Vísur eftir Brynjólf Einarsson bátasmið

 

Brynjólfur Einarsson bátasmiður (f. 7.júni 1905 d. 11. april 1996) var góður hagyrðingur, Snorri vinur minn í Betel tók saman vísur sem Brynjólfur hefur ort og komu þær í Sjómannadagsblaði Vm fyrir nokkuð mörgum árum. Hér eru nokkrar af þeim vísum:

Brynjólfur vann lengi í Lifrasamlaginu í Eyjum hann lysti atinu þar Svona:

Okkar drottins iðka brauð

öll þau störf í friði.

Það er líka lifibrauð

að lifa á grút og ryði.

 

Samhent er í Samlaginu

samstarfsliðið.

vítt er hérna verksviðið

ekki vantar, nóg er ryðið

 

Eitt sinn er Óli Ísleifsson fór yfir í Gúanóið til að stöðva dælingu á lýsi spurði Páll Schefving hvor eitthvað væri að: ,, Ég sá að Óli hljóp !" Meira þurfti ekki. (Surtseyjagosið stóð yfir)

Eldur nýja eyju skóp

Asíuþjóðir börðust

árið sem að Óli hljóp

undur fleiri gerðust.

 

Og við ljós minninganna hillti undir þessa mynd hjá Brynjólfi, en hann var Eskfirðingur:

Þó að hér í fylgd með fólki góðu

fest ég hafi Vestmannaeyjum yndi.

Enn í gegnum minninganna móðu

mótar alltaf fyrir Hólmatindi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband