Sumarferð upp á Stórhöfða árið 1954

  Sumarferð upp á Stórhöfða 1954    Sumarferð upp á Stórhöfða Sama fólk í sömu ferð

 Myndirnar eru teknar upp á Stórhöfða 1954

Það var ekki algengt 1954 að menn ættu bíl í Vestmannaeyjum, svo það var stundum farið í fjölskylduferðir út á eyju á bílum sem útgerðirnar áttu, fengu þá vinir og vandamenn oft að koma með, þessi mynd er tekinn í einni slíkri ferð, en bílinn átti Leó útgerðin sem Óskar Matt og Sigmar Guðmundsson áttu.

Við bíl frá vinstri: Sveinbjörn Snæbjörnsson, sonur hans Bjarki Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sveinn Matthíasson, sonur hans Pétur Sveinsson, litli drengurinn er Sævar Sveinsson, María Pétursdóttir móðir Sævars, Ársæll Árnason, Þóra Sigurjónsdóttir, Þorvarður Þórðarson, Óskar Matthíasson og Leó Óskarsson í kerrupoka. Uppi á palli eru frá vinstri: Páll Árnason, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjálmar Guðmundsson, Grétar Sveinbjörnsson, Gísli Már Gíslason, Adda Pálmadóttir, Sigmar Guðmundsson, Erla Sigmarsdóttir, Óskar Þór Óskarsson.

Kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Gaman af svona heimildum Sigmar, kveðja úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Helgi gaman að þú lætur heyra í þér á blogginu, ertu búinn að vera á sjónum.

kveðja sigmar

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.11.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Við komum í dag um kl 18 og lönduðum tæpum tveimur gámum af ýsu, já við lönduðum á Eskifirði um síðustu helgi svipuðum afla, rosaleg bræla var kominn í dag þegar við komum heim. kveðja úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru skemmtilegar heimildir Sigmar, gaman að þessu......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 00:01

5 identicon

Sæll Simmi   Gaman að þessum myndum hjá þér bíð eftir fleyri kveðja  Helgi Lása

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:54

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigmar. Ekkert jafnast á við myndir frá liðnum dögum og þessar frá þér eru skemmtilegar. Þar sem hann Helgi Lása vinur okkar er svo askoti áfjáður í meira að sjá frá gömlu dögunum, þá væri ekki úr vegi að  spyrja ,  hvort hann lúri ekki á,  eins og einni gamalli mynd? 

Þorkell Sigurjónsson, 2.12.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll ,  já Þorkell það er gaman að skoða og grúska í þessu gamla, verst að maður getur helst ekki hætt maður festist í þessu, en það er kannski margt verra en það að hafa áhuga á þessu. Já það væri gaman ef Helgi Lása  vinur okkar setti inn nokkrar myndir úr Lautinni. Við skorum hér með á hann að gera það.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.12.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Það er alltaf gaman af svona gömlum myndum.Nú svo átti ég"ítök"í einni á myndinni.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband