Færsluflokkur: Bloggar

Alla sem mér leggja lið

Alla sem mér leggja lið,
lukkan styðji þess ég bið,
yndi lífsins öðlist þið,
eilíflegan sálarfrið.
U.J.D.

Jólin nálgast og það er jólalegt úti

skötuveisla og fl 071

Það getur verið gaman að leika sér úti þegar snórinn er komin :-)

Það er alltaf jólalegra að hafa snjóinn, en honum fylgir líka kuldin.

Þessar stelpur heita: Kolbrún Soffía og Klara Hlín

skötuveisla og fl 052


Það á að taka hart á þeim sem senda út falskt neyðarkall.

Það á að taka hart á þeim sem senda út falskt neyðarkall, og kalla þar með út fjöldan allan af björgunarmönnum og tækjum sem kostar bæði mikla peninga og fyrirhöfn. Það er heldur ekki hættulaust að láta björgunarmenn fara út í vitlaust veður til leitar.

Maður skilur ekki þá menn sem eru að senda út þessi fölsku neyðarskeyti :-( þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir hve alvarlegt þaðer að senda út falskt neyðarkall.

 


mbl.is Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurljósin yfir Heimakletti

n002 - Afrit 

Heiðar Egilsson tók þessa fallegu mynd af norðurljósunum,séð yfir innsiglinguna, hafnargarðinn, kirkjuna og Heimaklett. Heiðar hefur tekið margar gullfallegar myndir í Eyjum.


Gott að ekki varð slys á mönnum

Frétt af mbl.is
„Bát­ur­inn hrein­lega skíðlogaði“
Innlent | mbl.is | 25.11.2015 | 16:26
Brandur VE í ljósum logum. Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í smábátnum Brandi VE sem þá var staddur rétt austan við Vestmannaeyjar. Einn var um borð og komst hann að sjálfsdáðum í björgunarbát. Búið er að draga bátinn til hafnar en hann er mikið skemmdur eftir eldinn.
Lesa meira.

Það er alltaf slæmt þegar eldur kemur upp í skipum út á rúmsjó,og oft erfitt að eiga við elda í skipum. En þarna varð ekki slys á mönnum og það er þakkarvert.


mbl.is „Bát­ur­inn hrein­lega skíðlogaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorleifsstaðir

Þorleifsstaðir.

Inni í dalnum eyði bær
æskusporin mín varpinn geymir.
Æskuminning öldnum kær,
á æskustöðvar hugan teymir.

Heiðin nærri fjallið fjær
fossabrekkur minnið geymir.
Og í gili áin tær
eftir grýttum farveg streymir.

Í árhvamminum yndisreit
ungur lék ég marga daga.
Þar ég hafði heila sveit,
hús og bændur fé í haga.

Búaliðið tálgað tré
úr torfi og grjóti bærinn hlaðinn.
Þetta enn í anda sé
og mér þikir vænt um staðinn.

Hér var áður ágætt bú,
þar áttu mamma og pabbi heima.
Það er önnur ásýnd nú
auðar tóftir sögu geyma.

--------------------------------

Ljóðið um æskustöðvar sínar gerði
Ágúst Sæmundsson sem bjó á Hellu
F 19. september 1923 D. 19. maí 2013


Skemmtileg frétt um fiskinn Kjána

KjániAlltaf gaman að fá svona fréttir af furðufiskum,en það er ýmislegt sem kemur upp í trolli sem er dregið upp af miklu dýpi. Það er merkilegt hvað þessir djúpsjávarfiskar geta lifað á miklu dýpi.


mbl.is Kjáni til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að huga ekki að náungans högum.

Að huga ekki að náungans högum
né hlusta eftir illgjörnum sögum
lýsir áhugaskorti
á íslensu sporti
og ætti að bannast með lögum.

Það er barnafólk suður á Bökkum
uppi á Brekku er allt fullt af krökkum,
en niðri á Eyri
er auðlegðin meiri
og ófrjóvgi tekið með þökkum.

Veistu af hverju ég er svona sprækur
og andi minn tær eins og lækur
og hugsunin klár
eftir öll þessi ár?
Það er af því ég les ekki bækur

þessar limrur eru eftir jóhann S. Hannesson og eru úr hverinu HLYMREK Á SEXTUGU


Perla komin úr kafi

Perla komin úr kafi 012

Bryggjurúntur í dag.

Gleðitíðindi að nú skuli vera búið að ná Perlu upp á yfirborð sjávar og hægt að rannsaka orsakir þess að skipið sökk svo snögglega.þá verður eflaust farið yfir björgunarbúnaðinn.

Perla komin úr kafi 003

Myndirnar eru frá ýmsu sjónarhorni, þessi er tekin frá Granda húsunum.

Perla komin úr kafi 004


Þetta eru góðar fréttir

Jón Hákon BaNú hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa komist að þeirri niðurstöðu sem þeir vissu reyndar fyrir að það sé nauðsynlegt að reyna að ná Jóni Hákoni BA 60 upp af hafsbotni.  Þetta er nauðsynlegt til að geta rannsakað bæði skipið og búnað þess og fengið úr því skorið hvað hafi valdið slysinu og hvers vegna losunar- og sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgunarbátsins virkaði ekki. Vonandi gengur vel að ná skipinu upp á yfirborð sjávar.


mbl.is Reyna að ná Jóni af hafsbotni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband