Skemmtilegir dagar í Fljótshlíðinni

 

Skemmtilegir dagar inni í Fljótshlíð.

Á fimmtudag fórum við Kolla með fellihýsið inn í Fljótshlíð þar sem við komum því fyrir við sumarbústaðinn Bólstað hjá Sigga mág og Sissu.

IMG_1257IMG_1277

Kvöld í Fljótshlíðinni                                   Kolla, Sissa og Siggi á veröndinni á Bóstað

Þarna áttum við frábæra daga með þeim hjónum þar sem var grillað og tekið létt spjall, töluvert var um gesti eins og meðfylgjandi myndir sýna.

IMG_1263IMG_1264

Jóna og Gréta                                             Guðmundur og Sigurður bóndi á Bólstað

IMG_1267IMG_1270

Hrefna Brynja, Gísli, Ottar, Valdimar, Freyr og Hrund. næsta mynd er af Matthías, Bryndís, Kolla og Hrefna Brynja 

Á laugardeginum fórum við að skoða flugvélarnar í Múlakoti þar sem flugáhugamenn koma saman um Verslunarmannahelgina. Þangað er gaman að koma og skoða allar þessar flugvélar og ræða við fólkið sem þarna er samankomið. Þetta er ekki ósvipað og þegar maður fer á bryggjurnar og hittir áhugafólk um skip og báta, nema þarna er eingöngu rætt um flugvélar og eiginleika þeirra og fl. því tengt.

IMG_1297IMG_1288

Sigmar Þór og Valur flugmaður við TF-STR.   Bólstaður séður úr lofti

IMG_1306IMG_1300

Það voru margar flottar flugvélar á Múlakotsflugvelli um helgina

Þar sem við Siggi vorum að rölta þarna um svæðið og virða fyrir okkur þessi mismunandi loftför, kom til okkar blogg vinur minn Valur Stefánsson flugmaður og flugáhugamaður mikill, hann fræddi okkur um nokkrar af þessum flugvélum sem þarna voru á Múlakotsvelli.

Það var virkilega gaman að spjalla við hann um þetta áhugamál hans og reyndar okkar.

Valur spurði hvort  okkur langaði ekki í flugferð og skoða sumarbústaðinn hans Sigga úr lofti og þáðum við það. Valur fór með okkur í flugferð yfir  Fljótshlíðina þar sem ég tók nokkrar myndir, það var ótrúlega gaman að fljúga þarna yfir og sjá Fljótshlíðina úr loft. Þetta var toppurinn á þessum degi, bæði flugferðin og ekki síður var gaman að spjalla við Val um flugvélarnar, hafðu þökk fyrir þessa skemmtilegu flugferð Valur.

kær kveðja SÞS


Vangaveltur eftir Á.S.

  Sumir kunna að segja hlutina á einfaldan hátt í ljóðum eða vísum. Þessar vangaveltur fékk ég hjá góðum vini okkar Kollu og fékk hjá honum leyfi til að birta þær hér á blogginu mínu.

Vangaveltur.

Mörg er landsins fegurð föl,

fjárvon toppa lokkar.

Þeir eru að verða þjóðarböl,

þessir stjórnarflokkar.

 

Álver þykir óskahnoss,

sem allar byggðir styrki.

Duga myndi Dettifoss

í dágott orkuvirki.

 

Ekki þarf að efa það

álver kvöð fram beri.

Mætti gera Gullfoss að

góðu orkuveri.

 

Færi einhver stór á stjá

með stóriðjuna nýja.

Úr Geysi mætti gufu fá

gufuhverfla að knýja.

 

Margt er það sem getur gerst,

græðgin fái að stjórna.

En þó telst það allra verst

ásýnd lands að fórna.

Á.S..


Bloggfærslur 4. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband