Skírnarveisla í Fljótshlíð.

  Skírnarveisla í Fljótshlíð.

Um helgina lentum við í skemmtilegri skírnarveislu þar sem skírður var gullfallegur kettlingur. Undirbúningur stóð víst yfir allan daginn þar sem safnað var í varðeldsbrennu og bakaðar pönnukökur og fl. Safnað var blómum í vasa og allt skipulagt í þaula og athöfn ákveðin kl. 8 um kvöldið.

IMG_1318IMG_1310

Klara Sigurðardóttir með Bangsa             Undirbúningur undir athöfnina

IMG_1315IMG_1319

Gísli Prestur skírir kisu sem heitir Bangsi        Sigmar Sigurðsson meðhjálpari

Byrjað var með því að kveikja varðeldinn og koma fyrir blómavasanum, þegar eldurinn var farinn að loga glatt var náð í litlu kisu og þar sem henni var hálfkalt var henni vafið inn í teppi meðan á athöfn stóð. Enginn fékk að vita hvaða nafn kisi fengi nema auðvitað presturinn sem í þessu tilfelli var séra Gísli M. Sigmarsson skipstjóri með meiru. Gísli skirði köttinn og var athöfnin virðuleg og á eftir var sungið eitt lag og síðan klöppuðu allir fyrir nafninu.

Eftir þessa athöfn var farið inn í bústað og drukkið kaffi og meðlæti var nýbakaðar pönnukökur að hætti Bobbu, þetta var skemmtileg uppákoma sem við lentum óvænt í þarna í Fljótshlíðinni. 

IMG_1321IMG_1317

Þátttakendur t.f.v: Klara. Sigurður, Berglind, Sigmar, Kolla og Bobba. Næata mynd: Sigmar, Sigmar Þór, Bobba Berglind og Sigurður.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband