Einu sinni var Loðna út á túni

Loðna út á túniEinu sinni var loðnu dritað um allt hrauið vestur á Heimaey, myndin er tekin í mars 1971 og er af loðnu. Þarna sést Blátindur og hluti af Herjólfsdal. Ekki er vitað hvort þetta borgaði sig en mikil vinna var við það að ná loðnuni aftur upp á bíla og keyra í bræðslu. Ekki held ég að þetta ævintíri verði endurtekið í framtíðinni.

kær kveðja SÞS


Húsið Skipholt við "Reglubraut" í Eyjum

Harpa, Svanhvít og húsið Skiphollt 

Harpa Sigmarsdóttir og Svanhvít Friðriksdóttir með húsið Skipholt við Reglubraut í bakgrunni.   Amma og afi Svanhvítar áttu þetta hús fyrir margt löngu en þau hétu Sveinbjörg og Friðrik.

kær kveðja SÞS


Ólafur Jóhann Prestur, fyrir utan Samkomugerði í Eyjafirði og fl.

Ólafur Jóhann við SamkomugerðiBræðurnir Borgþór og Hafþór Yngvasynir

Óskar Friðrik og Arnar Jóhann

Mynd 1. Ólafur jóhann Borgþórsson Við Samkomugerði í Eyjafjarðarsveit , þessi drengur er nú prestur og kom engum á óvart að hann stendur sig vel í því starfi.

Mynd 2. Bræðurnir  Borgþór og Hafþór Yngvasynir, Boggi er Húsasmiður og sjómaður og faðir Ólafs Jóhanns en Hafþór er listfræðingur.

Mynd 3. Arnar Jóhann og Óskar Friðrik við orgelið á Illugagötu 38. Arnar Jóhann kom stundum í heimsókn til okkar Kollu að Illugagötu 38 en móðir hans var Guðrún Steingrímsdóttir hún er látin. Myndin var tekin fyrir 10 til 12 árum.

kær kveðja SÞS


Með vinarkveðju

 

               Með vinarkveðju....
 
Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni,

en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.

Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið;

Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.


Gáfaðar persónur tala um hugmyndir:

Minna gáfaðar persónur tala um hvað skeði:

Illa innrættar persónur tala illa um aðra.

Sá sem tapar peningum missir mikið: Sá sem missir vin tapar miklu meira: En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.


Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú. við getum stofnað lítinn vinahóp.
Það er jú ekkert upphaf og enginn endi njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra. Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.


Dagurinn í gær er liðinn,

Morgundagurinn er óvænt ánægja.

Dagurinn í dag er gjöf.
Þetta er alþjóða vinakeðja. Sýndu vinum þinum að þér þyki vænt um þá,. Sendu bréfið til vina þinna og þegar það kemur loksins aftur til þín þá veistu að þú hefur skapað vinakeðju.


Þegar þú færð þetta bréf þá sendu það til vina þinna en um leið eitt bréf til þess sem sendi þér þetta bréf.

Kær Kveðja SÞS


Björgunarsveit Vestmannaeyja yngri deild árið 1995

Björgunarsveit Vestmannaeyja yngri meðlimir

Björgunarfélag Vestmannaeyja yngri meðlimir félagsins, Myndin er tekin 1995 að mig minnir, ekki þekki ég alla á myndinni en ef þið sem skoðið þessa mynd þekkið þetta fólk,  þá þætti mér vænt um að þið settuð nöfnin í athugasemdir hér fyrir neðan.

Hér kemur leiðrétting frá Ella Jens ásamt nafnalista, þakka þér kærlega fyrir þetta Elli:

Mynd þessi er tekin af meðlimum í Björgunarfélagi Vestmannaeyja (ekki Björgunarsveit Vestmannaeyja) sem voru á skyndihjálparnámskeiði í byrjun nóvember 1994.

Efri röð: Sigríður Gísladóttir leiðbeinandi, Ármann Höskuldsson, Einar Gíslason, Davíð Friðgeirsson, Björn Friðriksson, Ágúst Bjarnason (látinn), Guðmundur Ingi Jóhannesson, Aðalsteinn Baldursson leiðbeinandi.

Neðri röð: Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Guðlaug Gísladóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Björk Guðnadóttir, Jónína Snorradóttir, Stefán Páll Kristjánsson, Birgir Ólafsson, Bjarni Halldórsson. 

                         Kv. Elli Jens.

Það er meira gaman að þeeari mynd þegar henni fylgir nafnalisti.

kær kveðja SÞS


Öryggismál sjómanna Losunar- og sjósetningarbúnaður

  Losunar- og sjósetningarbúnaður Gúmmíbjörgunarbáta

Hvernig á að staðsetja hann og hvernig er gúmmíbjörgunarbátur rétt frá genginn í búnaðinum ?

Þann 1. september 1999 tók gildi sá hluti reglugerðar nr. 189/1994 um björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa sem fjallar um reglur um sjálfvirkan losunar- og sjósetningarbúnað. Ný samsvarandi reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd var gefin út 10. febrúar 2004.

Í umburðarbréfi Siglingastofnunar nr. 009/1999 sem fjallar um staðsetningu losunar- og sjósetningarbúnaðar segir m.a.:
Staðsetning losunar- og sjósetningarbúnaðar er háð samþykki Siglingastofnunar Íslands.
Áður en uppsetning er hafin skal liggja fyrir samþykki Siglingastofnunar um fyrirhugaða staðsetningu búnaðarins um borð í skipinu.
Losunar- og sjósetningarbúnaður svo og fylgihlutir hans skulu settir upp í samræmi við viðurkenningu búnaðarins, og skal tekið tillit til ferilmælingar í prófunum.
Losunar- og sjósetningarbúnaður skal staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur til notkunar, eftirlits og viðhalds.
Ekkert sem snýr að uppsetningu eða staðsetningu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett gúmmíbjörgunarbát þó skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Ennfremur skal vera hægt að sjósetja gúmmíbátinn með handafli.
Búnaðurinn skal vera þannig staðsettur og uppsettur að ekki skapist slysahætta af honum eða notkun hans.
Búnaður sem er þannig gerður að armur falli yfir gangveg og sambærilegur búnaður, skal þannig fyrir komið að ekki stafi hætta af. Lágmarkshæð frá gangvegi upp í arminn skal vera 2,2 metrar.
Við staðsetningu skal þess gætt að næganlegt svæði sé fyrir framan og aftan gúmmíbjörgunar­bátinn til að hægt sé að sjósetja hann með handafli".

Auk þessara ákvæða gilda einnig almennar reglur um staðsetningu björgunarfara og björgunartækja. Samkvæmt framansögðu þarf samþykki Siglingastofnunar Íslands fyrir staðsetningu á losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í skipum. Staðsetning þarf einnig að fara fram í samvinnu við skipstjórnarmenn á hverju skipi fyrir sig, því engin þekkir skipið betur en þeir sem á því starfa. En hvers vegna þarf þá Siglingastofnun að hafa umsjón með frágangi þessara tækja?. Jú það er vegna þess að ekki er sama hvar og hvernig þessum búnaði er fyrir komið um borð í skipunum, þannig að þau nýtist sem best á neyðarstundu. Því miður er búnaður af þessu tagi oft staðsettur þannig á skipunum að þeir nýtast ekki að fullu við ýmsar þær aðstæður sem upp geta komið þó þeim sé löglega fyrir komið.

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að íhuga af hverju þessi tæki voru smíðuð.

Á undanförnum áratugum hafa mörg skip farist og engin maður verið til frásagnar um orsakir slysanna . Mörg þessara slysa urðu í skammdeginu, oft í svarta myrkri, kulda og slæmu veðri. Það hafa einnig orðið sjóslys þar sem skip fórust á örskömmum tíma, en fyrir snarræði einstakra manna um borð, tókst að ná gúmmíbjörgunarbát af geymslustað þó skipið væri á hliðinni hálfsokkið, og bjarga þar með hluta eða allri áhöfninni. Með hliðsjón af þessu var ekki erfitt að áætla að í þeim tilfellum sem engin var til frásagnar hefðu mennirnir einfaldlega ekki haft tíma til að ná gúmmíbjörgunarbátnum. Það er erfitt að setja sig í spor manna sem staddir eru úti á rúmsjó á sökkvandi skipi í slæmu veðri í kolsvarta myrkri með skipið á hliðinni og öll ljós að slokkna. Myrkrið verður algjört, nema það takist að sjósetja gúmmíbát, þá er örlítið ljós á þaki hans eina ljósið sem sést í myrkrinu. Oft gerast þessi sjóslys þannig að skipin fara á hliðina í einni veltu stoppa þar litla stund, sökkva síðan á örskammri stund eða fara á hvolf. Sjómennirnir hafa því lítinn og eflaust stundum engan tíma til að nálgast talstöð, gúmmíbjörgunarbátinn eða önnur björgunartæki um borð t.d. björgunarbúninga og neyðarflugelda. Þess vegna verður engin til frásagnar.

Skömmu áður en fyrsti losunar- og sjósetningarbúnaðurinn var búinn til, fórst bátur frá Vestmannaeyjum þar sem atburðarrás var nákvæmlega eins og að ofan er lýst. Þar sem báturinn lá á hliðinni, kom brot yfir hann og hreif með sér gúmmíbátinn sem hafði verið í trékassa uppi á stýrishúsi með óbundna fangalínu í skipið. Hann hentist í sjóinn og sjómennirnir þurftu að synda frá hinu sökkvandi skipi á eftir honum og komust þeir flestir að gúmmíbjörgunarbátnum þar sem hann var samanpakkaður og óuppblásinn. Var það næsta verkefni þeirra í ísköldum sjónum að reyna að draga út fangalínu hans og blása hann upp. Það reyndist mikil raun og þegar loksins tókst að opna flösku bátsins og blása hann upp, höfðu nokkrir úr áhöfn örmagnast og drukknað við hlið skipsfélaga sinna.

Þessar hrikalegu aðstæður og margar aðrar sem komið hafa fram í sjóprófum, voru hafðar í huga þegar áhugamenn um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum og Sigmund Jóhannsson hönnuðu og prófuðu fyrsta losunar- og sjósetningarbúnaðinn. Hann var því ekki eingöngu hugsaður sem tæki sem sjósetur gúmmíbjörgunarbát þegar skip er á réttum kili eða hallar mest 20° heldur varð hann að geta gert eftirfarandi:

1. Að auðvelda sjósetningu gúmmíbjörgunarbáts, þannig að á neyðarstundu losnuðu menn við að fara upp á stýrishúsþak eða að öðrum geymslustað hans til að losa hann og sjósetja.

2. Hægt væri að sjósetja gúmmíbjörgunarbát með einu handtaki inni í stýrishúsi eða á einhverjum góðum stað úti á dekki, þrátt fyrir að búnaðurinn væri ísbrynjaður eða á kafi í sjó, skila honum uppblásnum út fyrir borðstokk og þannig upp á yfirborð sjávar.

3. Ef skipið ferst svo snögglega að engin tími er til að komast að gúmmíbátnum eða festingum sem eiga að losa hann, þá á búnaðurinn að losa gúmmíbjörgunarbátinn á sjálfvirkan hátt og skila honum út fyrir borðstokk og upp á yfirborð sjávar þó skipið sé með mikla slagsíðu, á hliðinni eða á hvolfi.

Í reglum stendur um uppsetningu: „Ekkert sem snýr að uppsetningu eða staðsetningu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett gúmmíbjörgunarbát þó skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Enn fremur skal vera hægt að sjósetja gúmmíbjörgunarbátinn með handafli".
Þessi krafa er lágmarkskrafa og ekkert bannar það að búnaðurinn sé staðsettur þannig að hann uppfylli meiri kröfur. Eldri reglugerðir gerðu ráð fyrir að búnaðurinn skilaði gúmmíbát út fyrir borðstokk við 60° slagsíðu. Það skiptir miklu máli hvort losunar- og sjósetningar­ búnað­urinn er staðsettur á réttan hátt á skipinu, því bæði Sigmundsbúnaður og Ólsenbúnaður voru í byrjun hannaðir með það í huga að geta uppfyllt þessar eldri reglur. Sigmunds­búnaðurinn var hannaður þannig að hann átti að geta skilað gúmmíbáti upp á yfirborð sjávar hvernig sem skipið sneri . En þá varð hann að vera rétt staðsettur og rétt frá honum gengið.

losunarbfrágangur mismunandi gálgaSigmundsb 2

1. mynd. Sigmund Losunar og sjósetningarbúnaður á Þórunni Sveinsdóttir ísaður en hann á að þola að hann sé mikið ísaður. Mynd 2. Einföld skyringarmynd hvernig staðsetja á hliðar og þilfars losunar- og sjósetningarbúnað. Mynd 3. Sigmundsbúnaður S 2000 skýringarmynd. 

Rétt frá genginn gúmmíbjörgunarbátur í losunar- og sjósetningarbúnaði:  

Það er mikilvægt að gúmmíbjörgunarbátur sé rétt tengdur og rétt sé frá honum gengið í losunar- og sjósetningarbúnaðinum. Á undanförnum árum hefur Siglingastofnun Íslands verið með sérstakt átak þar sem gerðar hafa verið skyndiskoðanir á frágangi gúmmíbjörgunarbáta, enda ekki vanþörf á, því í einni skyndiskoðun sem gerð var 2006 í fjórum höfnum fannst t.d. 21 gúmmíbátur vitlaust tengdur eða ekki rétt frá honum gengið í losunar- og sjósetningarbúnaði. Frá þessum tíma hefur þetta farið batnandi sérstaklega í þeim höfnum sem skyndiskoðanir ná til enda hefur viðkomandi aðilum verið tilkynnt um þetta ástand á búnaði skipanna.

Þó verður að segjast eins og er að ástandið er ekki orðið viðunandi því ennþá finnast mörg skip í höfnum landsins með vitlaust tengda gúmmíbjörgunarbáta. Í skyndiskoðun sem gerð var í Reykjavíkurhöfn í lok desember 2007 voru 5 skip með vitlaust frágegna gúmmí­björgunar­báta. Það er því miður ennþá alltof algengt að ekki sé rétt frá gúmmíbjörgunarbátum gengið í losunar- og sjósetningarbúnaðinn, bæði snúa þeir öfugt og eru rangt tengdir, og í nokkrum tilfellum er fangalína ekki fest í fastan hlut í skipinu sem gerir þetta björgunartæki gagnslaust. Ef ekki er rétt frá gúmmíbjörgunarbátnum gengið í búnaðinn (gálgann) þá getur hann lent á hvolfi í sjónum og fangalína hans getur einnig særst og jafnvel í versta falli slitnað. Þá hefur það gerst í tilraunum þegar gúmmíbátar snúa öfugt, að fangalínan hefur farið á milli hylkja og fest og gúmmíbáturinn þá hangið óuppblásinn í gálganum.

Þegar gengið er frá gúmmíbjörgunarbát í losunar- og sjósetningarbúnað þá skal fangalína hans ávallt snúa inn í skipið, vera tryggilega fest í fastan hlut í skipinu og hylkið sem gúmmí­björgunarbáturinn er í skal sitja sem réttast í búnaðinum, þannig að göt í neðra hylki virki sem skyldi, en þessi göt koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í neðra hylkinu. Það vatn getur frosið og myndað klaka sem er hættulegur ef gúmmíbátur er blásin upp í frosti. Enginn annar búnaður en sá sem fylgir og er samþykktur má vera tengdur við losunar- og sjósetningar­búnaðinn né fangalínu hans. Þar má enginn veikur hlekkur vera. Mikilvægt er að athuga hvort gúmmíbjörgunarbáturinn sem á að vera í umræddum búnaði sé gálgatengdur, því stundum eru fleiri gúmmíbátar um borð sem ekki eru í losunar- og sjósetningarbúnaði. Þá þarf að vita hvaða gúmmíbátar eru gálgatengdir og hverjir ekki. Auðvelt er að sjá þetta þar sem þeir eru merktir með sérstökum miðum sem gefa til kynna að þeir séu þannig tengdir. Nokkuð er um að gálgatengdir gúmmíbátar séu í sætum sem þeir eiga alls ekki að vera.

litli prins 052litli prins 063litli prins 053

1 og 2. Mynd: Olsen og Sigmunds losunar- og sjósetningarbúnaðir rétt staðsettir og rétt frá gúmmíbátum gengið í búnaðina.

3. Mynd sýnir rétt frá genginn gúmmíbjörgunarbát á grind með sjóstýrðum Hammar losunarbúnaði sem eingöngu losar gúmmíbjörgunarbátinn á ákveðnu dýpi. Mjög skiptar skoðanir eru meðal sjómanna hvort fangalína á að vera tengd í veikan hlekk eins og myndin sýnir, en leyfilegt er að hafa hana festa í fastan hlut í skipinu ef sjómenn óska þess.

Lokaorð

Það er í raun merkilegt að sjómenn hafi enn ekki lært að ganga frá gúmmí­björgunar­bát í þann mismunandi búnað sem skip sem þeir eru á eiga að hafa. Allir sjómenn sem munstraðir eru á íslensk skip hafa farið í Slysavarnarskóla sjómanna þar sem þetta er kennt. Ég hef rætt þetta við þá sem kenna við þann skóla og þeir hafa sagt mér að það sé farið mjög ítarlega í þessi mál í skólanum. Skipaskoðunarmenn eiga einnig að kunna þetta og í búnaðarskoðunarskýrslu er spurt hvort fangalína sé föst og hvort rétt sé gengið frá gúmmíbjörgunarbát. Skoðunarmenn eiga því að athuga og ganga úr skugga um að þetta sé í lagi. Í alltof mörgum tilfellum bregðast bæði skipstjórnarmenn og skipaskoðunarmenn hvað þetta varðar. Ég skora á sjómenn að hugsa betur um sín öryggismál og læra í eitt skipti fyrir öll hvernig rétt er að ganga frá gúmmíbjörgunarbát í þann búnað sem honum er ætlaður.

Sigmar Þ Sveinbjörnsson


Fallegar myndir frá Vestmannaeyjum

Tvær myndir teknar við Vestmannaeyjar önnur af brimi í slæmu veðri við hamarinn með Blátind og Smáeyjar í baksýn. Mynd 2 er tekin sunnan við Eyjar í sól og blíðu og er Óskar Friðrik Sigmarsson í forgrunni.

Mikið brim við HamarinnSunan við Eyjar


Uppi á Eldfelli, Sæfjall, Stórhöfði og Suðurey í baksýn

Gísli Sigmarsson upp á EldfelliÞytur VE

Gísli Sigmarsson í fjallgöngu uppi á Eldfelli í Eyjum með Hrefnu Brynju dóttir sína á bakinu, útsýni er fallegt í svo góðu veðri þegar há sumar er. Á miðri mynd sést vel gossprungan, Sæfjall og Stakkabótin með litla og Stóra Stakk  þá kemur litlihöfði og Stórhöfði og í skarðinu sést Suðurey.

 Mynd af bát: Þyrur VE 46 sk.nr. 7259 Sigurður Óskarsson kafari og gluggasmiður smíðaði bátinn og átti hann í nokkur ár.


Gömul mynd af Landakirkju og fl.

 Mynd 1. Þessi mynd er af Landakirkjau áður en Byggt var við hana , Ég er ekki viss um  hvaða ár  það var gert.

Mynd 2. Óskar Sigurðsson Frá Hvassafelli fyrir framan það hús, hann mun hafa átt þennan Bíl.Í dyrunum stendur Friðrik Ingi Óskarson.

Kær veðja SÞS

 

Landakirkja áður enn henni var breyttÓskar Sigurðsson framan við Hvassafell


Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavik er frábært safn

 

Sjóminjasafnið Víkin í Reykjavík

Lifandi safn við Sjóinn.

Víkin er ungt  safn í örum vexti. Nú hefur sýningarrými safnsins verið stækkað um 700 fermetra innandyra. Þar eru nú sýningar í fimm sölum sem m.a. rekja þróun fiskveiða og strandmenningar landsmanna í aldana rás.

Varðskipið Óðinn er nú hluti af safninu. Varðskipið liggur við sérstaka bryggju safnsins og gefst gestum kostur á að skoða skipið undir leiðsögn. Skipið tók þátt í öllum þorskastríðum á síðustu öld og fór að auki í fjölmarga björgunarleiðangra. Einnig er dráttarbáturinn Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var á íslandi, við safnbryggjuna.

Safnið er staðsett í húsi sem áður var frystihús Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Grandagarði, í stórkostlegri nálægð við fiskihöfnina og hafið. ( Úr kynningarbæklingni Safnsins)

Fyrir rúmu ári fór undirritaður ásamt Guðjón Ármanni  Eyjólfssyni fv. skólameistara Stýrimannaskóans í Sjóminjasafnið , erindið var að gefa safninu flestalla árganaga Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja sem við Ármann höfðum safnað saman til að gefa safninu.      Við það tækifæri sýndi Sigrún Magnusdóttir yfirmaður safnsins okkur allt safnið, og höfðum við Ármann bæði gagn og virkilega gaman að skoða þá hluti sem þarna voru sýndir.

 Nú á SJÓMANNADAGINN fór ég aðra ferð til að skoða safnið sem nú heitir Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík, Það er skemmst frá því að segja að  safnið er allt orðið hið glæsilegasta og með ólíkindum hvað mikið er búið að gera þarna á aðeins einu ári. Varðskipið Óðinn er þarna til sýnis og er gaman að skoða hann og þann búnað sem skipverjar notuðu á þessu skipi. Í lokin var boðið upp á saltfisksmakk að hætti spánverja, hann reyndist gómsætur.

Eftir að vera búinn að rölta um safnið í hátt í tvo tíma og hitta marga  kunningja og vini ,fór ég heim til mín sæll og virkilega stoltur af því að hafa verið sjómaður dáðadrengur og valið sjómannsstarfið sem aðalstarfi. Þessi sýning í Víkin Sjómannasafnið í Reykjavík er að mínu viti toppurinn á SJÓMANNADEGINUM í Reykjavik. Myndir sem hér fylgja tók ég í dag í heimsókn minni á safnið

 Sigrún Magnúsdóttir forstöðukona safnsins á heiður skilið og á að fá STÓRA  RÓS í hnappagatið fyrir sína vinnu og áhuga á verkefninu.

 

 IMG_0749IMG_0756

Gestir skoða vaxmynd af verkamanni

IMG_0757IMG_0764

 

IMG_0765IMG_0775

Lukkar úr skipi með öllu tilheyrandi / fyrsta líkan að skuttogara

IMG_0777IMG_0779

Líkan af Jóni Forseta / Gömul vél

IMG_0784IMG_0774

Fjöldi þrívíddarmynda eftir Þorleif Þorleifsson ótrúlega vel gerð listaverk / Loftskeytaklefi úr skipi.

IMG_0778IMG_0786

Hér er mynd af forstöðukonu safnsins Sigrúnu Magnúsdottir sem á heiður skilið fyrir áhuga sinn á að koma þessu safni á laggirnar / Tundurdufl þetta er um bor í Óðni.

IMG_0791 Um borð ó Óðni

Kær kveðja Sigmar Þór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband