Færsluflokkur: Bloggar

Fyrir nokkrum árum var mikil umræða um eiturefnið FLÚOR

 

Fyrir nokkuð mörgum árum var mikil umræða hér á landi um eiturefnið fúor, margir sprenglærðir tannlæknar skrifuð greinar um þetta eitur og vildu fara að blanda fluor í drykkjarvatn okkar íslendinga og átti þar að byrja á að eitra drykkjarvatn Vestmannaeyinga. Sem betur fer voru hugsandi menn við völd í Vestmannaeyjum sem vildu ekki samþykkja þennan gjörning, og svo var einnig annarstaðar á landinu. Var þeim tannlæknum úr Reykjavík  sem börðust fyrir þessu bent á að þeir gætu eitrað vatn Reykvíkinga ef þeir hefðu svo mikla tú á þessu, það þorðu þeir ekki.

Mikið var lagt upp úr því í aulýsingum á tannkremi að það innihéldi FLÚOR og væri því bráðholt fyrir tennurnar. Þetta gekk svo langt að börn voru látin taka inn flúortöflur til að koma í veg fyrir tannskemmdir. 

En af hverju er ég að minnast á þetta núna, jú ég heyrði um daginn sögu af barni sem búið var að vera meira og minna veikt  í nokkur ár eða frá því það byrjaði að taka tennur. Það var búið að ganga með það milli lækna en ekkert fannst sem gæti skýrt veikindi þess.

Það var svo einhver læknir sem spurði móðir barnsinns hvort barnið notaði tannkrem sem væri flúor bætt ? Já svaraði móðirin það notum við og honum þikir tannkremið svo gott að hann notar mikið af því. Henni var ráðlagt að nota ekki tannkrem með flúor heldur flúor frítt. Það gerði hún og barnið læknaðist á nokkrum mánuðum.

Það er í raun furðulegt að enn sé verið að Flúorpennsla tennur í börnum með þessu eitri, þar sem alltaf er að koma betur og betur í ljós að þetta eitur er bráðdrepandi  og heilsuspillandi.

Hefur fólk tekið eftir því að hætt er að auglýsa tannkrem með flúor?, og ef  þið skoðið tannkremstúpur þá er sjaldan tekið fram að í því sé flúor, og ef það inniheldur flúor er það skrifað með mjög litlum stöfum.

Ástæðan fyrir þessu er sú að alltaf eru fleiri og fleiri rannsóknir að sýna að þetta FLÚOR  er baneitrað efni sem á ekkert erindi í menn eða skepnur.

Nokkrar staðreyndir um flúr:

Flúor  er eitthvað það mesta eitur sem til er og var áður eingöngu notað til að útríma Rottum og músum.

Flúor safnast hægt og hægt upp í líkamanum og getur valdið eituráhrifum á líkaman.

Flúorsblöndun vatns er bönnuð í  flestum löndum hér í kringum okkur.

Kær kveðja


Þekkir einhver bloggari þessa menn sem eru á myndinni

þekkir einhverGaman væri ef einhver bloggari þekkti þessa menn á myndinni, þetta eru sennilega eyjamenn, ef einhver þekkir mennina væri vel þegið að þeir skrifuðu nöfnin hér undir athugasemdir.

Komin eru nöfn, aftari röð  tfv. Hjálmar Hjálmarson frá Bakkafirði, Grétar Skaftason, Guðni ? pabbi Einars Guðna, Jón Frá Klömbru með hatt, Pétur Múrari Illugagötu 1. Árni Hannesar. Vantar nöfn á tveim fremstu.


Loftpúðaskip milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja

 

Tilraunir með Loftpúðaskip við Vestmannaeyjar

Í ágúst 1967 var gerð nýstárleg tilraun þegar fengið var svifskip til  af gerðinni SRN 6 til að sigla milli lands og Eyja, skipið kom til Vestmannaeyja á þilfari Tungufoss, þann 15 ágúst 1967  og fór fyrstu ferðina upp í sand þann sama dag. Það sigldi einnig milli Reykjavíkur og Akranes og var hér við land til. 29. ágúst, en af þeim tíma var það bilað í nokkra daga.

Lýsing á skipinu.

SRN 6 loftpúðaskipið sem kom til Eyja var smíðað til farþegaflutninga og tók 35 farþega . Öll lengd skipsins 14.76 metrar og breidd þess var 7.01 metri. Hæð þess þegar það stendur á lendingarstöllum er 4.57 metrar. Stærð farþegarýmis, sem er ofan á miðju skipinu ,er 6,62 metrar að lengd og 2.23 á breidd.. Annars er  meginhluti skipsins flothylki, og meðfram ytri brún þess er pilsfaldur, 1.22 metrar á hæð en innan þeirra er þrýstilofts púðinn sem, sem skipið svífur á. Lyfti og hreyfiaflsvél skipsins er 900 hestafla gastúrbína, og eldsneytið steinolía. Skrúfan sem knýr skipið áfram , er fjagra blaða loftskrúfa, með breytilegum skurði, 2.74 metrar í þvermál. Loftblásarinn sem framleiðir þrýstiloftið undir svifskipinu, er miðflóttaaflsblásari, 2,13 metrar  í þvermál.

Hámarkshraði í kyrru veðri og slettum sjó er allt að 60 mílur, eða 111 km/ kl.st. Venjulegur mesti hraði yfir sjó , þar sem bylgjuhæð er 1,2 til 1,5 metrar er hinsvegar 45 til 55 mílur , eða 83 til 102 km/klst. Þyngdin á svifskipinu fullhlöðnu er rúm 9 tonn.

Vanadis 2

Fyrsta ferðin

Í skýrslu sem Jón Í Sigurðsson hafnsögumaður gerði um ferðir SRN 6 svifskipsins á þessum tíma segir orðrétt: ,, Fyrsta ferð með gjaldskylda farþega. Árið 1967 þann 16. ágúst kl.15.31 startað. Kl. 15.35 í hafnarmynni, kl. 15.37 við Klettsnef , stefna á Krosssand. Kl. 15.47 lent í Krosssandi. Farþegar fóru út á sandinn um stund. Kl. 15.57 startað, keyrt vestur sand. Kl. 16.05 á flot á leið til Vestmannaeyja, kl.16.19 í hafnarmynni kl. 16.22 lentir í Botni. Veður VSV 3 vindstig ölduhæð 0,60 m. Farþegar 29 (þar af eitt barn) áhöfn 3 menn."

Þannig lýsir Jón þessari fyrstu ferð Svifskipsins með farþega upp í sand. Það tók sem sagt 12 mínútur  að fara frá hafnarmynni og upp í Krosssand.

vanadísin a

Fyrsta brimlending svifskips.

Þann 27. ágúst 1967 kl. 15.30 var ferð hafinn frá Vestmannaeyjum og ráðgerð lending í Markarfljóts útfalli. Veður S 7 vindstig, skúrir, allmikill sjór, ölduhæð 2,2 metrar. Kl. 15.55 lent í Markarfljóts útfalli, stoppað á sandinum, austan meginn við fljótsbakkan.

Ferðin gegnum brimgarðinn gekk með ágætum, ekki tók skipið á sig neina sjóslettu, fór hiklaust og óhindrað inn í árútfallið. Skipið lét vel að stjórn.

Ölduhæðin við ströndina var 9 til 10 fet ( um 3 metrar), öldulengd 25 - 30 metrar, þreföld og stundum fjörföld öldubrot  út frá ströndinni. Eftir nokkra dvöl á sandinum var lagt af stað til Eyja. Farið var út árútfallið og gegnum brimgarðinn var komið kl 17.10.

Ferinn til sjávar og út á rúmsjó gekk ágætlega, þá skipið var í brimgarðinum virtist það eiga auðvelt með að stiga öldufaldana, þótt allháir væru. Skipið lét vel að stjórn og ekki kom nein sjávarskvetta á skipið, út í gegnum brimgarðinn.

Í þessari ferð var veður og sjólag það vont að ekki var hægt að flytja farþega, sökum þess farkosturinn SRN 6 er það lítill að samkvæmt reglum þar að lútandi, er óheimilt, sé vindur yfir 5 vindstig og ölduhæð meiri en 5 vindstig og ölduhæð meiri en 1,5 metri að flytja farþega. Þó gefur þessi ferð reynslu og sönnun þess að svifskip mun stærri en SNR 6 henta aðstæðum hér betur, en hvað viðvíkur burða og viðnámsþoli.

Fyrsta brimlending og sjósetning svifskips reyndist með ágætum.

Síðasti dagur SRN 6 við Vestmannaeyjar

Mánudaginn 28. ágúst 1967 voru farnar 7 ferðir frá Vestmannaeyjum upp í Markarfljótsútfallið , með farþega. Lent var í hverri ferð vestanmegin á sandinum við árútfallið (Bakkafjöru).

Veður var SA 2 vindstig, skyggni gott, ölduhæð 1,6 til 1,8 m. á rúmsjó. Í þessum sjö ferðum var það mikið brim við ströndina, að útilokað var að lenda báti við sandinn, en svifskipið fór út og inn um brimgarðinn án nokkra tafa eða fyrirstöðu og ekki voru heldur nokkur óþægindi fyrir farþega á ferðum svifskipsins, aðeins hreyfing eins og keyrt væri á vondum vegi í bifreið.

Þennan dag lauk tilraunaferðum milli Vestmannaeyja og fastalandsins, svo og hringferðum um Heimaey.  Alls urðu ferðirnar 23 og telst ferðin, sem farin var 27. ágúst 1967 kl. 1530 (brimlendingin) tvímæalalaust sú ferðin sem bestum og mestum árangri hefur náð í þessum tilraunarferðum og  sannar notagildi þessa nýja farartækis, þá því aðeins að farartækið verði mun stærra en SNR 6.

Þriðjudaginn 29. ágúst 1967 var lagt af stað frá vestmannaeyjum til Reykjavíkur með viðkomu á Selfossi. O.s.f.v.

Hér læt ég staðar numið en skipið fór til Reykjavíkur og var við tilraunasiglingar milli Akranes og Reykjavíkur.

Í stuttu máli sagt var skipið hér í 14 daga og flutti farþega upp í sand og til baka eða fór kringum Eyjar og stundum að Surtsey,  en 18 ágúst bilaði svifskipið og varð það óstarfhæft til 26. ágúst eða í 8 daga.

 Undirritaður var svo heppinn að komast með þessu skipi eina ferð upp í sand og mun ég seint gleyma þeirri ferð.

Þessi grein er svo til öll skrifuð nánast orðrétt upp úr skýrslu sem Jón í Sigurðsson þáverandi hafsögumaður skrifaði um tilraunirnar með Svifskipið. Myndirnar tók Eiríkur Þ. Einarsson og fékk ég leyfi hans til að hafa þær hér með.

 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

 

 

 


Eigum við sanna vini ?

 

KÆRU VINIR

Ég veit ekki hver er höfundur af þessari fallegu vísu

En hún vekur mann til umhugsunar um vinina alla sem

Við eigum og hvað við þurfum að vera meðvituð um það

hvað lífið er ekki alltaf eins og við viljum hafa það.

 

Vinurinn

Í grenndinni veit ég um vin sem ég á,

Í víðáttu stórborgarinnar.

En dagarnir æða mér óðfluga frá

Og árin án vitundar minnar.

 

Og yfir til vinarins aldrei ég fer,

Enda í kappi við tímann.

Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,

Því viðtöl við áttum í símann.

 

En yngri vorum við vinirnir þá,

Af vinnuni þreyttir nú erum.

Hégómans takmarki hugðumst við ná,

Og hóflausan lífróður rérum.

 

"Ég hringi á morgun" ég hugsaði þá,

" Svo hug minn fái hann skilið",

En morgundagurinn endaði  á

að ennþá jókst milli okkar bilið.

 

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,

að dáinn sé vinurinn kæri.

Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,

Að í grenndinni ennþá hann væri.

 

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,

Gleymd ekki hvað sem á dynur,

Að albesta sending af himnunum send,

er sannur og einlægur vinur


Farmiði með SRN 6 Loftpúðaskipi milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru

farmiði með SRN 6 

Þetta er farmiði sem ég keypti með loftpúðaskipinu SRN 6 og fór með því upp í Bakkafjöri 1967


Bakkafjara

100_3401 

Bakkafjara, á milli Markafljóts og dæluskúrs sem sést  á myndinni verður hugsanlega Bakkafjöruhöfn, þarna er nú blíða og sléttur sjór.


Hugleiðing eftir Ágúst Sæmundsson

 

Hugleiðing

Ég er gamall og lúinn og geng ekki hratt

Og get ekki fylgt hinum yngri.

Víst er það dauflegt ég segi það satt,

Að sjá hvernig ellin hún gerir allt bratt

Og verkamannsviðbrögðin þyngri

 

Já oft virðist brekkan sú brött og svo há

Og bjartsýnin næstum að þrjóta.

Gangan svo erfið og getan svo smá

Að gangmóðan langar að sneiða þar hjá

Hvíldar og næðis njóta.

 

En áfram skal þramma um ævinar stig

Og ánægður lífinu taka.

Oft hefur lánið þar leikið við mig

Og ljúfsælu stundirnar minna á sig

Á leiðinni ef lít ég til baka.

 

Eftir Ágúst Sæmundsson


Hættuvitar ljóð eftri Jóhannes úr kötlum

 

Hættuvitar

Nú loga hér víða vega blys,

Er vitar lífsins í augum brenna.

En erfitt finnst mér að forðast slys

Í flokki svo yndislegra kvenna.

En hugguleg virðist hætta sú,

Þó hóflegt skipbrot sé kannske vissast,

Fyrst sett var í lög að segja þú,

Já, sjálfsagt verður næst að kyssast.

 

Ljóð þetta orti Jóhannes úr Kötlum í tilefni af því að á landsþingi Slysavarnafélagsins, er skáldið var fulltrúi á, var samþykkt að allir fulltrúar skyldu þúast til að sýna einlagni þeirra og samstarfsvilja.  Þetta ljóð er í Árbók Slysavarnarfélags Íslands 1962


Eftirminnileg saga frá veru minni sem stýrimaður á Eldri Herjólfi

 

Þetta er saga sem ég punktaði hjá mér, ein af mörgum  um eftirminnileg atvik frá veru minni sem stýrimaður á Herjólfi.

Það var há vetur og við vorum að lesta gamla Herjólf, veður var kolvitlaust  SV 10 til 12 gömlu vindstigin eða stormur og gekk á með snjóbil öðru hvoru. Ég var í þetta skipti að afgreiða fólkið sem kom upp landganginn, en hinn stýrimaðurinn var fyrir aftan skipið og rukkaði bilana. Þetta var á föstudegi og mikið af fólki að fara með skipinu og fjöldinn allur  af börnum að fara upp á land til að keppa á einhverju íþróttamóti í Reykjavík. Áhyggjufullir foreldrar sem voru að fylgja börnum sínum til skips komu nokkrir til mín að spyrja um veðrið á leiðinni, hvort eitthvað vit væri í að senda börnin með skipinu í þessu veðri. Ég svaraði öllum því  að það væri ekkert vit í því, og man ég eftir að farið var með þrjú börn til baka eftir að foreldrar höfðu talað við mig.  Því miður var oft farið með hópa af börnum á milli Eyja og þorlákshafnar þó veður væri mjög slæmt og man ég eftir mörgum börnum sem voru mjög hrætt að ferðast með skipinu í þessum veðrum að ég tali nú ekki um sjóveikina.

Þegar líða tók að brottför kom ein kona til mín sem var fararstjóri eins hópsins og spurði hvernig veðrið yrði á leiðinni, ég  svaraði :" það er kolvitlaust veður og að mínu viti ekki glóra í að fara með öll þessi börn með skipinu í þessu veðri"  Hún varð hálfill og sagði:"það væri nú aldrei farið  neitt ef  allir hugsuðu  eins og þú", og þar með rauk hún inn í skip.

Nú var komið að brottför og landgangur tekinn frá borði og mannskapurinn fer fram og aftur á skipið að sleppa landfestum. Aðalvélin  sem var aðeins ein,  sett í gang og skipstjóri kallar í kallkerfi að það megi sleppa landfestum. Það er gert og við erum að draga þær inn þegar allt í einu er drepið aftur á aðalvél. Í sama mund er kallað í hátalara að binda skipið strax aftur. Sem betur fer er suðvestanátt þannig að skipið helst að bryggju vegna þess að stormurinn feykir því að bryggjunni. Ég fer að kallkerfinu og spyr skipstjóra hvað sé að og hann segir að það hafi bara verið drepið á vélum.

Þegar betur var að gáð hafði andvægi á sveifarás aðalvelar losnað af sveifarás og farið í gegnum pönnuna og þar með fór öll olía af vélini. Skipið var því vélarvana..

þegar þetta var ljóst var tilkynnt í hátalarakerfi skipsins að ekki væri hægt að fara af stað þar sem aðalvél skipsins hefði bilað og ekki væri hægt að gera við hana í bráð, farþegar gætu því farið frá borði. Ekki voru allir sáttir við þetta og vildu fá nákvæma skýringu á hvað væri að og af hverju skipið gæti ekki farið. Vélstjórarnir á skipinu voru nú búnir að finna áður nefnda bilun og var því hægt að skýra út fyrir farþegum og fararstjórum hvað alvarleg bilun í vél var.

Einn fararstjórinn kom til mín og spurði mig hvað hefði skeð ef skipið hefði nú verið komið hálfa leið til Þorlákshafnar þegar þessi bilun hefði átt sér stað? Ég sagði honum að það hefði getað farið illa, skipið hefði líklega lent upp í fjöru með allt þetta fólk, og það er örugglega engin bátur á sjó í þessu veðri til að taka okkur í tog. Hann horfði á mig og sagði: "þið eruð rugglaðir".

Þetta er eitt dæmi af mörgum, þar sem gæfan fylgdi þessu skipi og sem betur fer hefur það einnig verið með nýja Herjólf,  það má heldur ekki gleyma því að á skipunum hefur ávalt verið góðir skipstjórar og úrvalsmannskapur og þannig er það í dag.

 


Leó Ve 400 , Maggí VE 111 og Þórunn Sveinsdóttir VE 401 myndin tekin þegar hún kom ný til Eyja 1971

totajulLeó VE 400 í Grimsbý  Maggí VE 111

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband