Skrifað í STEIN

SKRIFAÐ Í STEIN

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; " Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!"

Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN".

Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"! Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.

Sendu þessa sögu til manna og kvenna sem þú gleymir aldrei, og mundu að senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt vinum þínum.

"GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA - OG EIGÐU GÓÐAN DAG!"

Kær kveðja SÞS

 


Margir afkomendur Þórunnar á Byggðarenda hafa búið á Illugagötu

Margir afkomendur þórunnar frá Byggðarenda hafa búið á Illugagötu 

   Illugagatan hefur löngum verið litrík hér má sjá hvernig hús voru málur fyrir 20 til 25 árum.

Þegar maður hugsar um liðna tíð kemur í ljós að hvergi í Vestmannaeyjum hafa búið fleiri afkomendur Þórunnar Sveinsdóttur  frá Byggðarenda á einni götu en á Illugagötu. Mér flaug þetta í hug þegar ég var að skoða gamlar myndir sem ég hef tekið af Illugagötunni í gegnum árin.

Byrjum neðst:

Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir með öll sín börn

Matthías Óskarsson og Inga Pétursdóttir og börn

Hafdís Sveinbjörnsdóttir og Ólafur Kristinsson og börn

Kristján Óskarsson og Emma Pálsdóttir og börn

Viðar Sigurjónsson og Eygló Elíasdóttir og börn

Berglind Kristjánsdóttir og Jón Snædal Logason og börn

Matthías Sveinsson og Kristjana Björnsdóttir og börn

Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Kolbrún Ósk  Óskarsdóttir og börn

Sigurjón Óskarsson og Sigurlaug Alfreðsdóttir og börn

Hafdís Kristjánsdóttir og börn

Pétur Sveinsson og Henný Dröfn Ólafsdóttir og börn

Sigmar Gíslason og Ásta Kristmannsdóttir og börn

Gylfi Sigurjónsson og Erna Sævaldsdóttir og börn

Ekki man ég eftir fleirum í bili en ef ég hef gleymt einhverjum þá vinsamlegast setjið inn athugasemd.

 Illugagara hamlar myndir 4 Illugagata gamlar myndir 3

Á þessum myndum er illugagatan ekki malbikuð eins og sjá má, þessar myndir tók ég fyrir 25 til 30 árum. Illugagata 38 og á seinni mynd er hús Garðars Björgvinssonar og Hrafnhildar, næst kemur ómálað hús sem Friðþór og Margrét áttu og næsta hús eiga Gísli Einarsson og frú. Hæra megin er hús Hauks og Emmu, Haukur að koma heim á volvó bílnum sínum allt í ryki. þar fyrir ofn byr Sigurjón og Sigurlaug.

Illugagata gamlar myndir 2 Illugagata gamlar myndir 1

Ef þið stækkið myndina sést vel hvaða peyjar þetta eru. Siggi Óli , Birgir og Gísli.  Hér vinstra megin sét í Hús Bedda og Dúllu, þá kemur hús sem Addý Guðjóns og Hallgrímur bjuggu í og siðan hús Kristjáns og Emmu. Hæra megin er hús Hauks á Reykjum og Lilly þá kemur hús sem Sigmar og Dóra búa í held ég og bjó ekki Búkolla bloggvinur þar líka.

 

kær kveðja Sigmar Þór


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband