Færsluflokkur: Bloggar
24.11.2007 | 23:44
Svona orti Grímur Thomsen um Landeyjasand ( F.1820 d.1896) úr Ljóðabókinni Hundrað bestu ljóð á íslenska tungu.
Ólag. Eftri Grím Thomsen ( 1820-1896)
Úr ljóðabókinni Hundrað bestu ljóð á íslenska tungu.
Gefið út 1924.
Svona hugsuðu menn sennilega um Bakkafjöru fyrir rúmum hundrað árum
og það hefur kannski ekkert breyst, þó nú séum við hættir með áraskipin.
Eigi' er ein báran stök;
yfir Landeyjarsand
dynja brimgarða blök,
búa sjómönnum grand,
búa sjómönnum grand;
magnast ólaga afl,-
einn fer kuggur í land;
rís úr gráðinu gafl,
þegar gegnir sem verst,
níu, skafl eftir skafl,
skálmar boðar í lest,
- eigi' er ein báran stök-
ein er síðust og mest,
búka flytur og flök,
búka flytur og flök,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 16:31
Vísur eftir Brynjólf Einarsson bátasmið
Brynjólfur Einarsson bátasmiður (f. 7.júni 1905 d. 11. april 1996) var góður hagyrðingur, Snorri vinur minn í Betel tók saman vísur sem Brynjólfur hefur ort og komu þær í Sjómannadagsblaði Vm fyrir nokkuð mörgum árum. Hér eru nokkrar af þeim vísum:
Brynjólfur vann lengi í Lifrasamlaginu í Eyjum hann lysti atinu þar Svona:
Okkar drottins iðka brauð
öll þau störf í friði.
Það er líka lifibrauð
að lifa á grút og ryði.
Samhent er í Samlaginu
samstarfsliðið.
vítt er hérna verksviðið
ekki vantar, nóg er ryðið
Eitt sinn er Óli Ísleifsson fór yfir í Gúanóið til að stöðva dælingu á lýsi spurði Páll Schefving hvor eitthvað væri að: ,, Ég sá að Óli hljóp !" Meira þurfti ekki. (Surtseyjagosið stóð yfir)
Eldur nýja eyju skóp
Asíuþjóðir börðust
árið sem að Óli hljóp
undur fleiri gerðust.
Og við ljós minninganna hillti undir þessa mynd hjá Brynjólfi, en hann var Eskfirðingur:
Þó að hér í fylgd með fólki góðu
fest ég hafi Vestmannaeyjum yndi.
Enn í gegnum minninganna móðu
mótar alltaf fyrir Hólmatindi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 00:33
Snemma beygist krókurinn myndin er tekin á Hásteinsveg árið 1995
Snemma beygist krókurinn, peyinn er búinn að setja segl á bílinn til að nýta vindinn, Myndina tók Sigurgeir 2/10 1995 við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum. Því miður hef ég ekki nafnið á peyanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2007 | 00:19
Á trolli í baksýn Garðar VE 320
Vestmannaeyjahöfn árið 1948 snjór yfir öllu og kuldalegt yfir að líta.
Á trolli. Erlingur Eyjólfsson, Hafsteinn Stefánsson skipasmiður og Óskar Matthíasson skipstjóri, í baksýn er mb Garðar VE 320
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 22:46
Gamlar myndir frá Sjómannadeginum í Vestmannaeyjum
Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum á árum áður, Þarna er beitningarkeppni og mennsem eru komnir vel á miðja aldur kannast örugglega við marga á myndini. Á miðmynd er Ingvar Gunnlaugsson á Brettinu, þetta þótti flott sýningaratriði. Og svo er það stakkasundið . Allt er þetta við trébrygguna í Friðarhöfn. Takið eftir öllu fólkinu á bryggjuni, það voru bókstaflega allir bæjarbúar sem tóku þátt í hátíðarhöldunum á sjómannadaginn. Myndirnar tók Friðrik Jesson íþróttakennari og dýravinur, mikill heiðursmaður.
kær kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gert klárt fyrir Minningarathöfn. Mig minnir að Jóhannes Kristinsson hafi átt hugmyndina að því að fara til Eyja og halda þessa minningarathöfn. Hann var mikill áhugamaður um Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum. Myndina tók Guðmundur Sigfússon
Af eðligegum orsökum voru ekki haldin hefðbundin hátíðarhöld á Sjómannadaginn gosárið 1973, enda eldgosið í gangi og aska og vikur lág yfir öllum bænum. Að tilhlutan Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja var vikur hreinsaður frá minnisvarða drukknaðra og hrapaðra svo hægt væri að leggja blómsveig að minnisvarðanum eins og venja hafði verið í tugi ára. Einar Gíslason flutti ritningar og minningarorð. Síðan söng ung stúlga með undirleik á gítar. Þetta var látlaus en tilkomumikil athöfn í góðu veðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 23:48
Forðum var verandi á vertíð í Eyjunum víst er það svona enn.
Einu sinni var ? Þarna er nog af þorski og takið eftir að ekki er einn bátur í höfn allir á sjó, skemmtileg mynd sem ég held að Sigurgeir hinn eini og sanni hafi tekið.
Bloggar | Breytt 16.11.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.11.2007 | 23:38
Horft á fótbolta, þetta eru myndir settar inn fyrir fótboltaáhugamenn
Mér er sagt að á myndinni sé Lára á Kirkjulandi að horfa á fótbolta á Hásteinsvelli, skemmtilegur bíll sem hún stendur við. Ef einhver þekkir bílinn væri gaman að fá upplýsingar um hann. Myndirnar eru gamlar og því ekki skírar, en samt gaman að skoða þær.
kær kveðja: SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 22:02
Ég er hvorki hrútur né hani
Ég er hvorki hrútur né hani,
Svo ég held að það sé ágætur vani
Að kostgæfa skort
á hverskonar gort-
i af karlmennsku á fýsísku plani.
Þessi limra er laglega ort,
enda löngum mitt uppáhaldssport
að iðka þann hátt
með ágætum, þrátt
fyrir íslenskan bragfótaskort.
Limrur eftir Jóhann S. Hannesson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 21:14
Litir í EPSON prentara langódýrastir í Elko
Hvað kostar litir í litaprentara þinn.
Í dag fór ég og keypti mér liti í litaprentaran minn, sem er nú ekki í frásögu færandi og þó, það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum hvað þessir litir eru á miklu okurverði, en verðið er misjafnt í verslunum.
Ég fór niður í Elko og ætlaði að kaupa litina þar, en það eru 6 hylki í mínum Epson prentara.
Í Elko kostaði hvert hylki 1695 krónur X 6 eða 10,170 kr. Þetta fannst mér dýrt og ákvað að fara upp í Smáralind og athuga verðið þar, athuga hvort hægt væri að fá þessa liti ódýrari þar.
Fyrst fór ég i verslunina Office 1. þar kostuðu samskonar litir 1790 kr. hvert hylki eða 10,740 kr. 6 hylki.
Næst fór ég í Pennann sem var svo til við hliðina á Office 1. og þar kostaði hvert hylki 1900 kr. eða 11.400 kr. 6 hylki.
Þar við hliðina er verslunin BT, þar kostaði hvert hylki 1995 kr. eða 11970 kr 6.hylki það var langdýrasta búðin.
Það munaði því 1800 kr á að kaupa lithylki í prentaran í Elko eða í dýrustu búðinni sem er BT.
Ég fór því snarlega í Elko og keypti litina þar og sparaði mér 1800 kr. við eigum að versla þar sem er ódýrast . Ágætu bloggarar við getum verið með verðkannanir hér með því að segja frá því hvar við fáum vöruna ódýrasta og þannig haldið á lofti þeim verslunum sem eru með ódýrasta vöru sem í þessu tilfelli var ELKO í Smáratorgi.
með kveðju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)