Færsluflokkur: Bloggar

Frábær þjónusta hjá TOYOTA

IMG_5103

 

Toyota umboðið er einstakt hvað þjónustu við viðskiptavini snertir.

 Í dag er þjónustudagur Toyota og var boðið upp á eftirfarandi:

Fyrst gáfu þessar myndarlegu konur sumargjöf í tilefni dagsins, það var tveir snakkpokar og bland í poka ásamt bílasvampi og bílasápu af bestu gerð.

 

 

 

 

 

 

IMG_5105

 

 Þá var næst boðið upp á bílaþvott sem var vel gert í alla staði, fyrst farið með háþrýstisprautu, síðan sápuþvegið og skolað og endað með því að þurka bilinn þannig að hann var glansandi á eftir.

 Þetta gekk allt ótrúlega vel þar sem mikill fjöldi manna og kvenna var við þessa vinnu hjá Toyota.

 

 

 

 

 

 IMG_5107

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5112

 

 Að endingu var boðið upp á grillaðar pylsur eða pulsur, sukkulaðikex öl og fl. 

Þegar maður var búinn að borða sig saddan af pulsunum gat maður farið inn í bílasalinn og keypt sér nýjan RAV 4 sem kostar 5,9 millur, en af því að allt var frítt hjá TOYOTA í dag var ég ekki með veskið þannig að það verður að bíða að fá sér nýjan bíl Blush

 

 

 

 

 

IMG_5114IMG_5117

Ég er sannfærður um að það er ekkert bílaumboð sem kemst með  tærnar þar sem Toyota er með hælana hvað varðar þjónustu, enda með bestu bílana til sölu.

TOYOTA menn og konur, ég þakka fyrir mig Smile

Eigið góðan kosningadag.


Urðarvitinn austur á Heimaey

Urðarviti

 

 

 

Urðarviti fór undir hraun 1973 hann var staðsettur austur á Urðum.


Fór bryggjurúnt í gær.

IMG_5081

 

Myndirnar tók ég í gærkvöldi þegar ég fór á bryggurúnt. Í Sundahöfn var þetta glæsilega farþegaskip.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 IMG_5087

 Við Ægisgarð var þetta danska skip

 

 

 

 

 

 

 

 

 IMG_5089

 

Og hér má sjá einn farþegabátinn sem bíður nú eftir að ferðamenn fara að koma í hópum til landsins.


Til hamingju Hera Björk og co

Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta var það sem við þurftum. Við erum búin að vera vinna eins og skepnur fyrir þessu undafarnar vikur og mánuði, þannnig það er dásamlegt þegar maður uppsker eins og maður sáir. Þá er ekki hægt annað en að vera í hamingjukasti. Ég grét eins og fegurðardrottning; alt eftir bókinni," sagði Hera Björk Þórhallsdóttir

Hera Björk og co stóðu sig vel í kvöld, ég óska þeim til hamingju með árangurinn þetta var virkilega flott hjá þeim. Vonandi gengur þeim vel í aðalkeppninni.


mbl.is Erum í hamingjukasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að gefa rauða rós í Kópavogi

 Hér kom heim til okkar í kvöld myndarlegur og kurteis maður frá einum stjórnmálaflokki

og færði konu minni fallega rauða rós, með þeim orðum að að hann vonaði að hún

hugsaði til þeirra á kosningadaginn, sagði að flokkurinn væri með frábæra konu í forustu.

Mín sagðist hugsa málið Smile

 

 

Ég hugsaði með mér eftir heimsókn þessa manns, væri ekki sterkur leikur hjá þessum flokki að afhenda með rósinni eftirfarandi vísu eftir Unu Jónsdótti grasakonu úr Vestmannaeyjum. Það veitir ekki af uppörvun á þessum stórahrunstímum:

 

 Alla sem mér leggja lið,

lukkan styðji þess ég bið,

yndi lífsins öðlist þið,

eilíflegan sálarfrið 

 

                 U.J.D

 

Kær kveðja

 

 


Bátar við ból

 

Bátar við ból

 Bátar við ból inn í botni, flott mynd sem égt hef áður sett hér á bloggið mitt

 


Myndir frá Grímsey

100_0917

 

Myndirnar tók ég í Grímsey í júli 2007 er ég var þar við vinnu.

Í Grímsey er nú góð höfn fyrir þá báta sem þaðan eru gerðir út.

 

 

 

 

 

 

 100_0926

Flughöfnin í Grímsey er einnig góð.

 Hér er mynd af Flugvéinni og áhöfn hennar, ekki man ég nöfnin á þessu fólki nema flufstjórinn sem er lengst til vinstri  heitir Kolbeinn. Í baksýn er flugturninn og farþegaskýli.

 

 

 

 

 

 100_0913


Laumufarþegar frá Bremenhafen

Laumufarþegar

Þessir tveir drengir eru þýskir. Þeir laumuðust um borð í Bjarnarey VE 11 er togarinn landaði í Bremenhafen skömmu eftir stríð. Ekki komst upp um þessa ungu laumufarþega fyrr enn skipið var komið langleiðina til Vestmannaeyja. Þeir fengu ekki  að fara í land í Vestmannaeyjum og urðu að dúsa um borð í skipinu meðan fiskað var í aftur. Skipið sigldi síðan til Bremenhafen þar sem þeim var skilað aftur.

Ekki kemur fram nöfn þeirra í texta með myndinni.

 Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997

Bjarnarey VE  í höfn


Frændur á ferðalagi í London

Karl Jónsson KjarrbergiÍ london 1

Myndirnar eru teknar að mig minnir í London í kringum1965 til 1967, við vorum í siglingu á Leó VE 400 og lönduðum í Grímsbý.  Sigmar Þór, Sigurjón, Mathías og Kristján.

Í london 2


Eykyndilskonur sauma

Slysavarnardeildin 2

 

Eykyndilskonur sauma gardínur fyrir glugga í Básum við Básakersbryggju, rétt fyrir vígslu hússins að mig minnir.

Tfv: Jóna Víðivöllum, Margrét Varmadal, Ninna, Kolbrún, Anna, Sigríður.

 

 

 

 

 

Slysavarnardeildin 1

 

Tfv: Soffía, Ester, Nanna Rósa og Kolbrún.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband