Okrað hjá Skeljungi dýrast gasið þar

 

Okrað hjá Skeljungi.

Í góðu veðri eins og í dag notar maður tækifærið og grillar. Það er nú valla í blogg fréttir færandi nema vegna þess að þegar ég hafði hitað upp grillið og var tilbúinn með kjötið þá drapst á grillinu vegna þess að gaskúturinn var tómur.

 Nú það var ekkert annað að gera en að skreppa og ná í annan kút sem ég gerði. Fór í Skeljung sem er hér rétt hjá og keypti einn 9 kg kút skilaði tóma og borgaði 3985 kr. Ég ætlaði einnig að kaupa steina í grillið en þeir voru ekki til hjá Skeljungi. Ég ákvað því að fara í 10 /11 eða Orkuna sem er einnig stutt frá Skeljungi, ekki fékk ég steinana þar en ég sá að þeir voru með gaskúta svo ég spurði þá um verð á 9 kg kút. Jú þar kostaði hann 2990 kr. Ég ákvað að fara í N1 og athuga með steina og athuga í leiðinni hvað gasið kostaði þar. Ekki fékk ég steina í N1 en 9 kg kútur af gasi kostaði þar 3570 kr.

Niðurstaða af þessari verðkönnun er þessi:

Skeljungur kostar 9. kg gaskútur .......  3985 kr

N1  kostar 9 kg gaskútur .................  3570 kr

Orkan 10 / 11 kostar 9 kg gaskútur .....  2990 kr og er  langódýrastur það

Mismunur á ódýrasta og dýrasta gasinu er 995 kr langdýrast hjá Skeljungi.

Mismunur á næstdýrasta gasinu er 580 krónur sem er  hjá N1.

Það munar um minna, því ég kaupi nokkuð marga kúta á sumri fyrir grillið og fellihýsið.

 

Rétt viðbrögð við þessu okri er að ég kaupi ekki meira gas í sumar hjá  Skeljungi, en reyni að versla eingöngu í Orkuni þar sem ég reyndar kaupi oftast bensín.

Kær kveðja  SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég hef ekki verslað við Skeljung í tuttugu ár eða meira, en menn segja mér hér í Eyjum slæmar sögur um að samningar standist ekki hjá þeim, mér finnst Maggi á Kletti bestur hér í Eyjum.

Eina ráðið er að við hættum að versla þar sem verðið er dýrast, sem sagt ekki versla gas hjá Shell, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband