Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2015 | 22:40
Vonandi tekst þetta í þetta skipti
Það væri óskandi að þetta gangi hjá þeim í þetta skipti.
![]() |
Dæling úr Perlu undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2015 | 22:31
Góð grein um öryggismál í Bæjarins besta
Öryggismál sjómanna í forgang!
Öryggismál sjómanna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið í ljósi hörmulegs sjóslyss sem varð í sumar þegar Jón Hákon BA–60 sökk út af Aðalvík og einn maður fórst en þrír komust lífs af þegar nálægur bátur kom þeim til bjargar á ögurstundu.
Myndir úr neðansjávarmyndavél sýna að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki og björgunarbátar opnuðust ekki þegar á reyndi.
Það vakti einnig athygli nú á dögunum, þegar sanddæluskipið Perlan sökk í Reykjavíkurhöfn, að sleppigálgi virkaði ekki sem skyldi. Björgunarbátar skipsins, sem eru einn mikilvægasti öryggisþátturinn sem sjómenn reiða sig á, opnuðust ekki.
Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir af þessu tilefni að það komi til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur. Já, þótt fyrr hefði verið!
Allt frá því að Jón Hákon BA–60 sökk sl. sumar hafa komið fram fjölmargar áskoranir frá sjómannasamtökum, félagasamtökum, sveitarfél ögum og almenningi í landinu um að skipsflakið verði sótt á hafsbotn svo rannsaka megi til fullnustu orsakir þess að hinn mikilvægi öryggisbúnaður virkaði ekki þegar slysið varð. Allt verður að gera til þess að rannsaka hvað veldur því að sjálfvirkur öryggisbúnaður bregst þegar á reynir.
Ég hef tekið þessi mál upp í þinginu ítrekað og reynt að hreyfa við rannsókn málsins eins og mögulegt er. Enda þótt vísað hafi verið til þess að rannsóknanefnd samgönguslysa sé sjálfstæð í störfum sínum þá tel ég það vera skyldu okkar þingmanna að sinna eftirlitshlutverki bæði hvað varðar það að tryggja að eftirlit með öryggisbúnaði sé tryggt og að nægar fjárveitingar séu til rannsókna sjóslysa enda þótt verkefni á þeim vettvangi geti reynst umfangsmikil eins og það að ná skipsflakinu af Jóni Hákoni BA–60 upp af hafsbotni í þágu rannsóknarinnar á slysinu.
Til þess að fara yfir þessi mál hef ég fengið til fundar við atvinnuveganefnd á tveim fundum í liðnum októbe r mánuði fjölda gesta sem málið varðar, s.s. rannsóknarnefnd samgönguslysa, fulltrúa sjómannasamtaka, SFS, LS, eftirlitsaðila, fulltrúa framleiðenda öryggisbúnaðar um borð í bátum og skipum, fulltrúa úr innanríkisráðuneytinu og forstjóra Samgöngustofu.
Þessir fundir hafa verið mjög upplýsandi og til góðs þar sem þessir aðilar hafa farið yfir verkferla, skýrt hvar ábyrgð hvers og eins liggur og fjallað um mikilvægi þess að með ítarlegri rannsókn sjóslysa sé mögulega hægt að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og draga megi þar með úr líkum á dauðsföllum og slysum til sjós í framtíðinni.
Það fer ekki á milli mála að við Íslendingar höfum verið mjög framarlega hvað varðar öryggi sjófarenda. Tilkoma Slysavarnarskóla sjómanna hefur skipt sköpum í þeim efnum ásamt því að hér á landi hefur verið þróaður ýmis björgunarbúnaður sem hefur bjargað fjölda mannslífa bæði á bátum og skipum.
Því vekur það mikinn óhug að ekki sé hægt að leggja fullt tr aust á þann sjálfvirka öryggisbúnað sem um ræðir og á meðan svo er upplifa sjómenn að þeir búi við falskt öryggi og aðstandendur þeirra eru áhyggjufullir.
Það er því brýnt að allir þeir sem koma að öryggismálum og slysavörnum sjómanna taki höndum saman um að komast til botns í því hversvegna sjálfvirkur björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA–60 virkaði ekki.
Það hvílir einnig mikil ábyrgð á höndum Samgöngustofu, rannsóknarnefndar samgönguslysa og þeirra einkaaðila sem sjá um efirlit með öryggisbúnaði. Rannsóknin á ekki að ganga sérstaklega út á leit að sökudólgi heldur þarf fyrst og fremst að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis og hvernig má koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig.
Rannsóknir á sjóslysum við Ísland eiga að vera í fremstu röð og unnar faglega og þar mega fjármunir ekki verða nein fyrirstaða því mannslíf eru þar í húfi.
Ég lýk þessari grein minni með því að taka enn og aftur undir kröfur sjómanna og anna ra þeirra sem láta sig öryggismál sjómanna varða um að tryggja verður öryggi sjófarenda og hraða rannsókn sjóslyssins á Jóni Hákoni BA–60 eins og kostur er á. Til þess að unnt verði að treysta niðurstöðum rannsóknarinnar til fulls verður að ná flakinu upp af hafsbotni eins fljótt og unnt er svo kanna megi björgunarbúnað bátsins.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstri grænna og varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2015 | 11:29
Gott boð og jákvætt
Vonandi verður þetta boð Björgunarbátasjóðs Vestfjarða til þess að Jón Hákon verði náð upp af hafsbotni, þannig að alvöru rannsókn geti farið fram á slysinu. Rannsókn á skipinu sjálfu og búnaði þess.
Það er ótrúlet að ekki skuli vera þegar búið að ná skipinu upp, þar sem menn sem vel til þekkja telja það vel hægt.
![]() |
Bjóða aðstoð við að ná Jóni Hákoni upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 13:03
Plasthús í Fljótshlíð byggt 1994
Svona til að halda því til haga, þá upplýsist það hér með að þetta plasthús sem Sigurður Óskarson húsa og bátasmiður smíðaði 1994 hefur verið til í Fljótshlíðinni í yfir 20 ár. Húsið sem er sumarbústaður er byggt úr trefjaplasti, það eru veggir, þak og gluggar allt úr plasti. Húsið hefur staðist öll veður og reynst vel í alla staði.
Sigurður Óskarson frá Hvassafelli í Vestmannaeyjum hefur oft verið svolítið á undan sinni samtíð, hann átti t.d. fyrstu hugmyndinna af skotgálga fyrir gúmmíbjörgunarbáta svo eithvað sé nefnt.
![]() |
Hús framtíðarinnar úr plasti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2015 | 23:53
Þyrla Landhelgisgæslunar TF- SÝN
TF-SÝN Þyrla Landhelgisgæslunar var í dag við Staðarskála, þar náði ég þessum myndum af henni í flugtaki. Ekki veit ég ástæðu þess að hún lenti þarna, en kannski var áhöfnin bara að fá sér kaffi eins og svo margir sem þarna stoppa á þjóðvegi nr.1.
Gaman að geta náð myndum af þessu frábæra björgunartæki Landhelgisgæslunar.
Bloggar | Breytt 1.11.2015 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2015 | 23:05
Staðsetning skiptir máli
Staðsetning og frágangur á gúmmíbjörgunarbátum skiptir máli. Sjómenn og áhugamenn um öryggismál sjómanna þurfa að hafa tækifæri til þess að ræða þau sjóslys sem verða og um þann öryggisbúnað sem þeir þurfa kannski að nota og hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu daga. Frágangur og staðsetning gúmmíbjörgunarbáta er eitt af mikilvægustu verkefnum sem skipaskoðunarmenn og Samgöngustofa eiga að sinna, því miður ættu gúmmíbjörgunarbátar í mörgum tilfellum að vera miklu betur staðsettir miðað við mögulegt notagildi þeirra, þó þeir uppfylli núverandi reglugerð. Sáralítil umræða hefur verið um öryggismál sjómanna síðustu árin með fáum undantekningum. Mikil umræða var í öllum fjölmiðlum um öryggismál sjómanna, eftir að togarinn Hallgrímur ÍS 077 fórst í aftakaveðri við Noreg í janúar 2012 og með honum 3 menn. Þá hefur mikil almenn umræða verið um Jón Hákon BA slysið sem vonandi á eftir að verða til þess að skipið verði tekið upp og skoðað ásamt búnaði þess. Svona slys vekja oft upp sterka umræðu í öllu þjóðfélaginu, sérstaklega þegar ítarleg og upplýsandi viðtöl eru höfð við skipbrotsmenn, eins og viðtalið við Eirík sem einn komst lífs af er Hallgrímur fórst, og gott viðtal við Þröst Leó Gunnarsson sem var einn af skipverjum Jóns Hákon þegar hann fórst. Það verður að virkja áhuga almennings á öryggismálum sjómanna meðan málið er til umræðu, og kynna það sem hefur verið gert og hægt er að gera til að bæta öryggi sjómanna. Hér eru atriði sem skipta miklu máli þegar sjóslys verða, hvernig gúmmíbjörgunarbátar og búnaður þeirra er staðsettur:
Myndirnar sýna hvernig Sigmud losunar og sjósetningar- búnaður er hugsaður og rétt staðsettur um borð í skipi. Sama útfærsla á Olsenbúnaði var einnig framleiddur og er í mörgum tilfellum eins staðsettur.
Á þessari mynd sést vel hve loft þjappast mikið saman miðað við dýpi. Þessi mynd skýrir vel hvers vegna það er svo mikilvægt að gúmmíbátur byrji strax að blásast upp við sjósetningu ( sé gálgatengdur). Ef hann nær að sökkva með skipinu niður á vist dýpi þá nær hann ekki að slíta sig lausan, nema hann sé með veikan hlekk. Og ef hann er með veikan hlekk þá slitnar gúmmíbáturinn strax frá og fýkur út í veður og vind engum til gagns. Þetta hefur marg oft gerst þegar fragtskip eru að farast. Þess vegna má aldrei vera veikur hlekkur á fangalínu Gúmmíbjörgunarbáts sem er í losunar og sjósetningarbúnaði.
Hér fyrir neðan sést hvað loft minkar að ummáli þegar það kemur niður á mismunandi dýpi. Hugsum okkur að loftið sé í gúmmíbjörgunarbát.
Á yfirborði við 1 bar þrýsting er rúmmál loftsins 12 lítrar
Á 10 m dýpi við 2 bar þrýsting er rúmmál loftsins 6 -
Á 20 m dýpi við 3 bar þrýsting er rúmmál loftsins 4 -
Á 30 m dýpi við 4 bar þrýsting er rúmmál loftsins 3 -
Á 40 m dýpi við 5 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,4 -
Á 50 m dýpi við 6 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,0 -
Á þessu sést hvað gúmmíbjörgunarbátur hefur lítin séns að slitna frá skipinu ef hann nær að sökkva með skipinu niður á mikið dýpi. Hann verður því að opnast sem næst á yfirborðinu eins og ætlast er til með gálgatengingunni.
Losunar- og sjósetningarbúnaðurinn Það var 24. febrúar 1981 sem fyrsti Sigmundsgálginn var settur í fiskiskip. Með losunar- og sjósetningarbúnaði Sigmunds varð mikil framför með því að geta skotið út gúmmíbjörgunarbát án þess að þurfa að klöngrast upp á stýrishús eða á aðra staði þar sem gúmmíbjörgunarbátar eru geymdir.
Fljótlega kom á markað Ólsen losunar- og sjósetningarbúnaður og nokkru síðar búnaður sem heitir Varðeldur en allir þrír eru viðurkenndir í dag. Losunar- og sjósetningarbúnað er skylt að hafa á öllum fiskiskipum yfir 15 metra. Hann sjósetur gúmmíbátinn og blæs hann upp um leið. Þetta gerist annað hvort sjálfvirkt á vissu dýpi, ef sjómenn hafa ekki haft tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátinn. Eða honum er skotið handvirkt út. Handföng geta bæði verið inni í stýrishúsi, úti á dekki og við sjósetningarbúnaðinn sjálfan. Vitað er að sjósetningar- og losunarbúnaðurinn hefur bjargað mörgum tugum manna sem lent hafa í sjóslysum. Þetta er byggt á blaðagreinum, sjóprófum og viðtölum við sjómenn sem lent hafa í sjávarháska en þar hafa sjómenn sagt að ef umræddur búnaður hefði ekki verið um borð þá hefðu þeir ekki bjargast eða verið til frásagnar. Og hér nokkur dæmium fyrstu bjarganir:
Í janúar 1988 fórst vélbáturinn Bergþór KE, þrír menn björguðust en tveir fórust. Eftir slysið lýsir stýrimaðurinn í blaðagrein í Morgunblaðinu frá því þegar hann og skipstjórinn taka í handfangið og skjóta gúmmíbátnum út með gálganum. Einnig segir hann að það hafi ráðið úrslitum fyrir þá sem björguðust að þeir hafi náð að skjóta bátnum út.
24. mars 1992 fórst vélbáturinn Ársæll Sigurðsson HF í innsiglingunni til Grindavíkur. Í blaðagrein í Morgunblaðinu þar sem talað er við Viðar Sæmundsson skipstjóra segir Viðar að óhappið hafi gerst svo hratt og óvænt að engin tími hafi gefist til að koma gúmmíbátnum á flot. Er Ársæll sökk opnaðist björgunarbáturinn sjálfkrafa á tveggja metra dýpi og flaut upp. Engum tókst að komast um borð í björgunarbátinn en þeim tókst að hanga utan í honum þar til hjálpin barst. Öll áhöfnin fimm menn björguðust í þessu slysi. Þarna virkaði sjálfvirki hluti búnaðarins og bjargaði mönnunum, myndband er til af slysinu.
Í desember 2001 fórst vélskipið Ófeigur VE. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa segir að 8 skipverjar af 9 hafi bjargast í tvo gúmmíbjörgunarbáta sem losnuðu sjálfkrafa frá skipinu. Skipverjar höfðu ekki tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátana því svo snögglega fórst skipið sem var nýlegt.
Það er engin vafi á því að losunar og sjósetningarbúnaðurinn var og er bylting í öryggismálum sjómanna og má líkja þessum búnaði við það þegar gúmmíbátarnir komu í skipin. Sigmar Þór Sveinbjörnsson.
Bloggar | Breytt 28.10.2015 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2015 | 14:23
Slæm frétt í Mogganum í gær
Frekari frestur til skoðunar
Þrýstingsmembrur í nánari athugun
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar. Prófanir á þr...
Björgunarbátur Þrýstingsmembrur eru hluti af losunarbúnaðinum.
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar.
Prófanir á þrýstingsmembrum sem eru hluti af losunarbúnaði björgunarbáta um borð í skipum bentu til að þær virkuðu ekki rétt. Unnið hefur verið að frekari prófunum í samvinnu við framleiðanda búnaðarins.
Þegar málið kom upp bannaði Samgöngustofa að þessar membrur yrðu endurnýjaðar í eldri búnaði, þótt búnaðurinn væri kominn á tíma. Sá frestur er runninn út og nú hefur verið gefinn nýr frestur til 22. nóvember. Beðið er skriflegrar prófunarskýrslu frá Nýsköpunarmiðstöð. helgi@mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2015 | 00:19
Arnþór EA sekkur. Úrklippa úr Mogganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 18:20
Einu sinni voru netakúlur og netasteinar
Elstu menn muna eftir þessum vinnubrögðum, glerkúlur og steyptir steinar með gati voru notaðir á netum í þá gömlu góðu daga áður en blýjateinar og flotteinar komu til sögunar. Þarna er menn og konur frá Veiðfæragerð Vestmannaeyja að störfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 13:28
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Það er ótrúlegt jafnaðargeð sem þessi maður Páll Mattíasson hefur í starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Það eru engin smávandamál sem spítalinn og starfsfólk hans hefur þurft að ganga gegnum á síðustu mánuðum og ári. Allaf virðist hann halda sönsum og geta með einhverjum ráðum gert gott úr þeim möguleikum sem hann hefur, auðvitað með hjálp þess frábæra starfsfólk sem hann hefir á að skipa á spítalanum í það og það skiptið. Hann á hrós, og rós skilið í hnappagatið.
![]() |
Þjóðin upplifi þetta ekki aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)