Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2015 | 17:14
Aðka VE 146
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2015 | 17:01
Björk Vilhelmsdóttir er hugrökk og réttsýn.
Björk Vilhelmsdóttir er hugrökk og rétttsýn kona sem þorir. Ég er innilega sammála henni að það á ekki að eiga viðskipti við Ísrael.
![]() |
Eldfjall sem spúir hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2015 | 14:48
Þér slysavarnarkonur
Það verður seint þakkað allt sem slysavarnarkonur allt í kringum landið hafa gert til slysavarna bæði til sjós og lands, það er því miður ekki oft sem þessi störf þessara fjölmörgu slysavarnarkvenna er minnst í fjölmiðlum nú á dögum.
Þetta kvæði um slysavarnar konur er í Árbók slysavarnarfélags Íslands frá 1968 því miður er höfundar ekki getið.
Þér slysavarnarkonur.
Heill yður, konur, sem kveikið eld í hjarta
og kunnið öðrum fremur að senda geisla bjarta
þér víkið aldrei fet frá fornum dyggðum.
þér flytjið sjúkum hlýju í öllum byggðum.
Þér konur, sem þarfnist bæði manna og meyja
og móta starfið, en baráttu heyja
þér eruð búnar bróðurkærleka þýðum
þér bjargið‘ öllum nauðstöddum lýðum.
Þér varnið veröld alla yfir
þér verndið fræið, sem í moldu lifir
þér eruð gullið, sem að geislum sendi
þér eruð gjöfin besta við lífsins endi.
Þér reisið hús við strendur stórra fjalla
og styðja viljið heimsbyggðina alla
þér eruð máttur mannlífsstörfum alinn
minningarsjóður í djúpi andans falinn.
Þér breytið hugsjón í skipbrotsmannaskýli
þér skapið varnir við hvert hrakið býli
þér byggið vita við voða og eyðistrendur
þér veitið mæddum hjálp á báðar hendur.
Starfið var hafið , stór var yðar alda
stórbrotinn hugur lýsti myrkrið kalda
átthagabönd og ást, sem festir rætur
arfinn þann rækta yðar fögru dætur.
Áfram skal halda enn er nóg að vinna
ungum og gömlum þarf í nauð að sinna
Hönd styður hönd í tryggu vina-taki
trúin á lífið í starfi yðar vaki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2015 | 22:38
Magnús frá Hrafnabjörgum
Maggi heitinn er eftirminnilegur maður, trillusjómaður sem afgreiddi oft fisk í Fiskbúðinni hjá Kjarani fisksala í þá gömlu góðu daga. Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1993 og ég held að Sigurgeir ljósmyndari hafi tekið myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2015 | 16:54
Gömul mynd af Vestmannaeyjahöfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2015 | 17:13
Vantar að fara yfir reglur körfuboltans
Það vantar tilfinnalega að íþróttafréttamenn fari yfir reglur sem gilda í körfuboltanum. Ég held að margir hefðu meira gaman af þessari íþrótt ef menn hefðu einhverja hugmynd um reglurnar.
![]() |
„Gasol er eins og Hafþór“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2015 | 20:04
Friðarhafnarbryggja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2015 | 13:52
Drangajökull með tunnufarm.
Drangajökull með tunnufarm á síldarárunum.
Myndina tók Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2015 | 20:11
Svona á EKKI að festa fánaglínu gúmmíbjörgunarbáta
Svona á ekki að festa fangalínu gúmmíbjörgunarbáts hvort sem hann er í losunar- og sjósetningarbúnaði eða bara í grindarstæði. Þessi var á sínum tíma í Sigmundsgálga. Ef gúmmí bátnum væri skotið út þannig frágegnum, slitnaði hann strax frá skipinu engum til gagns. Ótrúlegt að sjómenn skuli ekki gera sér grein fyrir þessu. Þarna ættu sjómenn að vita betur og skipaskoðunarmenn að gera athugasemd við svona frágang. Myndina tók ég fyrir nokkrum árum en ég er enn í dag að sjá fangalínur bundnar með grönnum spottum sem auðveldlega slitna við minstu átök sem þarf til að halda björgunarbátnum við skipshlið.
Bloggar | Breytt 3.9.2015 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)