Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2014 | 23:13
Sigurður Óskarsson kafari m.m. 70 ára
Sigurður Óskarsson 70 ára

Sigurður Óskarsson mágur minn og besti vinur er 70 ára í dag 24. maí 2014. Siggi á Hvassafelli eins og hann er oftast kallaður af vinum og kunningjum, er margt til lista lagt og hefur gegnum tíðina unnið fjölbreytta vinnu, enda þekktur maður um allt land af öllu góðu. Hann er lærður húsasmiður og vann við það nokkur ár, hefur næmt smiðsauga og er þess vegna auðvitað alltaf að smíða, en ekki er efniviðurinn alltaf tré, því hann smíðar einnig úr járni og plasti ef með þarf.
Sigurður Óskarsson er ekki bara lagin við smíði á tré, járni og plasti, hann er einnig frábær lagasmiður og textahöfundur og hann á auðvelt með að gera skemmtilegar vísur, enda mikill húmoristi. Hann hefur gert mörg gullfalleg lög, sálma og texta sem vert væri að taka saman og gefa út. Nokkur lög og textar hans hafa verið gefin út á plötur og diska.
Siggi stofnaði hljómsveitir á yngri árum og er frægust þeirra Hljómsveit SÓ eða hljómsveit Sigurðar Óskarsonar, sú hljómsveit var í mínu ungdæmi ein besta danshljómsveit á íslandi. Þar spilaði Siggi á trommur en hann spilar á mörg önnur hljóðfæri.

Þessi þúsund þjala smiður er einnig uppfinningamaður, hann fann upp afskurðarvél og fl. og það sem ekki allir vita, þá bjó hann til líkan af fyrsta sleppibúnaðinum fyrir gúmmíbáta það var 1970, en þessi hugmynd náði ekki eyrum útgerðarmanna né sjómanna. Sumir eru bara á undan sinni samtíð það er bara þannig.
Siggi var um nokkra ára skeið útgerðarmaður og gerði út ásamt Guðmundi Karli Guðfinnssini bát sem hét Guðfinnur Guðmundsson VE 445 auk þess að vinna við útgerð Huginn VE 55.
Hann var í stjórn Vinnslustöðvarinnar í 10 ár og á þeim tíma stjórnarformaður þess stóra fyrirtækis.
Siggi framleiddi og smíðaði nokkra plastbáta þegar hann stofnaði og átti fyrirtækið Eyjaplast, það voru tvær gerðir af bátum sem hann framleiddi svonefnur færeyingur og bátar af gerðinni Faxi, flottir og vandaðir bátar. Það má bæta því við að samhliða bátasmíðinni smíðaði Siggi sumarbústað úr plasti og flutti í tvennu lagi í Fljótshlíðina þar sem hann hefur komið sér upp sínum sælureit fyrir sig og konu sína Sigurbjörgu Óskarsdóttir.

Siggi rak kranafyrirtæki í mörg ár og var með tvo stóra bílkrana. Þau ár sem Siggi rak kranafyrirtækið var mikil vinna fyrir þessi tæki í Eyjum, mikil uppbygging og steypuvinna um allann bæ ásamt mikilli vinnu við Vestmannaeyjahöfn.
Það má hér minna á að bílkranarnir hans gengdu mikilvægu hlutverki í eldgosinu 1973 við björgun verðmæta, og það var ekki síður mikil vinna hjá Sigga og starfsmönnum hans í kranafyrirtækinu við uppbyggingu í Eyjum eftir gosið. Hann keypti einnig körfubíl sem hann leigði út í mörg ár og var hann þar brautriðandi í því í Eyjum.
Eitt af mörgu sem Siggi hefur unnið við er köfun, hann var kafari í mörg ár og ég get fullyrt að í því starfi stóð hann sig sérstaklega vel , það var ekki öfundsvert starf að kafa og hreinsa úr skrúfum á skipum ekki bara innanhafnar heldur líka út á rúmsjó oft við misjafnar og erfiðar aðstæður. Hann vann einnig sem kafari við að leggja vatnleiðsluna og rafstengi milli lands og Eyja , einnig vann hann við lagningu skolpleiðslu á haf út í Reykjavik og Eyjum svo eitthvað sé nefnt.
Nú síðustu ár hefur Siggi rekið Gluggaverksmiðjuna Gæsk en hún framleiðir plast glugga og plast hurðir af bestu gerð. Siggi hefur nú selt gluggafyrirtækið og þá er spurning hvað tekur við hjá honum.
Við sem þekkjum Sigga vitum að hann situr ekki auðum höndum þó hann sé hættur að vinna hann finnur sér örugglega eitthvað að gera, hann er líka þannig típa að hann þarf allaf að vera að breyta og bæta allt sem er í kringum hann, enda á hann mikið af verkfærum til þessara starfa, það er líka nauðsynlegt fyrir mann eins og Sigga á Hvassafelli að hafa allar græjur og geta smíðað það sem honum dettur í hug.

Ég hef stundum sagt að hann getur ekki með nokkru móti séð húsin sín í friði hann þarf alltaf að vera að breyta þeim og bæta og ber heimili þeirra hjóna þess merki.
Það er aðeins eitt sem þessi skemmtilegi og góði mágur minn á erfitt með, og það er að hann á ekki gott með að aðlagast þjóðfélaginu pappírslega séð, hann þolir illa allt þetta pappírs fargan sem fylgir nútíma þjóðfélagi. En lánið fylgir Sigga, hann á bróðir Friðrik Óskarsson sem hefur ótakmarkaða þolinmæði í að meðhöndla pappíra í hvaða formi sem þeir eru.
Sigurður Óskarsson mágur minn og besti vinur, til hamingju með 70 ára afmælið, hafðu það alltaf sem allra best og Guð og gæfan fylgi þér og þínum um ókomin ár.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson mágur þinn.
Bloggar | Breytt 26.5.2014 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2014 | 10:50
Hugsun mín
HUGSUN MÍN
Hugsun mín hún ferðast
um heima rúms og tíma,
vantar eigin vísdóm,
velur sjálf og hafnar.
Brýst í búmans raunum,
bágt á hún á stundum,
víkur burtu vanda,
veldur hver á heldur.
Vill allt vita og skilja,
vernda þekkja og kanna,
lýsa upp lífsins vilja,
leyndardóma sanna.
Rýnir í orð og eindir,
allt er máli skiptir
er hún söngtón sendir,
sanngirninni lyftir.
Gætir þess að gæfan
gefist eiað marki
sem vart til heilla hugsa
og helgast góðri breytni.
Bjarni Th. Rögnvaldsson

Ljóðið Hugsun mín, er úr ljóðabókinni Öldublik eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson.
Í Öldublik eru mörg falleg ljóð sem gaman er að lesa.
Bjarni hefur einnig gefið út aðra ljóðabók se hann nefnir Árstíðirnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2014 | 13:35
Þessar flugvélar voru allar á Reykjavíkurflugvelli í gærdag
Það getur oft verið gaman að líta við á Reykjavíkurflugvöll og skoða flugvélar sem þar eru, í það minnst hef ég gaman að skoða flugvélar og auðvitað skip. Gott að enda bryggjurúntinn með ferð á flugvöllinn.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2014 | 17:56
Loksins fara flugmenn að svara fyrir sig
Gífurleg launahækkun stjórnenda
Viðskipti | mbl | 13.5.2014 | 17:00 Yfirmenn og stjórnarmenn Icelandair hafa á síðustu fjórum árum hækkað í launum um 13% til 211%. Meðalhækkun stjórnarformanns og stjórnarmanna er um 160% en forstjóri og aðrir yfirmenn í samstæðunni hafa hækkað um 52% að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna birti.
Það er frábært að flugmenn skuli nú svara þeim ótrúlega áróðri sem beinist gegn þeim á bókastaflega öllum fjölmiðlum landsins, og einnig á netmiðlum. Flugmenn eru jú í kjaradeilu og nota þau meðul sem lög leyfa í landinu.
Flugmenn eru ekki tilbúnir að fara í fótspor þeirra sem semja fyrir þá sem lægstu launin hafa og gera sér að góðu að fá 2,8 % hækkun á lágu launin í landinu meðan kennarar og hærri launaðir fá t.d. 16 % hækkun eða meira. Ég skil þá vel.
![]() |
Gífurleg launahækkun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2014 | 18:13
Gömul mynd frá Vestmannaeyjahöfn
Þessa mynd af skipum í Vestmannaeyjahöfn sendi mér á sínum tíma Þórarinn Sigurðsson. Hún er tekin frá Básaskersbryggju og sést inn í friðarhöfn. Gaman að skoða þessar gömlu og góðar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2014 | 14:36
Undirskriftir afhendar Ármanni bæjarstjóra Kópavogs
Um það bil 3000 undirskriftir þeirra sem stunda sund og líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs voru afhendar bæjarstjóra í dag. Meðfyljandi skjal var lesið upp við afhendingu undirskriftalistanna.
Ágæti bæjarstjóri!
Við komum hér á þinn fund með undirskriftalista tæplega 3000 manna og kvenna, sem stundað hafa líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs svo árum skiftir. Þessi undirskriftasöfnun, sem gekk undir heitinu Stöndum saman, hófst fyrir mánuði þegar allt benti til þess að fyrir dyrum stæði tugprósenta hækkun á árskortum í líkamsræktina með nýjum rekstraraðila. Þá var nýlokið við að kynna niðurstöðu útboðs, sem Kópavogsbær stóð að, um aðstöðu til líkamsræktar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug.
Okkur er raunar óskiljanlegt að bæjaryfirvöld hér í Kópavogi skuli láta Samkeppnisstofnun ráða hér för, en treysti sér ekki til að ráða yfir sínum eigin fyrirtækjum og hvernig þau eru rekin.
Miðað við umræður sem verið hafa um þessi mál, þá óttumst við tugþúsunda hækkanir ef nýr rekstraraðili kemur að málinu og því mótmælum við harðlega. Við lýsum fyllsta stuðningi við þann rekstraraðila sem rekið hefur líkamsræktina svo árum skiptir með myndarbrag og á mjög sanngjörnu verði fyrir okkur neytendur.
Við skorum á bæjarstjórn Kópavogs að standa með okkur bæjarbúum og stuðla þannig að því að Kópavogsbúar geti stundað líkamsrækt á viðráðanlegu verði hér eftir sem hingað til.
Fyrir hönd, Stöndum saman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2014 | 12:33
Er ekki sterkur leikur fyrir Icelandair að semja
Frétt af mbl.is
Áætlað tap 1,5-1,7 milljarðar
Innlent | mbl | 6.5.2014 | 9:38 Áætlað tap Icelandair Group vegna boðaðs verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna nemur um þrettán til fimmtán milljónum dollara eða um 1,5 til 1,7 millljarði króna, ef verkfallið varir allan þann tíma sem það hefur verið boðað. Fyrsta verkstöðvun er boðuð á föstudag, 9. maí.
Er ekki sterkur leikur fyrir Icelandair að semja við sína flugmenn strax, heldur en að vera að væla þetta í fjölmiðlum um hugsanlegt tap, sem þeir geta komist hjá ef þeir semja áður en verkfall skellur á. Það eru undarleg vinnubrögð viðhöfð í vinnudeilum á Íslandi í dag.
![]() |
Áætlað tap 1,5-1,7 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2014 | 12:05
Of hátt hlutfall karlsjómanna ???
Frétt af mbl.is
Of hátt hlutfall karlpresta
Innlent | mbl.is | 6.5.2014 | 10:59 Konur eru aðeins um fjórðungur sóknarpresta innan þjóðkirkjunnar og í þremur stærstu prófastdæmunum eru aðeins 19% presta konur. Félag prestvígðra kvenna segir það hag kirkjunnar að hlutföll karla og kvenna í störfum og ábyrgðastöðum séu jöfn.

Hefur engin áhyggur af því að fáar konur eru í stjórnunarstöðum um borð í skipum. Ætli það séu ekki undir 1 % þar sem konur eru í stjórnunarstörfum um borð í fiskiskipum.
Eða gilda jafnréttisreglur bara um þægileg innistörf ??
![]() |
Alvarlegur kynjahalli í kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2014 | 23:35
Árskort í líkamsrækt hækka með World Class
Frétt af mbl.is
Vill hafna tilboði Lauga
Innlent | mbl | 1.5.2014 | 22:46 Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar leggur til að tilboði Lauga ehf., sem eiga og reka líkamsræktarkeðjuna World Class, í rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum bæjarins verði hafnað. Hann vill að reksturinn verði boðinn út að nýju.
Árskort í líkamsrækt í Kópavogi hækka svo um munar.
Laugar ehf sem á og rekur líkamsræktarstöðvar World Class bauð hærra en Gym Heilsa í rekstur líkamsrætaraðstöður í sundlaugum Kópavogs þ.e.a s. Salarlaug og Sundlaug Kópavogs.
Reksturinn var boðin út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlits um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisaðstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.
Þetta er merkilegt mál ef grannt er skoðað , nú á með hjálp Samkeppniseftirlits að ýta út Gym Heilsu og færa World Class aðstöðuna þannig að nú verður engin samkeppni í Kópavogi. Hver græðir á þessu ? lítum á yfirlýsingar sem Björn Leifsson hjá World Class hefur gefið.
World Class ætlar að hækka gjaldskránna upp úr öllu valdi og selja árskortið fyrir 59,950, það á svo eftir að koma í ljós hvort það fyrirtæki stendur við þessa yfirlýsingu þar sem það selur árskort í aðrar líkamsræktarstöðvar sínar á 79,900, ætlar World Class að lækka það verð eða mismuna kúnnunum sínum eftir því í hvaða sveitarfelagi þeir stunda sína líkamsrækt ?
GYM Heilsa það ágæta fyrirtæki selur árskort fyrir 41990 kr. og fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega fást þau á 35990 kr. þarna munar 17960 kr. eða 23960 kr. fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega .
Þeir einstaklingar sem hafa verið hjá Actic og síðan hjá GYM heilsu líkar vel við bæði fyrirtækið og það frábæra starfsfólk sem þar vinnur, þess vegna viljum við fá að vera áfram með þessu fólki og borga sanngjarnt verð fyrir.
Þarna er að mínu viti spurning um það hvort bæjarstjórn Kópavogs er að hugsa um Björn Leifsson og World Class eða heilsu og velferð bæjarbúa Kópavogs.
Hvers vegna má Kópavogsbær ekki niðurgreiða líkamsræktina og sundstaðina sína eins og aðrar íþróttagreinar ?
Í Kópavogspóstinum frá 27. mars s.l. kemur fram að Kópavogsbær og Garðabær eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu um að taka þátt í að byggja nýja íþróttarmiðstöð GKG upp á 630 miljónir, þessi bæjarfélög borga drjúgan hluta af kosnaði þessa íþróttamiðstöðvar. Þetta er gert fyrir allan þann fjölda manna og kvenna sem stunda golf í þessum bæjarfélögum. Eflaust þurfa bæði þessi bæjarfélög í framtíðinni að styrkja þessa klubba ( og gera kannski í dag) til að geta rekið þessa íþróttamiðstöð eins og önnur mannvirki sem stuðla að góðum og hollum íþróttum. Er þarna verið að skekkja samkeppnisaðstöðu samkeppnisaðila um sölu inn á golfvelli ?
Ferðamannavagn í Kópavog í sumar er fyrirsögn í Kópavogspóstinum þar segir m.a : Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Smáralindar, Kópavogsbæjar og Hópbíla Teits Jónssonar um að halda úti reglubundnum ferðum ferðamannavagns í allt sumar, ferðamönnum að kosnaðarlausu. Ferðavagninn mun fara fjórar ferðir fram og til baka frá upplýsingamiðstöð ferðamanna í aðalstræti í Reykjavík inn í Kópavog , og fimm ferðir á fimmtudögum. Ferðirnar hefjast 15. maí og verða til 31. ágúst
Samkvæmt rökum Samkeppnisstofnunar og Björns Leifssonar þá er með ofansögðu verið að skekkja samkeppnisstöðu í þessum greinum og geta Kópavogsbær þá átt von á kæru frá samkeppnisstofnun eða fyrirtækjum sem tengjast þessum fólksflutningum milli staða?. Geta Strætó og að ég tali nú ekki um leigubilastöðvar kært Kópavogsbæ fyrir að skekkja samkeppnistöðu þessara fyrirtækja , þeir hljóta að missa spón úr aski sínum. Varla taka ferðamenn leigubíl eða strætó ef þeir geta fengið frítt far í Kópavogin í niðurgreiddum rútuferðum.
Það skal tekið fram að ég er ekki á móti þessum ákvörðunum bæjarstjórnar Kópavogs, ég er bara að benda á að það er alveg jafn nauðsynlegt að standa með og styrkja þau fyrirtæki og einstaklinga sem stunda líkamsrækt og sund í Kópavogi, eins og aðrar íþróttagreinar og menningu.
Ég skora því á bæjarstjórn Kópavogs að standa með GYM Heilsu sem býður sínum kúnnum líkamsræktarkort á sanngjörnu verði og hefur á að skipa úrvalsstarfsfólki.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
![]() |
Vill hafna tilboði Lauga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2014 | 14:22
Mikill eldur
Það virðist ekki vera mikið af eldtefjandi smiðaefnum í þessum kenslustofum.
Þessi hús eru ótrúlega fljót að fuðra upp, en góðu fréttirnar eru að engin slys urðu á börnum og starfsfólki skólans. Það er líka gott að eiga þrautþjálfað og vel tækjum búið slökkvilið þegar svona aðstæður koma upp.
![]() |
Búið að slökkva eldinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)