Færsluflokkur: Bloggar

Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi

Skipstóra og stýrimannafélagið Verðandi var stofnað 27.nóvember 1938 (hét reyndar fyrst Skipstjóra og stýrimannafélag Vestmannaeyja en nafninu var breytt 1942 í S.S Verðandi). Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum sem var ritari félagsins í um 20 ár, teiknaði félagsfánann. Fáninn var saumaður af Karmelsystrum í Hafnarfirði.  

eiginh060 (2)


Sjómannafélagið Jötunn félagsfáni

Sjómannafélagi Jötunn var stofnað í Vestmannaeyjum 24. október 1934. Félagsfána félagsins teiknaði Guðjón Ólafsson frá Gíslholti. Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg listakona frá Vík í Mýrdal saumaði fánann. Fáninn var gefinn í minningu Sigurðar Stefánssonar af fjölskyldu hans.

Fáni Sjómannafélagið Jötun


Félagsfáni Vélstjórafélag Vestmannaeyja

Vélstjórafélag Vestmannaeyja var stofnað 29. nóvember 1939. Félagsfáni félagsins var teiknaður af Sigmund Jóhannssyni teiknara og uppfinningamanni árið 1965. Sigrún Jónsdóttir kirkjuleg listakona frá Vík í Myrdal saumaði fánann.Fáni Vélstjórafélag Vestmannaeyja


Félagsfáni Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja hefur verið til síðan 1939, það á sinn sértaka félagsfána sem Karl Jónsson á Hól ( Kalli Fjalla) teiknaði.
Fáni Sjómannadagsráð Vestmannaeyja


Gunnar Dal Heimspekingur

Í frábærri viðtalsbók við Gunnar Dal heimspeking, AÐ ELSKA ER AÐ LIFA, segir hann um brautryðjandann: "Það er oft hlegið að brautryðjandanum. Brautryðjandinn þarf oftast að standa einn. Brautryðjandin þarf ævinlega að berjast við tvo hópa manna. Allmenning sem hlær að honum og virta fræðimenn sem leggja fram lærðar sannanir fyrir heimsku hans". Þetta er svo mikið rétt hjá Gunnari Dal.

Flott safnið að Hnjóti við Patreksfjörð

IMG_2510IMG_2507IMG_2527IMG_2511


Danska varðskipið Fylla

Fylla danska varðskipið á ytri höfninni í EyjumFlott gömul 4


Góður þátturinn Tónaflóð

Frábær þátturinn Tónaflóð sem sendur var út frá Bolungarvík í gær, allir sem komu þarna framm stóðu sig vel og Helgi Björns var auðsjáanlega í banastuði, hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. þá má hrósa fólkinu í salnum sem gerði sitt til að halda uppi fjörinu. Vestfirðingar kunna þetta, takk fyrir frábæra skemmtun :-)


Gaman að sjá Björgvinsbelti við Djúpalónssand

IMG_6472IMG_6465IMG_6467Björgvinsbelti við Djúpalónsand.

Djúpalónssandur er bogamynduð. grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan Beruvíkurhraun og fyrir vestan Purkhóla á vesturströnd Snæfellsness. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjár ganga inn í það þar sem brimið étur sig inn í hraunið. Við sandinn er sérkennilegur klettur sem kallast Gatklettur og við hann er tjörnin Svörtulón. Djúpalónssandur var verstoð og þar þótti reimt og heitir hellir einn þar Draugahellir. Djúpalónssandur er um 10 km frá Hellnum. Þarna er einnig Tröllakirkja, sérkennileg hellisglufa inn í hamravegginn. Vinsæl og auðveld gönguleið liggur á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Hún er tæplega 1 km. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á, en til þess að fá pláss á báti þurfti viðkomandi að geta lyft þeim öllum. Fjórir aflraunasteinar liggja undir Gatkletti þegar komið er niður á sandströndina. Þeir eru Fullsterkur 155 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 49 kg og Amlóði 23 kg. Frá aflraunasteinum þessum er stutt yfir í sjálfa víkina og þar fyrir ofan malarkambinn eru ferskvatnslón þau tvö og djúp sem víkin dregur nafn sitt af. Breski togarinn Epine GY 7 frá Grimsby fórst fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948 og liggur járn úr skipinu á við og dreif um sandinn. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 fórust.


Neyðarnótin Hjálp prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna

c_documents_and_settings_sigmar_or_my_documents_ney_arnotin_hjalp_4[2]c_documents_and_settings_sigmar_or_my_documents_ney_arnotin_hjalp_1[1]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband