Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2016 | 12:36
Skipshöfnin á Gullberg VE í vertíðarlok 1979
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2015 | 15:06
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir
Með þessari fallegu mynd af minni gömlu góðu Illugagötu sem Heiðar Egilsson tók á gamlárskvöld fyrir einhverjum árum sendi ég öllum vinum og vandamönnum ásat öllum þeim sem heimsótt hafa nafar bloggið mitt góðar óskir um gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla. Það er á þessum stundum sem maður minnist þess hvað gaman var að vera í Eyjum að fylgjast með og stundum að taka þátt í flugeldafjörinu á Illugagötu með Bedda og Vitta. Og hvergi er skemmtilegra að vera á þrettándanum en í Vestmannaeyjum Áramótakveðjur SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2015 | 15:50
Heppni að ekki varð slys á mönnum.
Þarna hafa skipverjar á bátnum verið heppnir að slasast ekki þegar brotið fór í gegnum miðrúðuna sitt hvoru megin við þá og sprengdi út hurðina á afturgafli stýrishús fyrir aftan þá.
![]() |
Brotið sprengdi dyrnar úr karminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2015 | 08:54
Þyrlan og áhöfn hennar lífsnauðsynleg
Enn og aftur sannar Þyrlan og þrautþjálfuð áhöfn hennar,já þetta frábæra lífsnauðsynlega björgunartæki hvað hún er megnug að framkvæma þegar ekkert annað tæki kemur að notum. Vonandi kunnum við að meta þá menn sem stjórna þessum tækjum og eru í áhöfn, því það er ekki áhættulaust að fljúga þessi björgunarflug í stormi og kolvirlausum veðrum.
![]() |
Barnið komið á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2015 | 23:00
Jólakveðja eftir Unu Jónsdóttir
Jólakveðja
Vestmannaeyja blessi bæ
besti faðir hæða
gefi lán um grund og sæ,
grandi engin mæða.
Íbúunum Eyjanna,
óska ég gleði um jólin
bið þeim öllum blessunar,
björt þá hækkar sólin.
Una Jónsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2015 | 22:30
jólakveðja jólin 2015
Jólakveðja Jólin 2015.
Kæru bloggvinir og allir sem hafa heimsótt þessa síðu mína nafar blogg á árinu 2015.
Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánæjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Það er viðeigandi að hafa þetta fallega ljóð með þessari jólakveðju.
Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegis myrkur.
Það ljós hefur tindrað um aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.
Höf. Hákon Aðalsteinsson
Hátíðar kveðjur Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2015 | 14:19
Rafveita Vestmannaeyja fór undir hraun
Rafveita Vestmanneyja fór undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973, í minningunni var jólaskreytingin á Rafveituhúsinu með flottustu skreytingum í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2015 | 13:34
Lítil hjartnæm jólasaga sem ég held mikið uppá
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni? Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi. Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið. Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf. Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
Því miður veit ég ekki hver höfundur er. -
Sigmar Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2015 | 00:14
Ástarvísa sem er í ritinu Blik
Ástarvísa
Átræður öldungur hafði verið í hjónabandi í nálega 60 ár.
Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar.
-
Þótt ellin mæði , ekki dvín
ástar hreini blossinn;
enn mér hugnast atlot þín
eins og fyrsti kossinn.
-
Lesandi góður sem e.t.v. hefur verið giftur nokkur ár,
Mundirðu af hjarta geta tekið undir með gamla manninum ?
Ef svo er , þá ertu einstaklingur hamingjunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2015 | 23:13
Arfinn eftir Unu Jónsdóttir frá Sólbrekku.
ARFINN
Arfinn hann er illræmdur,
ekki því ég gleymi.
Af brögðum sumum bannfærður
besta gras í heimi.
Arfi er víða út um bý,
um hann margir labba.
En þeir trúa ættu því
að hann drepi krabba.
Ef þú halda heilsu villt,
hvað sem gerir starfa
ég þér segi jafnan skylt
að éta og drekka af arfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)