Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2014 | 22:19
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Nú er komið sumar og styttist í að maður fái Hjólhýsið á götuna, ekki laust við að okkur hlakki til.
Sendi öllum blogg vinum mínum og þeim sem heimsækja nafar bloggsíðuna mína sumarkveðjur með þökk fyrir innlit og athugasemdir sem settar hafa verið inn á nafarinn. Við vonum að veðrið verði aðeins betra á komandi sumri en það var í fyrra.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2014 | 14:41
Gamall RFD gúmmíbátur
Gamall RFD gúmmíbjörgunarbátur fjögura manna með einföldum botni ef ég man rétt, ásamt þeim búnaði sem var í honum. Gúmmíbáturinn er í Sjóminjasafninu Víkinni á Grandagarði. Gúmmíbátabjónustan á Neskaupstað gaf bátinn á safnið.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2014 | 10:48
Að hafi ég tíðum heita kinn
Að hafi ég tíðum heita kinn.
Að hafi ég tíðum heita kinn,
hygg ég flesta skilja,
fyrst við sæta munninn minn
minnast allir vilja.
Mörgum hef ég manni gætt,
mjög ég fríður sýnum.
Dýr var forðum Adams ætt
einn af líkum mínum.
Þið skuluð vita, að mín er mennt
að mynda stórt úr smáu.
En það er ekki heiglum hent
hátt að skapa úr lágu.
Hreyktu þér ekki á hæðir hátt,
hrapað tignin getur.
Sittu hægt og sittu lágt
svo mun þér líða betur.
Ólína Andrésdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2014 | 10:44
Vísa eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku
Staka
Eflaust um það maður veist,
ei þó hafir grátið.
Að oft er súrt og sætt og beiskt
í sumra bikar látið
Eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2014 | 01:04
Árskort í líkamsrækt í Kópavogi hækka
Árskort í líkamsrækt í Kópavogi hækka svo um munar.
Laugar ehf sem á og rekur líkamsræktarstöðvar World Class bauð hærra en Gym Heilsa í rekstur líkamsrætaraðstöður í sundlaugum Kópavogs þ.e.a s. Salarlaug og Sundlaug Kópavogs.
Reksturinn var boðin út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlits um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisaðstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.
Þetta er merkilegt mál ef grannt er skoðað , nú á með hjálp Samkeppniseftirlits að ýta út Gym Heilsu og færa World Class aðstöðuna þannig að nú verður engin samkeppni í Kópavogi. Hver græðir á þessu ? lítum á yfirlýsingar sem Björn Leifsson hjá World Class hefur gefið.
World Class ætlar að hækka gjaldskránna upp úr öllu valdi og selja árskortið fyrir 59,950, það á svo eftir að koma í ljós hvort það fyrirtæki stendur við þessa yfirlýsingu þar sem það selur árskort í aðrar líkamsræktarstöðvar sínar á 79,900, ætlar World Class að lækka það verð eða mismuna kúnnunum sínum eftir því í hvaða sveitarfelagi þeir stunda sína líkamsrækt ?
GYM Heilsa það ágæta fyrirtæki selur árskort fyrir 41990 kr. og fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega fást þau á 35990 kr. þarna munar 17960 kr. eða 23960 kr. fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega .
Þeir einstaklingar sem hafa verið hjá Actic og síðan hjá GYM heilsu líkar vel við bæði fyrirtækið og það frábæra starfsfólk sem þar vinnur, þess vegna viljum við fá að vera áfram með þessu fólki og borga sanngjarnt verð fyrir.
Þarna er að mínu viti spurning um það hvort bæjarstjórn Kópavogs er að hugsa um Björn Leifsson og World Class eða heilsu og velferð bæjarbúa Kópavogs.
Hvers vegna má Kópavogsbær ekki niðurgreiða líkamsræktina og sundstaðina sína eins og aðrar íþróttagreinar ?
Í Kópavogspóstinum frá 27. mars s.l. kemur fram að Kópavogsbær og Garðabær eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu um að taka þátt í að byggja nýja íþróttarmiðstöð GKG upp á 630 miljónir, þessi bæjarfélög borga drjúgan hluta af kosnaði þessa íþróttamiðstöðvar. Þetta er gert fyrir allan þann fjölda manna og kvenna sem stunda golf í þessum bæjarfélögum. Eflaust þurfa bæði þessi bæjarfélög í framtíðinni að styrkja þessa klubba ( og gera kannski í dag) til að geta rekið þessa íþróttamiðstöð eins og önnur mannvirki sem stuðla að góðum og hollum íþróttum. Er þarna verið að skekkja samkeppnisaðstöðu samkeppnisaðila um sölu inn á golfvelli ?
Ferðamannavagn í Kópavog í sumar er fyrirsögn í Kópavogspóstinum þar segir m.a : Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Smáralindar, Kópavogsbæjar og Hópbíla Teits Jónssonar um að halda úti reglubundnum ferðum ferðamannavagns í allt sumar, ferðamönnum að kosnaðarlausu. Ferðavagninn mun fara fjórar ferðir fram og til baka frá upplýsingamiðstöð ferðamanna í aðalstræti í Reykjavík inn í Kópavog , og fimm ferðir á fimmtudögum. Ferðirnar hefjast 15. maí og verða til 31. ágúst
Samkvæmt rökum Samkeppnisstofnunar og Björns Leifssonar þá er með ofansögðu verið að skekkja samkeppnisstöðu í þessum greinum og geta Kópavogsbær þá átt von á kæru frá samkeppnisstofnun eða fyrirtækjum sem tengjast þessum fólksflutningum milli staða?. Geta Strætó og að ég tali nú ekki um leigubilastöðvar kært Kópavogsbæ fyrir að skekkja samkeppnistöðu þessara fyrirtækja , þeir hljóta að missa spón úr aski sínum. Varla taka ferðamenn leigubíl eða strætó ef þeir geta fengið frítt far í Kópavogin í niðurgreiddum rútuferðum.
Það skal tekið fram að ég er ekki á móti þessum ákvörðunum bæjarstjórnar Kópavogs, ég er bara að benda á að það er alveg jafn nauðsynlegt að standa með og styrkja þau fyrirtæki og einstaklinga sem stunda líkamsrækt og sund í Kópavogi, eins og aðrar íþróttagreinar og menningu.
Ég skora því á bæjarstjórn Kópavogs að standa með GYM Heilsu sem býður sínum kúnnum líkamsræktarkort á sanngjörnu verði og hefur á að skipa úrvalsstarfsfólki.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2014 | 20:44
BJARTSÝNI
BJARTSÝNI
Ég sé glögg, að lífið allt er leikur,
lukkuspil og sólargeisla-flóð;
það mér krafta þúsundfalda eykur,
því ég finn, að veröldin er góð.
Ljóðabókin: Ljóðmæli eftir Höllu Eyjólfsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 14:15
Harðsnúið sölulið Sjómannadagsblaðs Vm 1996
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 14:01
Ósk Guðjónsdóttir og Jóhann Pálsson
Þegar við undirritaður og Ágúst Bergson vorum ritstjórar Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1986 var það töluverð vinna að finna og fá menn til að skrifa í blaðið. Ekki man ég hvor okkar stakk upp á því að hafa samband við Jóhann Pálsson skipstjóra sem þá bjó í Reykjavik ásamt konu sinni Ósk Guðjónsdóttir. Við vissum að hann var vel ritfær og hefði örugglega frá mörgu að segja ef hann fengist til að skrifa grein fyrir okkur í blaðið. Það kom í minn hlut að hringja í Jóhann og biðja hann um grein. Jóhann tók strax vel í erindið en vildi að ég kæmi við heima hjá honum næst þegar ég átti leið í bæinn og þá skildum við ræða málin. Þar sem ég var í Rannsóknarnefnd sjóslysa á þessum árum fór ég reglulega til Reykjavikur á fundi, þannig að ég sagði það í lagi ég kæmi til hans við fyrsta tækifæri.
Það líðu svo einhverjar vikur þar til ég átti leið til Reykajvíkur á fund og lét ég Jóhann vita og spurði hvort hann væri klár með greinina ? Já hann var það og bað hann mig að hafa samband þegar ég kæmi í bæinn. Þegar ég hafði sinnt mínum erindum í bænum hafði ég samband við Jóhann og við mæltum okkur mót heima hjá honum seinnipart dags. Þau hjón Jóhann og Ósk tóku sérstaklega vel á móti mér þar sem Ósk bar fram kaffi og kökur, mér er það minnistætt hvað gott var að koma til þeirra hjóna. Þegar við höfðum sitið yfir kaffinu og spjallað um daginn og veginn, áræddi ég að spyrja um greinina. Já svaraði Jóhann þú spyrð um greinina ég ætla að fara inn og ná í efnið til að sína þér. Eftir dálitla stund kemur hann með stóran bunka af blöðum og sýnir mér, með þeim orðum að þetta séu margar greinar sem hann hafi skrifað og kalli: Úr ruslakistu minninganna og nú átti ég að velja grein. Ég sá starx að ég gæti aldrei lesið þetta allt þarna heima hjá þeim hjónum og bað því Jóhann að leyfa mér að hafa þetta með mér til yfirlestar þangað til seinnipartinn daginn eftir. Hann samþykkti það og ég kvaddi þau hjón.
Það er ekki að orlengja það, ég fór heim til tengdamömmu sem þá bjó í Ljósheimum og sat þar við lestur þessara greina langt frameftir kvöldi. Það var virkilega gaman að lesa allar þessar greinar og að endingu valdi ég tvær greinar úr ruslakistu minninganna eins og Jóhann kallaði greinarnar. Þær komu báðar í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986 og nefndist önnur greinin FRIGG og hin greinin SÍÐASI VEIÐITÚRINN. Báðar greinarnar góðar og með myndum sem jóhann átti, en hann tók mikið af góðum myndum. Hinum greinunum skilaði ég aftur heim til Jóhanns.
Myndin sem fylgir þessum skrifum mínum er af þeim hjónum Ósk Guðjónsdóttur og Jóhanni Pálssyni skipstjóra og er hún með greininni; Síðasti veiðitúrinn, sem er í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986.
Sigmar Þór
Bloggar | Breytt 9.4.2014 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 20:09
Gísli Jónsson frá Arnarhóli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 13:54
Kokkaskólinn í Vestmannaeyjum
Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997 og er með auglýsingu Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Skipstjóra og stýrimannafélaginu Verðandi, ég reikna með að myndina hafi tekið Sigurgeir Jónasson
Tfv: Haraldur Þórarinsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Páll S. Grétarsson, Sigmundur S. Karlsson, Björn Bjarnar Guðmundsson, Einar Ottó Högnason, Oddur Guðlausson, Magnús Sveinsson, Óle Gaard Jenssen, Reynir Sigurlásson, Sigurgeir Jónsson, Magnús Sigurðsson, Ólafur Runólfsson, Alfreð Hjörtur Alfreðsson, Gísli Guðjónsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson og Sigurgeir Jóhannsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)