LHG Þyrlan TF-SIF

þyrlan TF SIFÞyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýnir og æfir björgun úr sjó við Akraneshöfn 1992.

Nú eru þyrlur LHG mun öflugri og stærri björgunartæki.

TF-SIF fórst í júlí 2007 frétt af vísir.is frá 16. júli 2007.

TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp.

Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið átti stað. Þar var hún að æfa hífingar úr sjó þegar hún missti skyndilega afl.

Áhöfn þyrlunnar náði að blása út björgunarbelgi vélarinnar áður en hún skall í sjóinn en þar hvolfdi henni hins vegar. Fjórir menn voru um borð í vélinni og náðu þeir allir að komast út. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson, frá björgunarsveit Hafnarfjarðar, var þar skammt frá og bjargaði mönnunum upp úr sjónum. Þeir eru allir ómeiddir og komu allir í land upp úr klukkan níu í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband