Fyrsta útilegan í sumar á fellihýsinu

IMG_0909IMG_0913IMG_0944

Um síðustu helgi fórum við gömlu hjónin að Hellishólum í Fljótshlíð, þar var mjög gott að vera enda veður mjög gott. Þarna var mikið af fólki mest fjölskyldufólk með börn. Stærðar brenna var á laugardagskvöldið og hópaðist fólk í kringum hana. Þarna hittum við nokkra góða vestmannaeyinga.

Við fórum í heimsókn til Sigga og Sissu á Bólstað í Fjlótshlíð á myndini eru þau ásamt Kollu. Á laugardagskvoldið var borðað saman við langborð, við borðið má sjá Kollu og Sigrúnu.

Koma fl. myndir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæll Simmi.

Það er alltaf gaman í Fljótshlíðinni, því miður komumst við ekki í Múlakotið um síðustu helgi en planið er að vera þar núna um helgina.  Ég tek alltaf orðið langt aðflug inn á völlinn til að skoða hvort Siggi og Sissa séu í bústaðnum, þarf endilega að kíkja við hjá þeim. kv. Valur

Valur Stefánsson, 2.7.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valur takk fyrir innlitið, já ég tek undir það að það er alltaf gaman í Fljótshlíðinni, en ég hef ekki séð hana úr lofti eins og þú  kannski á ég það eftir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.7.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband