Færsluflokkur: Bloggar

Karl og kerling

Karl og kerling

 

Einu sinni voru karl og kerling.—

Kella fór að sjóða velling.

Grauturinn við botninn brann,

bóndi vildi‘ ei éta hann.

 

Kanntu‘ ei góðan mat að meta?

Maður, lærðu sangt að éta!.—

Hvorki á ég hund né kálf“.—

,, Hann er bannvænn. Éttu hann ´sjálf!“

 

Stundum kann að kárna gaman,

komi hjónum illa saman.

Margur upp til ofsa þaut

út af minna‘ en brendum graut.

 

úr ljóðabókinni Erla FÍFULOGAR

 


Um kossa, úr lóðabókinni Erla FÍFULOGAR

Um Kossa

 

Virðingin kyssir ennið á.

Auðmýktin hönd að vörum brá

Aðdáun vanga velur sér.

Vinátta kyssir hvar sem er.-

Ástin er frekast að því kunn,

að hún vill kyssa beint á munn.

 

úr ljóðabókinni Erla FÍFULOGAR


Hugleiðing um lífeyrismál

Hugleiðing um lífeyrisaldur

Árið 1985 skrifaði ég þessa grein um hugleiðingar mínar um lífeyrisaldur. Það hafa verið gerðar nokkar lagfæringar á reglum  lífeyrissjóða sem þarna eru til umræðu til að jafna rétt sjóðfélaga.

Ég man eftir því  þegar ég var að  vinna þessa grein hvað lífaldur margra vetmannaeyinga var undir 70 ára aldri  eða 41 % þar með þurfti ekki að borga því fólki lífeyrir. Það væri gaman að gera nú svipaða könnun og ég gerði  þarna árið1985 og vita hver lífaldur eyjamanna væri síðustu 10 ár.


Stebbi í Gerði

Hafsteinn og Stefán í Gerði

Ljóð um Stefán Guðlaugsson í Gerði eftir Hafstein Stefánsson skáld, skipstjóra og skipasmið. Ljóðið er í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1986


Bæjarbryggan gömul mynd

Bæjarbryggjan

 Þetta er skemmtileg mynd af bæjarbryggjunni , þarna sést veggurinn vel sem steyptur var frá Bæjarbryggunni og vestur að Tangahúsunum og síðan var þarna fyllt upp framan við Fiskiðjuna. Fiskiðjan er líklaega byggð á þessari uppfyllingu eða við hana.


Sigurður Magnússon stýrimaður

Siggi Magg

Sigurður Magnússon stýrimaður var fæddur á Ólafsfirði 15.02.1938 d. 24.05.2011. Myndina fann ég í gömlum FRÉTTUM. Við Sigurður vorum saman í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum á sínum tíma þar sem ég kynntist honum nokkuð vel. Hann var drengur góður og skemmtilegur karakter.

Blessuð sé minning hans.


Gömul mynd af skipsfélögum frá Vestmannaeyjum á síld

Gamlir skipsfélagar

Þorsteinn Þ. Viglundsson og Einar Guttormsson

 Þorsteinn Þ. Viglundsson var heiðursborgari Vestmannaeyja ásamt Einari Guttormssyni lækni, Sigurgeir Kristjánsson minntist þeirra í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1985.
Heiðursborgarar
Heiðursborgarar 1 
 

 
 

Eldgömul frétt um brimbát

Haraldur Guðnason heitinn sá góði vinur minn sendi mér oft skemmtilegan fróðleik um hvaðeina sem hann var að grúska, þessi skrif um Einar Magnússon járnsmiðameistara í Vestmannaeyjum  sendi hann mér einu sinni þegar umræðan var sem mest um nýja höfn á Bakkafjöru. Það getur verið fróðlegt að rifja upp hugmyndir og drauma þeirra sem langaði til að bæta samgöngur við Eyjar hér á árum áður.

 

Einar Magnússon járnsmiður var fæddur 31. júlí 1892 í Hvammi undir Eyjafjöllum, dáinn 25. ágúst 1932.

 

Brimbátur Einars Magnússonar (Úr blaðinu Skeggi 29. t.bl. árið 1919)

 

Nýtt bátalag

Einar Magnússon járnsmiður gerði í vetur nýjan bát með spánýju lagi. Hann er ætlaður til uppskipunar við sandana og þannig útbúinn að sjór gengur ekki í hann og naumast á hann að geta ,, farið af kjölnum”. Með honum á að takast að koma vörum úr landi og miklu oftar en með venjulegu aðferðinni, og fara auk þess miklu betur með fólk og farangur.

Báturinn er mjög lítill stuttur en víður og flatbotna og sterkur vel. Ætlast er til að hann þoli högg af brimsjónum.

Hann var reyndur á mánudag í landferð og fór Einar sjálfur til að sjá hvernig báturinn færi í sjó og lætur hann vel af því.

Segist hann helst hafa kviðið fyrir að hann mundi ekki fylgja löðrinu nógu langt upp í sandinn. ,, En það var þvert á móti, hann skreið lengra upp en ég gat gert mér vonir um,, segir Einar.

Bændur sem voru við tilraunina láta hið allra besta yfir og telja bátinn besta grip.

Enginn vafi  er á því að slíkir bátar þykja ómissandi við sandinn.

Það er einhver munur á að láta sauðfé ofan í lokaðan bát, eða ferja það í opnum fjörubát gegn um brimið.

Svo er frá bátnum gengið að fólk getur farið í honum þó sjór gangi yfir hann jafnt og þétt, og jafnvel þó honum hvolfi. Er það stórmikill munur við sanda.

Einar hefur unnið þarft verk með því að smíða þennan bát og mun hann ekki vinna þar til fjár.

Grunaður er hann að eiga fleira í fórum sínum sem hann hefur ekki lokið við en þá, en hann fer dult með. Illt er það ef hann ætlar að eyða æfi sinni yfir götugum pottum og prímus hausum en láta bestu smíðar sínar ryðga til ónýtis.   

Tilvitnun í skeggja líkur.

 

Þórður í Skógum hefur skrifað um Einar og hans fólk í Eyfellskum sögnum II bindi, þar er skrifað mjög fallega um þessa fjölskyldu sem ekki hefur alltaf haft mikið milli handana.

 

 


Óskar Matthíasson skipstjóri

Óskar Matthíasson Andres

Myndin er tekin um borð í Leó VE 400 á vetrarvertíð 1965 og er af Óskari Matthíassyni skipstjóra sem heldur á matarfati með hangikjöti og meðlæti sem útbúið er sem víkingaskip af Sigga kokk en Siggi er snildar kokkur. Tilefnið var að áhöfnin á Leó var að keppast við að vera aflahæst á vertíðinni. Í stýrishúsglugganum er Andres Þórarinsson í Mjölni með bros á vör.

Blessuð sé minning Óskars og Andresar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband