Myndir úr Eyjaferð í júli

IMG_1072IMG_1075

Frábært framtak. Búið er að koma fyrir góðri aðstöðu til að skoða fuglalífið í Stórhöfða norðanverðum, þarna er virkilega gaman að virða fyrir sér Lunda og fleiri fuglategundir sem hafast að þarna í norðaverðum  Stórhöfða. Seinni myndin er útsýni í NA frá þessum útsýnispalli á Stórhöfða með Rænigjatanga á miðri mynd.

IMG_1084IMG_1088

Í heimsökn hja Systu og Óla þar sem drukkið var kaffi og borðaðar góðar kökur. tfv: Systa, Kolla, Óli, Birgir Lilja og Erna. 2.mynd Siggi Óskarsson að lagfæra plötur á húsinu sínu.

IMG_1086IMG_1087

Við Höfnina Bæjarbryggjan búnin að fá upplyftingu frábært og nauðsynlegt framtak. Þessu var ég hrifin af, búið að koma nýmáluðum árabátnum fyrir á sínum gamla stað, en ekk skil ég af kverju boruð voru tvö göt á síðuna á honum til að halda honum að davíðunim, þetta þarf að lagfæra strax, svona gerum við ekki við báta. Og svo er þarna Blátindur nýmálaður og fínn þetta er ánæjuleg sjón og vert að taka myndir af þessu.

kær kveðja SÞS


Byggðarendi við Brekastíg 15 a. Þórunn og Torfhildur

Byggðarendi gömul myndÞórunn Sveinsd

Gömul mynd af Byggðarenda við Brekastíg 15 a. Á seinni mynd er Þórunn Sveinsdóttir sem situr á stól en við hlið hennar er Torfhildur Sigurðardóttir frá Hallormstað við Brekastíg. Torfhildur fæddist að Bryggjum í Austur Landeyjum foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson og Guðbjörg Björnsdóttir þau bjuggu að Hallormsstað við Brekastig en Torfhildur (Tolla) kenndi sig ávalt við það Hús. Hallormstaður var næsta hús fyrir neðan Byggðarenda.

 

Brekastigur séð í austur  Brekastígur séður í austur Húsin heita Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur,, Solberg og Vísir

kær kveðja SÞS


Frábær þjónusta hjá Morgunblaðinu

 

Frábær þjónusta hjá Morgunblaðinu.

Í morgun fór ég í póstkassann eins og vanalega til að ná í blöðin, en það er fastur liður í minni tilveru að lesa Morgunblaðið með morgunkaffinu, hef verið áskrifandi Morgunblaðsinns í yfir 35 ár. Þegar ég opnaði póstkassann í morgun var ekkert Morgunblað í kassanum en aftur á móti tvo eintök af blaðinu 24 stundir. Þó það sé nú ágætis blað með mörgu áhugaverðu efni, þá saknaði ég þess að fá ekki Morgunblaðið.

Þó þarna hafi orðið einhver mistök í útburði skal tekið fram að það fólk sem hefur borið út Morgunblaðið og 24 stundir hér í þessu hverfi hefur staðið sig mjög vel þannig að ég hef ekkert út á það að setja.

Þar sem ég gat illa sætt mig við að fá ekki Morgunblaðið mitt, hringdi ég (á laugardegi) í þá aðila hjá Morgunblaðinu sem sjá um dreifingu og sagði þeim að ég hefði ekki fengið blaðið í morgun og væri ósáttur við það. Karlmaður sem ég talaði við sagði að þessu yrði reddað, við sendum þér blaðið.

Ég hélt því áfram að drekka kaffið mitt og lesa 24 stundir.

15 mín. seinna, já sagt og skrifað fimmtán mín. seinna heyrði ég í bíl fyrir utan húsið og þegar ég leit út sá ég konu hlaupa úr litlum sendibil merktum Morgunblaðinu með blaðið í póstkassann minn. Þetta er með ólíkindum góð þjónusta hjá Morgunblaðinu og hafi þeir starfsmenn blaðsins sem þarna eiga hlut að máli þökk fyrir góða þjónustu og gott blað.

                         kær kveðja SÞS


Tvær gamlar frá Sjómannadegi í Vestmannaeyjum

Handbolti á SjómannadaginnReiptog í Botninum

Mynd 1. Frá Stakkagerðistúni þarna eru stelpur að spila handbolta á Stakkó með mikin fjölda áhorfanda. Fremst á mynd eru rólustaurarnir með rólurnar vafðar upp (lokaðar) nokkrir sitja upp á slánum til að geta fylgst með handboltastelpunum. Til hæri á myndinni er húsið Stakkagerði.   Mynd 2 er af reiptogi inni í botni sem ég held að hafi verið fótboltavöllur, þessar myndir eru nokkuð gamlar.      

kær kveðja SÞS    


Úr Ljóðabók: Hundrað bestu ljóð á íslensa tungu

 

Úr ljóðabókinni Hundrað bestu ljóð á Íslenska tungu (1924)

Rigning

Hver er, sem veit, nær daggir drjúpa,

hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.

Hver er, sem veit, nær knéin krjúpa

við kirkjuskör, hvað guði er næst.

 

Fyrst jafnt skal rigna yfir alla,

jafnt akurland sem grýtta jörð,-

skal nokkurt tár þá tapað falla,

skal týna sauði nokkur hjörð ?.

 

Hver er að dómi æðsta góður -

hver er hér smár og hver er stór ?

- Í hverju strái er himingróður,

í hverjum dropa er reginsjór.

 

Eftir Einar Benediktsson

Draumur

Úr krystal-glasi gullið drakk ég vín,

og gleðin kyssti varir mér.

Í djörfum leik sér lyfti sála mín,

sem lausklædd mey í dansinn fer.

 

Ég skæru glasi hélt í hendi fast,

sem hönd það væri á kærum vin.

En, minnst er varði, bikar sundur brast,

Og brotin skáru æð og sin.

 

Eftir Hannes Hafstein

Kær kveðja SÞS


Ljóð. Una Jónsdóttir frá Sólbrekku

Una grasakona Una Jónsdótti skrifaði stundum undir ljóðin sín U.J.D.

 Þessi ljóð eru eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku og eru úr ljóðabókinni Blandaðir ávextir.

 

Alla sem mér leggja lið,

lukkan styðji þess ég bið,

yndi lífsins öðlist þið,

eilíflegan sálarfrið.

                                  U.J.D.

ARFINN

Arfinn hann er illræmdur,

Ekki því ég gleymi.

Af brögðum sumum bannfærður

Besta gras í heimi.

 

Arfi er víða út um bý,

um hann margir labba.

En þeir trúa ættu því

að hann drepi krabba.

 

Ef þú halda heilsu villt,

hvað sem gerir starfa

ég þér segi jafnan skylt

að éta og drekka af arfa.

kær kveðja SÞS


Síldin söltuð í Vestmannaeyjum

Stelpurnar salta 

Þarna er auðsjáanlega líf og fjör og allar stelpurnar með bros á vör í vinnu við síldarsöltun.Grin

Talið frá vinstri: Sjöfn Benónýsdóttir ( Bobba), Addý Guðjónsdóttir, Erla Sigmarsdóttir, Sara Elíasdóttir, Áslaug Svavarsdóttir, Dóra Svavarsdóttir og Erla Einarsdóttir.


Tvær gamlar af Lautarpeyjum

Stebbi í LandakotiÓli Á á hjóli 

Stefán Jónasson í Landakoti og Óli Þór Ástvaldsson Sigtúni. Húsin Landakot og Sigtún í Baksýn.


Gamlar myndir frá 1960

Bjarki Hafdís og ÞórunnMynd tekin utan Illugagötu 2

1. Mynd: Bjarki Sveinbjörnsson, Hafdís Sveinbjörnsdóttir, Þórunn Óskarsdóttir. Mynd 2. t.f.v. Veit ekki nafn, Þórunn Óskars, Óskar Þór Óskarsson, Bjarki Sveinbjörnsson, Hafdís Sveinbjörnssdóttir. Þarna er Hásteinsblokkin ekki komin við Hásteinsveg. Myndirnar eu teknar fyrir utan Illugagötu 2 Heimaklettur í baksýn.


Frábær Ljósmyndasýning í Norræna húsinu með myndum frá Færeyjum

Ljósmyndasýningin ÞORP

Í gær laugardag var opnuð ljósmyndasýning í Norna húsinu og ber sýningin heitið ÞORP það sem augað sér ekki, Þarna má sjá margar skemmtilegar myndir frá Færeyjum bæði af Mannlífinu, bátum, húsum og landslagi.

Á kynningarbæklingi segir m.a.: "Á sýningunni er hluti afrakstur ljósmyndaferðar á vegum ljósmyndarafélagssins Fókus sem við fórum til Færeyja í byrjun maí 2007. Við hrifumst af þorpunum og mannlífinu í Færeyjum, ein og yfirskrift sýningarinnar bendir til".

Myndirnar tóku 10 félagar úr Ljósmyndafélaginu Fókus en félagar í þessu félagi eru um áttatíu.

Ég hvet fólk til að fara í Norræna húsið og skoða þessar einstöku myndir, en sýningin stendur til 31. júlí.

kær kveðja SÞS


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband