Úr blaðinu Sjómaðurinn frá 1951

Þeir gerðu garðinn fræganFyrirrennari Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja

Þeir gerðu garðinn frægan  Þeir Adólf Magnússon Stýrimaður og Sigurgeir Ólafsson þegar þeir hlutu afreksverðlaun Sjómannadagsins fyrir bestu björgunarafrek á Íslandi 1950 - 1951.   Adólf bjargaði matsveininum á vélbátnum Mugg, er hann  féll útbyrðis í Grindavíkursjó og Sigurgeir bjargaði háseta af b.v. Elliðaey, sem féll útbyrðis á Halamiðum.

Þessi úrklippa er úr Sjómanninum frá 1951 sem var gefinn út af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja í þrjú ár áður en blaðið fékk nafnið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja

Þessir heiðursmenn eru kannski betur þekktir í Eyjum sem Dolli í Sjónarhól og Siggi Vídó, blessuð sé minning þeirra. Þetta voru orginal Eyjamenn.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi.Ég varð þeirrar góðu reynslu aðnjótandi að sigla með þessum heiðursmönnum báðum."Sigldi"með Sigga Vídó í þess orðs fyllstu merkingu.Hann sigldi Frigginni þegar ég var á henni.Og Marinó"mublusali" sem stm.Með Dolla var ég  eitt sumar á Stefáni Þór.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 14.8.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli minn takk fyrir innlitið, já þetta voru skemmtilegir kallar og eftirminnilegir og gaman að ryfja upp afrek þeirra.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.8.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband