Úr blaðinu Sjómaðurinn frá 1951

Þeir gerðu garðinn fræganFyrirrennari Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja

Þeir gerðu garðinn frægan  Þeir Adólf Magnússon Stýrimaður og Sigurgeir Ólafsson þegar þeir hlutu afreksverðlaun Sjómannadagsins fyrir bestu björgunarafrek á Íslandi 1950 - 1951.   Adólf bjargaði matsveininum á vélbátnum Mugg, er hann  féll útbyrðis í Grindavíkursjó og Sigurgeir bjargaði háseta af b.v. Elliðaey, sem féll útbyrðis á Halamiðum.

Þessi úrklippa er úr Sjómanninum frá 1951 sem var gefinn út af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja í þrjú ár áður en blaðið fékk nafnið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja

Þessir heiðursmenn eru kannski betur þekktir í Eyjum sem Dolli í Sjónarhól og Siggi Vídó, blessuð sé minning þeirra. Þetta voru orginal Eyjamenn.

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 10. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband