Byggðarendi við Brekastíg 15 a. Þórunn og Torfhildur

Byggðarendi gömul myndÞórunn Sveinsd

Gömul mynd af Byggðarenda við Brekastíg 15 a. Á seinni mynd er Þórunn Sveinsdóttir sem situr á stól en við hlið hennar er Torfhildur Sigurðardóttir frá Hallormstað við Brekastíg. Torfhildur fæddist að Bryggjum í Austur Landeyjum foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson og Guðbjörg Björnsdóttir þau bjuggu að Hallormsstað við Brekastig en Torfhildur (Tolla) kenndi sig ávalt við það Hús. Hallormstaður var næsta hús fyrir neðan Byggðarenda.

 

Brekastigur séð í austur  Brekastígur séður í austur Húsin heita Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur,, Solberg og Vísir

kær kveðja SÞS


Frábær þjónusta hjá Morgunblaðinu

 

Frábær þjónusta hjá Morgunblaðinu.

Í morgun fór ég í póstkassann eins og vanalega til að ná í blöðin, en það er fastur liður í minni tilveru að lesa Morgunblaðið með morgunkaffinu, hef verið áskrifandi Morgunblaðsinns í yfir 35 ár. Þegar ég opnaði póstkassann í morgun var ekkert Morgunblað í kassanum en aftur á móti tvo eintök af blaðinu 24 stundir. Þó það sé nú ágætis blað með mörgu áhugaverðu efni, þá saknaði ég þess að fá ekki Morgunblaðið.

Þó þarna hafi orðið einhver mistök í útburði skal tekið fram að það fólk sem hefur borið út Morgunblaðið og 24 stundir hér í þessu hverfi hefur staðið sig mjög vel þannig að ég hef ekkert út á það að setja.

Þar sem ég gat illa sætt mig við að fá ekki Morgunblaðið mitt, hringdi ég (á laugardegi) í þá aðila hjá Morgunblaðinu sem sjá um dreifingu og sagði þeim að ég hefði ekki fengið blaðið í morgun og væri ósáttur við það. Karlmaður sem ég talaði við sagði að þessu yrði reddað, við sendum þér blaðið.

Ég hélt því áfram að drekka kaffið mitt og lesa 24 stundir.

15 mín. seinna, já sagt og skrifað fimmtán mín. seinna heyrði ég í bíl fyrir utan húsið og þegar ég leit út sá ég konu hlaupa úr litlum sendibil merktum Morgunblaðinu með blaðið í póstkassann minn. Þetta er með ólíkindum góð þjónusta hjá Morgunblaðinu og hafi þeir starfsmenn blaðsins sem þarna eiga hlut að máli þökk fyrir góða þjónustu og gott blað.

                         kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 26. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband