Gömul mynd af strákum úr Lautinni.

Óli Þór Jonni og flRagnar Óskarsson

 T.f.v.: Sá lítli er sennilega sonur Sveins Þórarinssonar  sem átti heima á Lundi efstu hæð veit ekki nafnið, Sigmar Steinar Ólafsson er frændi Ragnars Óskarsonar og var í Eyjum á sumrin og bjó þá í Lambhaga, Óli þór Ástvaldsson Sigtúni og Jonni Þórarinsson á Lundi.

Seinni myndin er af Ragnari Óskarsyni sennilega verið í stangastökki í Lautinni frægu en myndin líklega tekin sunnan við heimili hans Lambhaga. Ef einhver man nöfnin á þessum tveim á fyrri mynd  þá vinsamlegast setið það í athugasemdir.

kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi

Þessi litli, er þetta ekki bara Helgi Lása, hann er ekki mikið stærri.

Kv.

Pétur St.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Pétur þessi var nokkuð góður

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.6.2008 kl. 23:42

3 identicon

Sæll Sigmar.

Ég var sð skoða myndina. Það er rétt til getð hjá þér að sá í hvíta  bolnum var  í Lambhaga á sumrin. Hann heitir Sigmar Steinar Ólafsson og er frændi minn,nánar til tekið systursonur móður minnar, fæddur 1949.  Ég kem þeim litla ekki fyrir mig en kannski kemur það seinna.

Bestu kveðjur

Raggi í Lambhaga 

Ragnar Óskarsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ragnar og þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar, það er alltaf skemmtilegra að hafa nöfnin á þessum peyjum. En var ekki annar strákur heima hjá þér á sumrin sem er lærður kokkur, mig minnir að hann heiti Halli ég hitti hann einhverntíman á matsölustað þar sem hann var kokkur ? Það er ferlegt hvað maður er orðin gjarn á að gleyma mannanöfnum

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.6.2008 kl. 21:31

5 identicon

Sæll Sigmar.

 Jú, rétt er það, Annar strákur var heima í Lambhaga á sumrin. Hann heitir Halldór Ólafsson, bróðir Sigmars og er matreiðslumaður. Það vill svo til að hann á efri hæðina á Búðarfelli á Skólaveginum og er hér oft í sínum frítímum.

Bestu kverður

Ragnar 

Ragnar Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband