnina og hafið. ( Úr kynningarbæklingni Safnsins)

Fyrir rúmu ári fór undirritaður ásamt Guðjón Ármanni  Eyjólfssyni fv. skólameistara Stýrimannaskóans í Sjóminjasafnið , erindið var að gefa safninu flestalla árganaga Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja sem við Ármann höfðum safnað saman til að gefa safninu.      Við það tækifæri sýndi Sigrún Magnusdóttir yfirmaður safnsins okkur allt safnið, og höfðum við Ármann bæði gagn og virkilega gaman að skoða þá hluti sem þarna voru sýndir.

 Nú á SJÓMANNADAGINN fór ég aðra ferð til að skoða safnið sem nú heitir Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík, Það er skemmst frá því að segja að  safnið er allt orðið hið glæsilegasta og með ólíkindum hvað mikið er búið að gera þarna á aðeins einu ári. Varðskipið Óðinn er þarna til sýnis og er gaman að skoða hann og þann búnað sem skipverjar notuðu á þessu skipi. Í lokin var boðið upp á saltfisksmakk að hætti spánverja, hann reyndist gómsætur.

Eftir að vera búinn að rölta um safnið í hátt í tvo tíma og hitta marga  kunningja og vini ,fór ég heim til mín sæll og virkilega stoltur af því að hafa verið sjómaður dáðadrengur og valið sjómannsstarfið sem aðalstarfi. Þessi sýning í Víkin Sjómannasafnið í Reykjavík er að mínu viti toppurinn á SJÓMANNADEGINUM í Reykjavik. Myndir sem hér fylgja tók ég í dag í heimsókn minni á safnið

 Sigrún Magnúsdóttir forstöðukona safnsins á heiður skilið og á að fá STÓRA  RÓS í hnappagatið fyrir sína vinnu og áhuga á verkefninu.

 

 IMG_0749IMG_0756

Gestir skoða vaxmynd af verkamanni

IMG_0757IMG_0764

 

IMG_0765IMG_0775

Lukkar úr skipi með öllu tilheyrandi / fyrsta líkan að skuttogara

IMG_0777IMG_0779

Líkan af Jóni Forseta / Gömul vél

IMG_0784IMG_0774

Fjöldi þrívíddarmynda eftir Þorleif Þorleifsson ótrúlega vel gerð listaverk / Loftskeytaklefi úr skipi.

IMG_0778IMG_0786

Hér er mynd af forstöðukonu safnsins Sigrúnu Magnúsdottir sem á heiður skilið fyrir áhuga sinn á að koma þessu safni á laggirnar / Tundurdufl þetta er um bor í Óðni.

IMG_0791 Um borð ó Óðni

Kær kveðja Sigmar Þór


Sjómannadagurinn og 17. júni 1994

 

 Þessar myndir eru allar teknar árið 1994 á Sjómannadaginn og 17. júní. Sjómannadagurinn var og á að vera eftirminnilegur. Alla vega hefur hann gegnum árin skilið eftir ljúfar minningar hjá mér og mínum.

Sjómannadagur 1994Sjómannadagur 1994 1

1. mynd tfv: Siddý, Marta, Ninna, Gústaf og Hjálmar. Mynd 2. Tfv: Óli, Systa, Kolla og Harpa

Sjómannadagur 1994 2Sjómannadagur 1994 3

 Mynd 3 tfv: Harpa, Kolla, Svandis og Bjössi. Mynd4 tfv: Kolla, Harpa og Simmi.

Sjómannadagur 1994 4Sjómannadagur 1994 sölubörn

Mynd 5 tfv: Gísli, Bobba, og Erla.  Mynd 6 er af sölubörnum sem seldu Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994, því miður þekki ég ekki nöfnin á þessum börnum nema Gunnari Heiðari fótboltagæja frænda mínum

Sjómannadagur 1994 Kolla og GilliÁgústa Dröfn

Mynd 7: Gísli og Kolla  í Þjóðbúningum. Mynd 8: Ágústa Dröfn var sú stelpa sem seldi flest Sjómannadagsblöð Vestmannaeyja 1994.

Guðni söluhárSigmar alltaf greifalegur

Mynd 9. Guðni Grímsson var sá strákur sem seldi flest Sjómannadagsblöð Vestmannaeyja 1994. Mynd 10 Sigmar Gíslason stýrimaður á Herjólfi alltaf greifalegur á Sjómannadaginn.

Gleðilegan Sjómannadag

kær kveðja Sigmar Þór


Bloggfærslur 1. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband