Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2014 | 20:21
Starfsmenn Net hf. Vestmannaeyjum
Starfsmenn Net hf. á fyrstu árum fyrirtækisins en það var stofnað 1963 af þeim Finnboga Ólafssyni netagerðarmeistara, Óskari Haraldsyni netagerðarmanni og Júlíusi Hallgrímsyni þá fyrverandi skipstjóra. Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986 og fylgir grein er nefnist Net hf Vestmannaeyjum. Greinin er eftir Hörð Óskarsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2014 | 16:19
Soffía, Þura og Bobba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2014 | 15:36
Lifsháski eftir Halldór Svavarsson
Ég má til með að kynna bókina Lífsháski en bókina skrifaði Eyjamaðurinn
Halldór Svafarsson seglasaumari með meiru.
Bókin er bæði skemmtileg og spennandi, þetta er góð saga um börn sem lenda í lífsháska
og gott fólk sem starfar bæði á sjó og landi.
Hún gerist að mestu við sjó á litlu skeri með vita og skipsbrotsmannaskýli , einnig um borð
í skipi sem lendir í slæmu veðri og á í erfiðleikum.
Þetta er bók sem allavega höfðar til mín og örugglega margra sjómanna,
einnig ætti hún að höfða til þeirra sem lifa og búa við sjávarsíðuna.
Sem sagt góð bók sem hefur kannski líka boðskap sem við höfum gott af að
kynnast. Þetta er bók sem ég mæli með að bæði börn og fullornir lesi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2014 | 17:57
Guðlaugur Stefánsson og Óskar Sigurðsson
Guðlaugur Stefánsson forstjóri og Óskar Sigurðsson endurskoðandi staddir í London í júlí 1949. Blessuð sé minning þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2014 | 20:46
Kannast einhver við prestinn ?
Fann þessa mynd í einum kassanum sem ég er að yfirfara, hef ekki hugmynd um hvaða maður þetta er, eða hvernig þessi mynd er tilkomin í mínar hirslur. Þekkiir einhver hér á blogginu prestinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2014 | 15:48
Presthjónin Kjartan Örn og Katrín Þórlindsdóttir
Presthjónin Kjartan Örn Sigurbjörnsson og Katrín Þórlindsdóttir bjúggu nokkur ár í Eyjum þar sem Kjartan Örn var prestur og Katrín vann sem hjúkrunarfræðingur ef ég man rétt.
Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1985 og er örugglega tekin af Sigurgeir Jónassyni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2014 | 14:04
VÍÐFÖRLI, Kirkja og Þjóðlíf. Bjarni Karlsson prestur
Það er ýmislegt sem kemur upp úr kössunum sem ég hef ekki opnað síðan við fluttum frá Eyjum 1998. Þetta blað Víðförli frá árinu 1985 er eitt af mörgu sem ég hef safnað og geymt, þar er skemmtileg grein með Bjarna Karlsyni sem var prestur í Eyjum ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur frá árinu 1991 til 1997. Greinar um Reynir Pétur göngugarp og skemmtileg grein um Ómar Ragnarsson sem byggist á viðtali við konu hans Helgu Jóhannsdóttir. Þetta ásamt mörgum öðrum góðum og uppbyggilegum greium er í þessu blaði. Gaman væri að vita hvort umrætt blað er enþá gefið út eða hvor þetta var einungis eitt kynningarblað.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2014 | 13:27
Er einhver glóra í þessu hjá RÚV?
![]() |
Framkvæmdastjórum RÚV sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2014 | 15:32
Nýju stigvélin
Á nýjum stigvélum
Vertíðina 1962 var ég beitumaður á Gullþórir VE eigandi bátsins var Helgi Benediktsson og skipstjóri Gísli Sigmarsson frændi minn. Ég var þarna yngstur í beituskúrnum sem var staðsettur beint upp af Bæjarbryggju eða rétt fyrir ofan Kuða. Ekki man ég nöfnin á öllum þeim sem voru með mér í skúrnum, enda skiptir það ekki máli . Tvö atvik eru mér í fersku minni frá þessari vertíð sem ég skrifaði örfáar línur um í litla vasabók sem ég á frá þessum árum, langar mig að segja hér frá öðru þeirra.
Ég var að koma úr mat en á þessum tíma átti ég heima að Faxastig 47 og átti ekki bíl frekar en margir aðrir um þetta leiti, þannig að ég labbaði bæði úr og í vinnu eins og flestir á þessum tíma.
Þegar ég kem niður á Bárustig hitti ég einn af beitumönnunum sem ég var að beita með, hann var einnig á leið úr mat og niður í beituskúr, hann var aðkomumaður og kom til að vera á vetrarvertíð í Eyjum. Hann heilsar mér þar sem við hittumst og spyr í leiðinni hvernig mér lítist á nýju stígvelin sem hann var að kaupa. Þetta voru skítabrún frekar lág stigvél frekar ódýr sem á þessum tíma voru vinsæl þó liturinn væri ekkert sértakur. Stigvélin fengust að mig minnir í Eyjabúð. Ekki kunni ég við að segja annað en að stígvélin væru ágæt þótt mér fyndist liturinn ekki fallegur.

Þegar við komum austur fyrir Verslunina Bjarma ( verslunina átti Helgi Ben) , þá er þar stór og mikill 10 15 sm djúpur pollur sem hafði safnast þar saman og glansandi íshella var í botni hans.
Ég sneiddi náttúrulega framhjá þessum stóra polli en vinnufélagi minn fór bara beint af augum og ætlaði auðsjáanlega yfir pollinn, honum datt ekki í hug að breyta stefnu enda á splunkunýjum stigvélum sem þarna var tilvalið að prófa. Hann gekk hiklaust út í pollinn, hann hélt á hitabrúsa í annari hendi en nestisbréfpoka með brauði í hinni hendinni, þannig var gengið frá nesti á matstofum bæjarins í þá daga. þegar vinnufélagi minn var komin út í miðjan pollinn, byrjar hann að renna á svellinu, í fyrstu reyndi hann að halda jafnvæginu með því að sveigja sig og beygja og skellti löppunum fram og aftur eins og hann væri að dansa rúsneskan kosekkadans. Það kom að því að hann var að missa jafnvægið og þá flaug hitabrúsin upp í loftið með tilheyrandi brothljóðum og nestispokinn fór sömu leið og lenti einnig í pollinum. Nú datt hann aftur fyrir sig en hafði að setja hendurnar niður þannig að hann fór ekki með rassin ofan í pollinn. Hann var smástund í þessari stellingu með magan upp í loftið eða í brú eins og sagt var í gamla daga, þannig horfði hann á mig alvarlegum augum , þar sem ég stóð utan við pollinn og var í virkilega miklum vandræðum með að halda niðri í mér hlátrinum. Hann hefði kannski getað labbað þannig á höndum og fótum á krabbagangi upp úr pollinum, en það gerði hann ekki, heldur ætlaði hann sér að reisa sig eldsnöggt upp og standa aftur í lappirnar. En það fór ekki betur en svo að hann datt endilangur í pollinn og rennblotnaði allur . Nú fór ég út í pollinn til að hjálpa honum að standa upp, en eins og áður segir þá var flughált í pollinum og erfitt að fóta sig, en þetta gekk, við studdum hvor annann og þannig komumst við upp úr án þess að renna á rassgatið, en félagi minn var allur meira og minna hundblautur og nýju stigvélinn hálffull af vatni.
Við löbbuðum upp að vegg sem var þarna rétt hjá þar sem hann helti vatninu úr nýju stigvélunum og tjáði mér að hann ætlaði heim í þurr föt.
Ég hálf skammaðist mín fyrir að geta ekki setið á mér að hlæja að þessum óförum vinnufélaga míns, en honum var ekki skemmt. En svona eftir á að hyggja þá hafði hann bara gaman af því þegar við minntumst á þetta nokkrum vikum seinna, þó hann hafi auðvitað verið grútfúll þegar óhappið átti sér stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)