Er einhver glóra í þessu hjá RÚV?

Er einhver vitglóra í þessu hjá nýjum útvarpsstjóra, að segja upp á einu bretti öllum framkvæmdastjórum fyrirtækisins?. Væri þetta gert í sérhæfðu einkafyrirtæki ? Hann hefur ekki mikið álit á því fólki sem er í þessum mikilvægu störfum og þarna vinnur við hlið hans, flestir með áratugareynslu við þessa ágætu stofnun sem endalaust er verið að gagrýna. Þetta er kannski þannig vinna að hans mati að það sé ekki vandamál að finna hæfilekaríkt fólk sem getur bara sest í þeirra stól og gert allt miklu betur en þeir starfsmenn sem fyrir eru, og þá að sjálfsögðu fyrir færri krónur.
mbl.is Framkvæmdastjórum RÚV sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir aðeins viku útvarpsstjóra í starfi vekja svona miklar breytingar óneitanlega spurningar. Er þetta fyrirfram ákveðið á hærri stöðum? Margt bendir til þess, t.a.m. þegar útvarpsstjóri talar um breytingar á eignarhaldi á útvarpshúsinu, hugsanlega sölu þess o.s.f.v. Hefur hann umboð til þess, þarf ekki aðkomu Alþingis að því? Er það þegar í undirbúningi? Aðgreining á Rás 2 og Rás 1, innan útvarpsins, bendir til undirbúnings að einkavinavæðingu Rásar 2.

Þetta gleður í það minnsta ritstjóra Moggans, en eru honum líklega litlar fréttir. Sennilega verið rætt á Holtinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2014 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Axel Jóhann og takk fyrir innlitið og athugasemd. Já það var einmitt það sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt. Fannst einhvern veginn ekki glóra í því að reka alla þessa reynslubolta úr starfi og vera nýbyrjaður sem útvarpsstjóri, hann er valla kominn almennilega inn í starfið. Maður veit ekki hvort að einhverjir hærra settir taki þessar ákvarðanir, en því er haldið fram af þeim sem þekkja nýja útvarpsstjóran að hann sé hin vænsti maður.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.3.2014 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband