Með vinarkveðju

 

               Með vinarkveðju....
 
Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni,

en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.

Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið;

Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.


Gáfaðar persónur tala um hugmyndir:

Minna gáfaðar persónur tala um hvað skeði:

Illa innrættar persónur tala illa um aðra.

Sá sem tapar peningum missir mikið: Sá sem missir vin tapar miklu meira: En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.


Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú. við getum stofnað lítinn vinahóp.
Það er jú ekkert upphaf og enginn endi njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra. Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.


Dagurinn í gær er liðinn,

Morgundagurinn er óvænt ánægja.

Dagurinn í dag er gjöf.
Þetta er alþjóða vinakeðja. Sýndu vinum þinum að þér þyki vænt um þá,. Sendu bréfið til vina þinna og þegar það kemur loksins aftur til þín þá veistu að þú hefur skapað vinakeðju.


Þegar þú færð þetta bréf þá sendu það til vina þinna en um leið eitt bréf til þess sem sendi þér þetta bréf.

Kær Kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð og falleg áminning ef allir horfa með gleði fram á veginn og við vinnum störf okkar af gleði og ánægju er víst að nýhafin vinnuvika verður léttari og verk sem unnin eru með gleði í hjarta og ánægju eru betur unnin og færa meiri ánægju, bæði fyrir þann sem vinnur verkið og þann sem unnið er fyrir, jákvæðar hugsanir geta ekki verið annað en góðar og okkur líður betur.  Sigmar þessar góðu og fallegu áminningar frá þér hafa snert mig og ég hef reynt að haga lífi mínu svolítið í samræmi við þær og ég er þess fullviss að fleiri gera það.  Ég er þér óendanlega þakklátur.

Jóhann Elíasson, 9.6.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann þetta er falleg og vel orðuð athugasemd og þakka þér fyrir þetta innlegg. Manni finnst oft á tíðum að maður sé allt of neikvæður og þá reynir maður að lesa svona áminningar sem maður rekst á í bókum, blöðum og á netinu. Það þíðir þó ekki að maður eigi ekki að hafa skoðanir á hlutunum og segja það sem manni býr í brjósti  eins og við reyndar gerum Jóhann. En svo það sé á hreinu þá eru þessar áminningar  allar skrifaðar af öðrum en mér sjálfum, en ég nota öll tækifæri á að koma þeim á framfæri.

 Þegar öllu er á botnin hvolt þá á maður auðvitað að vera jákvæður því lífið hefur leikið við mig og mína. Það eru ótrúlega margir sem hafa það virkilega slæmt í okkar þjóðfélagi, og það virðist lítill áhugi vera fyrir því að lagfæra stöðu þess fólks. Nú erum við því miður að sigla inn í erfiðleikatíma fyrir margan manninn og konuna, það eru ótrúlegar sögur sem ég er að heyra um hækkuð lán á íbúðum og bílum sem fólk hefur tekið lán fyrir nú síðustu ár. En við verðum að reyna að nota bjartsýnina og sjá það jákvæða þó það sé auðveldara að segja en framkvæma. En og aftur takk fyrir þína athugasemd

kær kveðja SÞS

Heil og sæl Halla frænka og takk fyrir innlitið, er ekki fændsemin bara meiri en örlítil vinátta  það finnst mér. Við Kolla erum ekki búin að ákveða hvort við förum á goslokahátíðina, því miður höfum við ekki farið enþá á Golókahátíð það er því tími til kominn.

kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.6.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þó svo að þetta sé skrifað af öðrum, þá ber það með sér að þinn hugur er góður því þú endurbirtir þetta allt og kemur því áleiðis til okkar og alls ekki draga úr því hver þinn hlutur er í að gera þessa veröld betri er. Og enn einu sinni ég á ekki nógu og stór orð til að lýsa þakklæti mínu. 

Jóhann Elíasson, 11.6.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband