Ísak VE 3

Ísak VE 3

Smábáturinn Ísak VE 3 að koma að landi með góðann afla að mér sýnist. Með spottann er Svavar Sigmundsson sem lengi hefur stundað trilluútgerð ásamt fleiri meðeigendum. Ég held að flestir bátarnir hans hafi heitið Ísak, vinsamlegast leiðréttið ef það er ekki rétt hjá mér.

Myndin líklega frá 1990 eða þar um bil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég er næstum því viss um það sé rétt með nafnið á bátunum hjá Svavari Sigmunds. Er þetta báturinn sem sökk hér inn á Ál um árið er þeir voru á fá gefins síld?

Er ekki annars allt gott að frétta?

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.7.2012 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, fyrirgefðu hvað ég svara seint en ég hef verið í Fljótshhlíðinni síðustu daga og kom heim í dag. Frábært veður og alltaf jafn gaman að vera þarna í sumarblíðunni. Í Sjómannadagsblaði Vestmanneyja 1985 stendur m.a. að trillubáturinn Ísak VE 3 hafi sokkið 14.október 1984 skamt norðvestur af Faxaskeri. Tveir menn um borð og var þeim báðum bjargað. Þessa mynd held ég að ég hafi tekið eftir að þessi bátur sökk.

Mig minnir að sá sem sökk hafi verið færeyingur eins og þeir voru kallaðir, er samt ekki viss.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.7.2012 kl. 20:51

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já ég man það núna er þú nefnir færeyjing, sá bátur var smíðaður í Skipaviðgerðum hér í Eyjum, reyndar sá fyrsti hjá Skipaviðgerðum, ég man það glöggt.

já var ekki gott að vera í Fljótshlíðinni? Voru þið hjá Sigga á Hvassó og frú?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.7.2012 kl. 20:34

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi já ég held að það hafi verið færeyingur. Jú ég var að koma í gær aftur úr Fljótshlíðinni það er fínt að vera þar, vorum bæði í bústaðnum hjá Sigga og í hjólhýsi. Við vorum nú í seinni ferðinni einn sólahring á Hellu og tvo á stokkseyri, það er búið að vera frábært veður í fríinu.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.7.2012 kl. 19:56

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 22.7.2012 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband