Gamlar myndir af sjónum

Myndirnar eru frá 1967 og 1968

  Einar Sigurðsson vélstjóriSveinn Íngi Pétursson

Einar Sigurðsson var lengi vélstjóri á Gullborgu VE 38 með Binna í Gröf en myndin er tekinn þegar hann árið 1968 var vélsrjóri á Elliðaey VE 45. Einar var góður maður og eldklár vélstjóri.              Mynd 2. Sveinn Íngi Pétursson er þarna háseti á LEÓ VE 400 á vetrarvertíð 1967 við vorum þarna á línuveiðum og fórum svo á net, hann er skemmtilegur skipsfélagi og mikill grínisti.

Ísuð Elliðaey VEHáseti á Leó VE

Ellíðaey nokkuð ísuð, ég tók þessa mynd á vetrarvertíð 1968. Seinni myndin er af manni sem var með okkur á Leó VE 400 vertíðina 1967 en því miður er ég búinn að gleyma nafninu hans en mig minnir að hann hafi verið frá Stokkseyri.Það væri gott ef einhver þekkti hann að setja nafnið hér í athugasemdir.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband