Færsluflokkur: Bloggar

Öryggismál sjómanna gúmmíbjörgunarbátar vitlaust tengdir í losunar og sjósetningarbúnaði

  100_5344100_5338 

Á fyrri mynd má sjá að fangalínan er óbundin við skipið og á seinni mynd sést að hún snýr út en á að snúa inn í skipið þannig að svona tengdur  gúmmíbjörgunarbátur lendir á hvolfi eða línan getur særst eða jafnvel skorist í sundur.

Fór bryggjurúnt í gær í Hafnarfjörð og Reykjavíkurhöfn þetta væri ekki í frásögu færandi nema af því að ég tók eftir því að á 5 fiskiskipum voru gúmmíbjörgunarbátarnir vitlaust tengdir í losunar og sjósetningarbúnaðinum, þar af var einn gúmmíbjörgunarbáturinn með alveg lausa fangalínu sem þíðir að ef honum hefði verið skotið svona út hefði hann horfið í hafið ótengdur við skipið. Því miður er það alltof algengt að Gúmmíbjörgunarbátar eru vitlaust settir í losunar  og sjósetningarbúnaðinn, bæði snúa öfugt og eru vitlaust tengdir. Ef þeir eru ekki rétt settir í búnaðinn ( gálgann) þá lenda þeir á hvolfi í sjónum og fangalína getur líka særst og slitnað, þá hefur það gerst ef gúmmíbátar snúa öfugt að fangalínan hefur farið á milli hylkja og þannig hefur gúmmíbáturinn hangið óuppblásinn í gálganum.

100_0436100_0368 

Á þessum myndum eru eru Gúmmíbjörgunarbátar í Sigmunds og Ólsenbúnaði rétt tengdir og rétt frágengnir í losunar og sjósetningarbúnað.

Það er merkilegt að sjómenn skuli ekki vera búnir að læra þetta eftir öll þessi ár og allir eru þeir búnir að vera í Slysavarnarskóla sjómanna.   Skipaskoðunarmenn eiga einnig að kunna þetta og í búnaðarskoðunarskýrslu eru tveir reitir sem þeir eiga að fylla út, þar er spurt hvort fangalína sé föst og hvort rétt sé  gengið frá gúmmíbjörgunarbát. Þetta eiga skoðunarmenn að athuga og ganga úr skugga um að þetta sé í lagi. En í alltof mörgum tilfellum bregðast bæði  skipstjórnarmenn og skipaskoðunarmenn. Sjómenn verða að hugsa meira um sín öryggismál og þetta er eitt af því sem þeir verða að kunna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Breski Togarinn Black Prins strandar 12. janúar 1932 á Eiðinu á Heimaey

  Hvalur&flak (1) Breski Togarinn Black Prince og stórhveli rekið á Eiðinu, ekki veit ég hver tók myndina en vinur minn sendi mér hana í fyrra.

Ellefta janúar 1932 dró til Austanáttar og var um miðjan dag komið stórviðri í Vestmannaeyjum sem hélst fram eftir nóttu. Laust eftir miðnætti þann 12. janúar heyrðist síendurtekið neyðarmerki frá skipi sem lá vestan Eyjanna. Þrátt fyrir veðurofsann héldu tveir bátar úr höfn til hjálpar hinu nauðstadda skipi. Þegar að var komið reyndist þetta vera Breski togarinn Black Prince frá Grimsby  er hafði einkennisstafina CY nr. 218.

Togarinn hafði komið vestan að fullhlaðinn fiski að leita vars vestan Eyja fyrir austan rokinu. Ekki tókst betur til en svo, að togarinn tók  niðri á skeri. Losnaði hann fljótlega af skerinu en laskaðist þannig að framskipið fylltist af sjó. Bátsverjar gátu gefið togaranum merki um að reyna að komast undir Eiðið og leggast í var. Tókst það eftir langan barning og lagðist togarinn þar við festar.

Um morguninn lægði og komu þá tveir Breskir togarar Black Prince til aðstóðar og hugðust draga hann til Hafnar. En þá skeður eitt óhappið en, dráttartaugin slitnaði og bar togaran upp í Eiðið. Skipverjar 13 talsins björguðust í nærstaddan bát. Allar tilraunir til að ná skipinu út báru engan árangur og brimið sá svo um að brjóta skipið niður.  (Texti er að mestu úr Sjómannadagsblaði Vm 1981 Syrpa frá Árna á Eyðum)

Undirritaður kafaði 1972 með  Sigurði Óskarsyni kafara þarna niður og sá þá síðu spil og fl. heillegt úr þessu skipi, eflaust er það enn á sínum stað.

Kær kveðja

Sigmar Þór


Jólastjarnan eftir Sigurð Óskarsson trésmið og kafara með meiru

 

Sigurður Óskarsson trésmiður kafari báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski nú fyrir Jólin, diskurinn heitir   Jól með Óskari og Laugu. Mjög góður diskur sem ég mæli eindregið með.

Þessi texti á að mínu viti vel við þessa dagana.

Jólastjarnan

Nú jólaljósin ljóma í kvöld,

svo lítil björt og tær.

Þau minna á jólastjörnuna,

sem sífelt ljómar skær.

 

Húnboðaði komu frelsarans,

Sem lýsir skært vorn heim.

Við hlíta eigum orðum hans

Og helga oss megum þeim.

 

Því undirstaða hamingju

Er sífelda kenning hans.

Við skulum gleðjast saman í kvöld,

Yfir komu frelsarans.

 

Um trúna sem er oss æðsta hnoss

við skulum standa vörð.

Og efla frið og hamingju

á meðal manna á jörð.

 

Eftir Sigurð Óskarsson

Ég óska öllum vinum mínum og þeim sem heimsækja bloggið mitt

Gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, takk fyrir liðið ár

 

Vefji þig á vinar armi

vonarinnar bjarta sól

bægi frá þér böli og harmi

blessun Guðs um heilög jól.

Eftir Guðrúnu Jóhannsdóttir

Kær kveðja

Sigmar Þór


Að keyra drukkinn er dauðans alvara

 

Keyrum ekki drukkin

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að  kaupa gjafirnar  sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.  Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði  "Þetta á eftir að  taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".  Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju  árinu. Ég  vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað  svo eftir að jólin eru yfirstaðin.  Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að  skoða verðin,  hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
 Eftir smá  tíma í leikfangadeildinni, tók ég eftir litlum strák um 5 ára,  sem hélt  á dúkku upp við brjóstið sitt.  Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.  Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina  á honum og spurði "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?"  Gamla konan  svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna  elskan mín" Svo  bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún  skoðaði sig um.  Hún fór fljótlega.  Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði  til hans og  spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta  er dúkkan sem
 systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.  Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.  Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma  með dúkkuna til  hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði
 við mig  sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni  dúkkuna þar sem hún er
 núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið  henni hana þegar
 hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann  sagði þetta.  "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi  segir að mamma sé líka  að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið  með dúkkuna  fyrir mig og gefið systur minni hana".
 Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp  til mín og  sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg  strax.  Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni"  Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi.
 "Ég vil líka að  mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"
 "Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki  að fara, en pabbi  segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".  Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.  Ég  teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og  sagði við  strákinn "en ef við athugum aftur í vasan til að tékka
 hvort að þú eigir  nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég  vona að ég eigi nóg"
 Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir  því og við  byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni,  og meira að segja  smá afgangur.
 Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan  pening. Svo leit  hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá  bað ég Guð um að vera  viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna  handa systur  minni. Hann heyrði til mín, mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta  rós handa mömmu,  en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa  rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".  Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn.  Ég kláraði að
 versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um  litla strákinn.
 Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður  keyrði  drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa  voru í. Litla  stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan  varð að ákveða hvort  það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga  konan myndi  ekki vakna úr dáinu. Ég hugsaði, var þetta fjölskylda litla stráksins?
 Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu  að unga  konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð  og keypti búnt  af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar

sem fólk gat séð konuna  og kvatt  í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.  Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni  af  litla  stráknum og dúkkuna á brjóstinu.  Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.  Ástin sem  þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn  þann dag í dag,  erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður  þetta allt frá  honum.


 Núna hefur þú 2 kosti:
 1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.
 2) Eða hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað  þitt.


 Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern  til þess að keyra drukkinn.

Vinur minn sendi mér þessa sögu í gær, hún á erindi til  allra.

Kær kveðja

Sigmar Þór


Minnistæð sjóferð á gamla Herjólfi

 

Í gær var ég farþegi með Herjólfi og eins og oft áður fékk ég leyfi stýrimanns til að vera í brúnni á leiðinni til Þorlákshafnar, en ég var sjálfur stýrimaður á gamla Herjólfi í 16 ár og á þessu skipi í tvo mánuði þegar það kom nýtt, ég hef því mjög gaman af að vera í brúnni þegar ég er á ferðinni.

Þegar ég var þarna í brúnni flugu um hugan margar minningar frá því ég var þarna sjálfur stýrimaður og  lentum við þá í mörgum bæði skemmtilegum og oft hundleiðinlegum vandamálum. Mig langar að segja hér frá einu af mörgum atvikum sem kom í hugan þegar við sigldum framhjá Eyrarbakka í gærkvöldi.

Við vorum eitt sinn á leið til Þorlákshafnar á eldri Herjólfi í vægast sagt brjáluðu SA veðri með troðfullt skip af farþegum. Þegar við nálguðumst Þorlákshöfn mat  Jón Eyjólfsson skipstjóri það þannig að leiðin inn til Þorlákshafnar var kolófær, utan við garðana var leiðin samfellar  brotöldur og ekki vit í að reyna innsiglingu. Þar sem ekki var góður kostur að snúa við og berjast á móti veðrinu til Eyja aftur með allt fólkið,  ákvað Jón skipstjóri  að sigla til Reykjavíkur og koma þannig farþegum og bílum á áfangastað.

Hann tilkynnti því í kallkerfi skipsins að ófært væri inn til Þorlákshafnar og að siglt yrði til Reykjavíkur. Við settum síðan stefnuna fyrir Reykjanes á leið til Reykjavíkur.

 Rétt eftir að tilkynnt hafði verið um þessa breytingu var bankað á hurðina upp í stýrishús og upp kemur maður og kona sem  auðsjáanlega er í nokkru uppnámi. Hún spurði strax hvort skipið færi ekki inn í Þorlákshöfn?, Jón skipstjóri svaraði henni og sagði að það væri ófært þangað og við færum til Reykjavíkur og kæmum þangað seint í kvöld. 

Konan sagði þá að hún yrði að komast í land í Þorlákshöfn vegna þess að hún þyrfti  að komast til Reykjavíkur þar sem hún átti að leika eitt aðalhlutverkið í leikriti, og ef hún kæmist ekki  yrði að aflýsa leikritinu. Það getum við lítið gert í svaraði Jón, og bauð henni að nota farsímahlunkkinn sem við höfðum í brúnni á skipinu. Þarna er sími væna mín hringdu bara og láttu vita að þú kemur ekki til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld. Konan var ekki alveg á því að gefast upp og spurði nú Jón: Getur þú ekki reddað þessu farið til Selfoss? Nei það er ófært þangað líka svaraði jón.  Þarna gafst konan upp og fékk að hringja til að láta vita um þessi vandræði sín, það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hana að útskýra þetta fyrir leikstjóranum.

Ferðin til Reykjavíkur gekk vel og allir komust til síns heima og við sigldum heim daginn eftir í ágætu veðri.

Kær kveðja

Sigmar Þór


Lítil falleg jólasaga sem verðugt er að hugsa um í okkar penigahyggju þjóðfélagi

 

Lítil hjartnæm saga      

Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír.  Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.  Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði:  ,,Þetta er handa þér pabbi‘‘.  Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.  En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt.  Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði:  veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?‘‘  Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt.  Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.‘‘

Faðirinn varð miður sín.  Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá  því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp  ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.

Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum.  Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

Því miður veit ég ekki hver höfundur er.

kær kveðja

Sigmar Þór


Öryggismál sjómanna. Trémaðkur og krabbadýr í tréskipum

 

Trémaðkur og krabbadýr í tréskipum.

Nokkuð hefur verið um  að tréskip eru að sökkva við bryggju og reyndar einnig úti á sjó, þegar þetta gerist í höfnum  er auðvelt að rannsaka og finna út ástæður þess að skipið sekkur, ef skipið sekkur úti á rúmsjó er erfiðara um vik. Dæmi eru um að bátar hafa sokkið eða verið við það að sökkva vegna þess að þeir hafa verið maðk og eða tréátuétnir, man ég eftir nokkrum tilfellum.

Á síðustu árum hafa verið að aukast þau tilfelli að ormar eða tréáta er að finnast í trébátum, þetta gerast á stöðum sem þessi kvikindi hafa ekki sést í áratugi. Skýringin gæti verið sú að hér áður fyrr var öllu skolpi dælt í hafnirnar eins og t.d. sápu, klór, vídisóta og fl. Þetta hefur sennilega drepið þessi kvikindi eða haldið þeim í skefjum, allavega var lítið um að þetta næði að komast í tréskipin.

Þegar aftur á móti kröfur voru gerðar um að koma skolpi út úr höfnunum og skolp hreinsistöðvar komu til sögunar, fór að bera á þessu aftur, og nú er svo komið að ef ekki er hugsað um að taka upp og hreinsa skipin og mála á ársfresti mega menn eiga von á að skip þeirra verði þessum kvikindum að bráð.  Maðkur og krabbadýr geta gjöreyðilagt botn á tréskipum á stuttum tíma ef ekkert er að gert. Ekki nægir að tjarga eða bera blakkfernis á botninn eingöngu, þó það hjálpi mikið, heldur verður að bera sérstakan botnfarða yfir tjöruna eða grunninn.

mynd sem sýnir mun á tréátu og maðkmaðkur 2maðkur 1

Munur á maðki ( skeldýr, stauraormur) og krabbadýrum Tréáta ( Staurakrabbi) er sá, að maðkurinn leynist inn í viðnum og holar hann að innan, en krabbinn og skemmdirnar eftir hann eru alltaf sjáanleg.

Maðkurinn er örlítill þegar hann kemur inn í viðinn og gatið út úr viðnum verður aldrei stærra en það er í byrjun þegar maðkurinn kemur í hann.  Hinsvegar heldur maðkurinn áfram að stækka inn í viðnum meðan hann lifir, sem er á bilinu 15 til 18 mánuðir, hann fer aldrei út úr viðnum né inn í hólf eftir annan maðk.

 Maðkurinn er þar af leiðandi mun alvarlegra vandamál en krabbinn, þar sem erfitt getur verið að sjá götin eftir hann í viðnum, þó svo viðurinn sé kannski orðinn sem næst holur að innan.

Maðkurinn lifir ekki í fersku vatni og hann verður að hafa opna leið út í sjóinn til að þrífast, það er þetta litla auga sem hann gerir þegar hann kemur í viðinn.  Þetta þýðir að ef málað er yfir gatið eða því lokað á annan hátt, drepst maðkurinn. Holrúmið sem hann hefur gert verður þó að sjálfsögðu áfram  til staðar, en það getur þó verið betra að láta það vera óbreytt, heldur en að sponsa viðinn eða höggva skemmdina úr, ef holrúmið er ekki því meira. Stærð á holrúmi maðks má kanna með því að reka vír eða annað  sambærileg inn í gatið þar sem ormurinn fer inn.

Gamall skipaeftirlitsmaður sagði mér að ef bátar voru teknir á land á sumrin og þeir væru á landi í heitu veðri og hefðu í sér maðk, þá kom hvítur vökvi út úr götunum eftir orminn. Þetta gerist þegar ormurinn drepst inni í viðnum og var þetta kallað að báturinn muni gráta mjólk.

Tréátan eða Staurakrabbi finnst oftast upp undir skörum, hún er lítill krabbi, sem borar sig inn í tréð og verður um 6 mm langur, hann er 1-2 mm sver og í flokkum svo þéttum að veggirnir á milli þeirra eru aðeins brot úr mm að þykkt og skolast því létt í burtu, en önnur kynslóð af kröbbum kemur í staðinn, ef ekkert er að gert. Til að forðast skemmdir af völdum maðkas og tréátu er nauðsynlegt að láta útsúð tréskipa aldrei vera með beran viðin, heldur bera á hann viðurkenndan botnfarða, þetta varðar öryggi sjómanna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Eldgamlir bílar í Vestmannaeyjum

Eldgamall bíllgammall bill 

 Ætli einhver þekki þennan bíl ? , þetta eru gamlar  myndir teknar í Vestmannaeyjum með Heimaklett í baksýn. Kannski of gömul mynd fyrir flesta, nema  menn sem hafa gaman af grúski í gömlum fróðleik um liðna tíma.??????


Sumarferð upp á Stórhöfða árið 1954

  Sumarferð upp á Stórhöfða 1954    Sumarferð upp á Stórhöfða Sama fólk í sömu ferð

 Myndirnar eru teknar upp á Stórhöfða 1954

Það var ekki algengt 1954 að menn ættu bíl í Vestmannaeyjum, svo það var stundum farið í fjölskylduferðir út á eyju á bílum sem útgerðirnar áttu, fengu þá vinir og vandamenn oft að koma með, þessi mynd er tekinn í einni slíkri ferð, en bílinn átti Leó útgerðin sem Óskar Matt og Sigmar Guðmundsson áttu.

Við bíl frá vinstri: Sveinbjörn Snæbjörnsson, sonur hans Bjarki Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sveinn Matthíasson, sonur hans Pétur Sveinsson, litli drengurinn er Sævar Sveinsson, María Pétursdóttir móðir Sævars, Ársæll Árnason, Þóra Sigurjónsdóttir, Þorvarður Þórðarson, Óskar Matthíasson og Leó Óskarsson í kerrupoka. Uppi á palli eru frá vinstri: Páll Árnason, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjálmar Guðmundsson, Grétar Sveinbjörnsson, Gísli Már Gíslason, Adda Pálmadóttir, Sigmar Guðmundsson, Erla Sigmarsdóttir, Óskar Þór Óskarsson.

Kveðja

Sigmar Þór


Dauðaslys á sjómönnum og fl. tengt Vestmannaeyjum.

 

Dauðaslys og drukknanir á sjómönnum tengdum Vestmannaeyjum og á bátum frá Vestmannaeyjum einnig þau sem hefa hrapað í björgum. Þegar tekið er saman  dauðaslys sem orðið hafa á þessu tímabili 1968 til 1983 kemur í ljós að ótrúlega margir hafa dáið vegna slysa. Þetta er aðeins yfir 16 ára tímabil en seinna set ég meira af þessum lista mínum inn á bloggið mitt. Þetta er kannski ekki skemmtileg lesning en þörf til að minnast þeirra sem hafa farist og til að minna okkur á að halda vöku okkar hvað varðar öryggismál sjómanna.

Árið 1968

Þann 14. ágúst  drukknaði Sigurður Pétur Oddson 32 ára Fjólugötu 21 Vestmannaeyjum. Hann var skipstjóri á Guðjóni Sigurðsyni VE 120, var báturinn í söluferð til Aberdín í Skotlandi er Sigurður féll þar í höfnina og drukknaði. Sigurður var fæddur 18. maí 1936 í Dal í Vesstmannaeyjum og var oft kendur við það hús. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn.

5. nóvember Fórst vélbáturinn Þráinn NK 70 austan við Vestmannaeyjar í aftaka suðaustan veðri og stórsjó og brimi. Báturinn var að koma að austan af síldveiðum og á leið til Vestmannaeyja.Ekkert fanst af bátnum þrátt fyrir mikla leit flugvéla og 40 báta. Með bátnum fórust 9 sjómenn sem allir voru búsettir í Vestmannaeyjum nema einn. Með Þráinn NK 70 fórust þessir menn:

Grétar Skaftason skipstjóri f. 26.10.1926 hann lét eftir sig konu og 4 börn

Helgi Kristinsson stýrimaður f. 12.11.1945

Guðmundur Gíslason vélstjíri  f. 2.11. 1942

Gunnlaugur Björnsson vélstjóri  f. 13. 01.19941

Einar Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27.07.1928

Marvin Einar Ólason háseti  f. 2.05.1944

Gunnar Björgvinsson háseti f. 5.9.1950

Tryggvi Gunnarssonháseti f. 3.07.1949

Hannes Andresson háseti f. 29.11.1946

Árið 1969

1.april  Drukknaði í Friðarhöfn í Vm. Ragnar Guðmundsson 56 ára Löngumýri 6. Akureyri. Hann átti uppkomin börn.

8.maí  Drukknaði Karl Þórarinn Jóhannsson 51 árs matsveinn Vesturvegi 8 Vestmannaeyjum er hann féll milli skips og bryggju. Karl var matsveinn á Ísleifi IV VE. Hann var fæddur að Höfðahúsi í Vestmannaeyjum 23. deember 1917.  Hann lætur eftir sig uppkomin börn.

26. nóvember Drukknaði Tryggvi Kristinsson Miðhúsum 40 ára, Hann drukknaði í Vestmannaeyjahöfn. Hann var fæddur  21. mars 1928 í Hólmgarði í Vm, hann var ókvæntur og barnlaus.

24.júní Hrapaði Marteinn Sigurðsson 54 ára frá Skagafirði, er hann var að fara upp á Stóraklif í Vestmannaeyju. Hann var ókvæntur

Árið1970

19. janúar Drukknaði Ingimundur Magnússon 42 ára Melgerði 32 Kópavogi. Hann féll milli skips og bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Ingimundur var skipverji á Víkingi Re 240, hann var ókvæntur og banlaus.

Athuga barn druknar í Vilpu (vantar upplýsingar)

Árið 1971

5. mars Lést Kristinn Eiríkur Þorbergsson Álfshólsvegi 143 Kópavogi 19 ára er hann festist í spili mb. Sjöstjörnu VE sem að var í Vestmannaeyjahöfn.

Árið 1972

17. mars Drukknaði Hreinn Birgir Vigfússon 30 ára, Snælandi Raufarhön, háseti af vb. Þorsteini GK 15 en hann féll í Vestmannaeyjahöfn. Hann lætur eftir sig unnustu og eitt barn, en hann átti auk þess þrjú börn frá fyrra hjónabandi.

16. október Drukknaði Kjartan Sigurðsson 27 ára Vesturvegi 3b Vestmannaeyjum, er hann féll úrbyrðis af vb. Guðrúnu ÍS 267 á Ísafjarðardjúpi er báturinn var á leið í róður.

Árið 1973

5 febrúar Drukknaði Þráin Valdimarsson 26 ára vélstjóri í höfninni í Reykjavík, hann var kvæntur og átti tvö börn. Þráinn var fæddur í Vestmannaeyjum 3. júní 1946 og bjó þar uns gosið hófst 23.janúar 1973. Hann var oftast kendur við húsið Bræðraborg í Eyjum.

17. apríl. Lést Björn Alfreðsson stýrimaður 26 ára Digranesvegi 61 í vinnuslysi um borð í Páli Rósinkranssyni KE 42. Hann var kvæntur en barnlaus. Björn var fæddur á Djúpavogi 20. ágúst 1946. Björn ólst þar upp til fermingaraldurs, en flutti þá til Vestmannaeyja með foreldrum sínum. Hann bjó í Vestmannaeyjum til ársins 1971 er hann flutti til Kópavogs.

Árið 1974.

21.júni  Drukknaði í Vestmannaeyjahöfn Hermann Ingimarsson 43 ára lögheimili Hamrastig 31 Akureyri, en var búsettur á Sólhlíð 26 Vestmannaeyjum, fráskilin og lætur eftir sig tvö börn.

13.júli Slasaðist ung stúlka frá USA Christina E Sturtevant er hún hrapaði úr stiga í Heimakletti eftir að hafa fengið stein í höfðið,, hún lést nokkrum tímum eftir slysið.

30. október Lést Haraldur Magnússon 61 árs Hvamstanga, er hann lenti í togvindu um borð í vb. Rósu HU 294 ( áður Rósu VE ) Báturinn var að rækjuveiðum í Húnaflóa. Haraldur flutti til Vestmannaeyja  með móður sinni 1931, en hann var fæddur að Dyrhólum í Mýrdal 4. september 1912. Hann flutti eftir gosið til Hvammstanga.Hann var einhleypur.

Árið 1975

23. apríl. Drukknaði Alfreð Hjörtur Alfreðsson 23 ára stýrimaður Hæðarhrauni Grindavík. Hann flæktist í færi netatrossu og dróst útbyrðis af vb. Voninni II. SH 199 2,5 sjómílur út af Rifi. Hann var einhleypur. Alfreð Hjörtur var fæddur í Vestmannaeyjum 9. nóvember 1952 og bjó þar til 1973 er gosið hófst á Heimaey.

Árið 1976

25. september.  Drukknaði Sigurður Ingibergur Magnússon 20 ára námsmaður Hásteinsvegi 58 Vestmannaeyjum, fæddur15. september 1956 í Vestmannaeyjum. Sigurður var ásamt öðrum manni á bát út af Brimurð við Stórhöfða er bát hans hvoldi með fyrgreindum afleiðingum. Sigurður var einhleypur.

2. október. Drukknaði Ágúst Ingi Guðmundsson 54 ára frá Háeyri við Vesturveg í Vestmannaeyjum. Ágúst  Ingi var fæddur 20 október 1922 í Vestmannaeyjum. Hann féll milli skips og Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn, hann var einhleipur.

Árið 1977

2. apríl. Drukknaði í Vestmannaeyjahöfn  Kjartan Hreinn Pálsson 39 ára vélstjóri á Gunnari Jónssyni VE 555. Kjartan Hreinn var fæddur í Bólstað Hvammshreppi  24. janúar 1938. Hann fluttist með móður sinni til Vestmannaeyja aðeins eins árs gamall og bjó þar uns Heimaeyjargosið hófst 1973, þá flutti hann að Uthaga 12 Selfossi þar sem hann bjó þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

18. júní. Hrapaði Oddur Guðlaugsson  32 ára sjómaður Lyngfelli Vestmannaeyjum fæddur 22. mars 1945 í Vestmannaeyjum. Oddur hrapaði í Ofanleitishömrum vestur á Heimaey. Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig 6 börn

Árið 1978

1.október. Drukknaði Steindór Guðberg Geirsson 17 ára háseti er hann féll útbyrðis af skuttogaranum Klakk VE 103 er skipið var að veiðum við Surtsey. Steindór Guðberg Faxastig 4 fluttist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni 1964 og bjó þar síðan. Hann var eihleipur.

Árið 1979

1.mars. Fórst vélbáturinn Ver VE 200, 70 tonna  eikarbátur skammt SA af Bjarnarey. Var báturinn á heimleið af togveiðum er brorsjór lagði hann á hliðina og sökk hann skömmu síðar. Fjórir menn fórust með Ver VE  en  þeir hétu:

Birgir Bernótusson  stýrimaður 33 ára Áshamri 75 Vestmannaeyjum, fæddur 4 apríl 1946 í  Eyjum.  Lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn.

Reynir Sigurlásson 33 ára matsveinn til heimilis að Faxastig  . Reynir sem oftast var kendur vi Reynisstað, var fæddur í Vestmannaeyjum 6.janúar 1946  hann lætur eftir sig unnustu og eitt barn (son)

Grétar Skaftason 34 ára vélstjóri fæddur í Reykjavík 30 maí 1945. Fluttist til Eyja 18 ára gamall og bjó þar eftir það. Lætur eftir sig 1 barn (son)

Eiríkur Gunnarsson 22.ára háseti aðalstræti 16 Reykjavík. Hann hafði verið í Eyjum í stuttan tíma. Eiríkur var einhleypur

Árið 1980

7. mars. Drukknaði Sævar Jesson 39 ára Bergstaðastræti 28a Reykjavík. Hann féll útbyrðis  af  vb. Gafar VE  en báturinn var að netaveiðum út af  Ingólfshöfða. Sævar var nýfluttur til Vestmannaeyja, hann var einhleypur.

23. apríl. Fórst vélbáturinn Jökultindur SI 200  NV  af  Vestmannaeyjum. Jökultindur var 15 lesta stálbátur gerður út frá Vestmannaeyjum og stundaði netaveiðar þegar hann fórst, en var aðalega notaður við köfunarstörf. Þrír menn voru á bátnum og fórust þeir allir, þeir hétu:

Guðmundur Einar Guðjónsson kafari og sjókortagerðarmaður 49 ára Bogahlíð 18 Reykjavík fæddur 23 mars 1931. Hann hafði unnið mikið að köfunarstörfum við Eyjar. Lætur eftir sig eeiginkonu og 3 börn.

Magnús Rafn Guðmundsson 20 ára (sonur Guðmundar) Bogahlíð 18  Reykjavík, fæddur 7. desember 1959. Hann  hafði unnið að hafnarstörfum með föður sínum, var einhleypur.

Kári Valur Pálsson 20 ára Brekkugerði 12 Reykjavík fæddur 21. desember 1959. hann var einhleypur.

10. júlí. Fórst vb. Skuld VE 263 14 til 15 sjómílur SV af Geytahlíð. Um morgunin fór að hvessa af suðvestri þar sem Skuld VE var að lúðuveiðum með haukalóð. Hætta varð veiðum vegna veðurs og hélt báturinn sjó. Um hádegið fékk báturinn á sig brotsjó og fór á hliðina með mostur í sjó, hann rétti sig ekki við aftur, heldur sökk  á  skömmum tíma. Með bátnum fórust tveir menn þeir hétu:

Sigurvin Þorsteinsson 30 ára matsveinn hásteinsvegi 33 Vestmannaeyjum. Hann var fæddur 5. janúar 11950 í Vestmannaeyjum, hann var einhleypur.

Gísli Leifur Skúlason 36 ára vélstjóri Brekastig 31 Vestmannaeyjum. Hann er fæddur í Lambhaga 20.desember 1944, fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja 1948 og bjó þar síðan. Hann var einhleypur.

Árið 1981

16. febrúar um miðnætti hrakti vs. Heimaey VE 1  112 tonna stálskip í ofsaveðri   að Þykkvabæjarfjörum og strandaði. Hafði skipið verið að netaveiðum og fengið netin í skrúfuna svo vél þess stöðvaðist. Margar tilraunir voru gerðar til að koma dráttartaug í skipið en þær mistókust allar, enda veðrið óskaplega slæmt. Þegar skipið fór gegnum brimgarðinn, kom mikill brotsjór yfir skipið og tók með sér tvo menn af tíu sem um borð voru. Þeir drukknuðu báðir en þeir hétu:

Albert Ólafsson 20 ára háseti fæddur í Vestmannaeyjum 12. mars 1960.  Hann stundaði ýmsa verkamannavinnu og starfaði lengst hjá Vestmannaeyjabæ, en þetta var hans fyrsta úthald til sjós. Hann lætur eftir sig unnustu.

Guðni Torberg Guðmundsson 20 ára háseti  fæddur á Selfossi 15. maí 1960. Hann hafði búið í Vestmannaeyjum í tíu ár. Guðni Torberg var verkamaður í Vinnslu-stöðinni HF í Vm. áður en hann réð sig á Heimaey VE en hann var að byrja sína sjómennsku er hann réð sig á skipið. Hann var einhleypur.

4. mars. Týndist vb. Bára VE 141 hann var 12 tonn. Bára lagði úr Sandgerðishöfn kl.5 að morgni og mun hafa lagt línuna 20 sjómílur NV frá Garðskaga. Klukkan 1600 hafði Bára samband vi Keflavíkurradíó og voru þeir þá langt komnir með að draga línuna. Ekki heyrðist meira frá bátnum . Veður 6til átta vindstig. Tveir bræður voru á bátnum og fórust þeir báðir, þeir hétu:

Jóel Guðmundsson 45 ára vélstjóri og stýrimaður fæddur 1. júli 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði. Er hann lést bjó hann að Eyjaholti 7 Garði. Jóel flutti frá Vestmannaeyjum í Heimeyjargosinu 1973 en þar bjó hann að Eystri_Oddstöðum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Bjarni Guðmundsson skipstjóri Eyjaholti 9 Garði fæddur 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði. Fluttist til Vestmannaeyja1946 og  bjó þar til Heymeyjargosið hófst 1973. Hann var einhleypur.    

27. september. Drukknaði Daniel Willard Fiske Traustason 53 ára skipstjóri á Kóp VE 11 til heimilis Höfðavegi 1 Vestmannaeyjum. Hann drukknaði í höfninni á Neskaup-stað, mun hafa fallið milli skips og bryggju. Daníel fluttist til Vestmannaeyja 1955 og bjó þar ætíð síðan, hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Árið 1882

21. janúar. Strandaði Belgískur togari skammt sunnan við Prestabót austan við Heimaey. Togarinn hét Pelagus O.202 frá Ostande. Foráttubrim var um nóttina þegar pelagus strandaði. Hafði hann verið í togi annars belgisk togar en slitnað aftan úr honum og rekið síðan upp í urðirnar.Strandið varð um kl. 4 um nóttina.

Björguarfélag Vestmannaeyja, Hjálparsveit skáta, Slökkviliðið og fleirri björguðu sex skipverjum í land, en fjórir menn fórust í þessu skelfilega slýsi. Tveir björgunarmenn og tveir belgiskir skipverjar af Pelagus. Þeir sem fórust voru:

Hannes Kristinn Óskarsson 23 ár sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Vm. fæddur í Vestmannaeyjum 19. desember 1957. Hann starfaði í Áhaldahúsi bæjarins og við Áhaldaleigu Ármanns Óskarssonar  þegar hann lést. Hann lætur eftir sig unnustu.

Kristján K Víkingsson 32 ára heilsugæslulæknir , fæddur í Reykjavík 26. júní 1949. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði 1977n en starfaði síðan á sjúkrahúsum í Reykjavík um tveggja ára skeið. Eftir það gerðist hann héraðslæknir á Þyngeyri uns hann réðst til Vestmannaeyja sem heilsugæslulæknir í júlí 1980.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn .

Belgisku mennirnir sem fórust hétu:

Gilbert Stevelinck 17 ára

Patrick Maes  20 ára

10. júlí. Hrapaði Magnús Guðmundsson 18 ára Illugagötu 71 Vm. Fæddur í Vest-mannaeyjum 22. mars 1964. Hann stundaði nám í Iðnskólanum og lærði trésmíðar og vann sem trésmiður. Hann hrapaði 30 til 40 m niður í sjó er hann var við lundaveiðar í Sæfelli á Heimaey. Hann var einhleypur.

Árið 1983

28.október. Fórst Emil Pálsson 60 ára torfufelli 13 Reykjavík, hann var fæddur í Vestmannaeyjum 8 september 1923. Emil lauk námi í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum 1943 þá tvítugur, og var lengi stýrimaður og skipstjóri í Eyjum og víðar.

Emil fórst með sanddæluskipinu Sandey II. 671 lesta skipi frá Reykjavík. Hún fórst á Viðeyjarsundi með fullfermi af möl og sandi. Hafði hann aðeins verið stuttan tíma á skipinu sem matsveinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sex börn.

Með kveðju SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband