Frábær Ljósmyndasýning í Norræna húsinu með myndum frá Færeyjum

Ljósmyndasýningin ÞORP

Í gær laugardag var opnuð ljósmyndasýning í Norna húsinu og ber sýningin heitið ÞORP það sem augað sér ekki, Þarna má sjá margar skemmtilegar myndir frá Færeyjum bæði af Mannlífinu, bátum, húsum og landslagi.

Á kynningarbæklingi segir m.a.: "Á sýningunni er hluti afrakstur ljósmyndaferðar á vegum ljósmyndarafélagssins Fókus sem við fórum til Færeyja í byrjun maí 2007. Við hrifumst af þorpunum og mannlífinu í Færeyjum, ein og yfirskrift sýningarinnar bendir til".

Myndirnar tóku 10 félagar úr Ljósmyndafélaginu Fókus en félagar í þessu félagi eru um áttatíu.

Ég hvet fólk til að fara í Norræna húsið og skoða þessar einstöku myndir, en sýningin stendur til 31. júlí.

kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 6. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband