Í Danmörku í viku

 

Við hjónakornin vorum í Danmörku í  Árósum með Hörpu og Þór en litla fjölskyldan var að flytja þangað út þar sem Þór er að fara í nám, það hefur því lítið verið bloggað síðustu vikur.

Það gekk á ýmsu í þessari ferð aðal vandamálið var að litla Kolbrún Soffía var mikið veik fyrstu fjóra dagana og höfðum við miklar áhyggjur af því. Við vorum samt heppin því í næsta húsi var læknir eða læknanemi sem heitir Freyr  sem kom og skoðaði Kolbrúnu Soffíu hann sannfærði okkur um að þetta væri ekki alvarlegt. Hún jafnaði sig svo á fjórða degi öllum til ánæju og léttis.

IMG_1448IMG_1457

Harpa og Kolbrún Soffía í flegvélinni á leið til Danmörku. Mynd úr stofuni áður en búslóðin kom.

Annars gekk þetta vel hjá okkur, fyrsta sólarhringinn var ekki einu sinni einn stóll á heimilinu, þar sem búslóðin átti ekki að koma fyr en daginn eftir, en það var flott sjónvarp sem hægt var að horfa á sitjandi á stofugólfinu, svona gamlir menn eins og ég eiga ekki gott með að sitja á hörðu gólfinu svo það var farið í næsta hús og fengnir tveir stólar að láni sem að sjálfsögðu reddaði kvöldinu. Við gátum því með góðu móti fylgst með handboltanum og strákunum okkar mala þessar stórþjóðir, hvað maður getur verið stoltur þegar svona vel gengur.

IMG_1453IMG_1461

Simmi og Þór setja saman barnarúmið og mæðgurnar Harpa og Kolla hvíla sig .

Búslóðin kom svo á þriðjudaginn eins og Samskipsmenn höfðu lofað og eiga þeir heiður skilið fyrir þennan flutning, allir munir í búslóðinni voru heilir ekki eitt glas brotið og ekki rispa á neinum hlut, hafi þeir þökk fyrir góða þjónustu.

Við vorum svo næstu daga að taka upp úr kössum og ganga frá hlutum í skápa og setja saman sófa og skáp sem keyptir voru í ÍKEA, sem sagt nóg að gera hjá okkur öllum.

IMG_1460IMG_1483

Matarhlé var stundum gefið. Kolbrún Soffía búin að fá dótið sitt og að hressast eftir veikindin

 Til að sofa á var þessi fína vindsæng sem að vísu sprakk á öðrum degi þegar hún var látin vera of nálægt miðstóðvarofni sem var svo beittur að neðan að hann skar gat á sængina. Þetta skeði rétt fyrir miðnætti svo við vorum í vondum málum. En við hliðina á okkur bjuggu frábær íslensk hjón og húsbóndinn á því heimili heitir Rúnar. Hann hafði ásamt öðrum íslendingi sem heitir Atli verið okkur mjög hjálpsamur og margsagt við okkur að hafa bara samband ef okkur vantaði eitthvað, þar með hafði hann um morguninn boðið okkur ferðarúm. En eins og flestir vita þá er ég undirritaður svona frekar feimin og til baka, en þó lagði ég til að við bönkuðum upp hjá Rúnari og spurðum hann hvort ekki væri hægt að fá ferðarúmið þar sem vindsængin hefði sprungið, og það var gert. Rúnar kom til dyra og eins og við var að búast sagði hann að þetta væri ekkert mál við sækjum rúmið. Þegar ég sá rúmið var þetta stærðar rúm svo ég spurði Rúnar hvort þetta væri ferðarúmið? Já já sagði hann þetta er ekta ferðarúm við eru að ferðast með þetta milli íbúða og því má kalla þetta ferðarúm. Hann hjálpaði okkur að bera það upp og við sváfum vel þessa nótt enda dauðþreytt  eftir annir dagsins. Þessir dagar í Árósum voru nú flestir bara vinnudagar en skemmtilegir engu að síður. Við fórum tvisvar í bæinn á þessari viku og versluðum lítilsháttar en flest er á svipuðu verði í Danmörku og á Íslandi  nema matvara er mun ódýrari ef verslað er í mörkuðum (Bilka)

IMG_1492IMG_1500

Kolbrún Soffía á labbinu með ömmu og afa og seinni myndin er úr bæjarferð

Það var erfitt að kveðja Hörpu, Þór og Kolbrúnu Soffíu en vonandi sjáum við þau fljótlega eða í síðasta lagi um Jólin.


Bloggfærslur 31. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband