Vangaveltur eftir Á.S.

  Sumir kunna að segja hlutina á einfaldan hátt í ljóðum eða vísum. Þessar vangaveltur fékk ég hjá góðum vini okkar Kollu og fékk hjá honum leyfi til að birta þær hér á blogginu mínu.

Vangaveltur.

Mörg er landsins fegurð föl,

fjárvon toppa lokkar.

Þeir eru að verða þjóðarböl,

þessir stjórnarflokkar.

 

Álver þykir óskahnoss,

sem allar byggðir styrki.

Duga myndi Dettifoss

í dágott orkuvirki.

 

Ekki þarf að efa það

álver kvöð fram beri.

Mætti gera Gullfoss að

góðu orkuveri.

 

Færi einhver stór á stjá

með stóriðjuna nýja.

Úr Geysi mætti gufu fá

gufuhverfla að knýja.

 

Margt er það sem getur gerst,

græðgin fái að stjórna.

En þó telst það allra verst

ásýnd lands að fórna.

Á.S..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband