Færsluflokkur: Bloggar
19.10.2015 | 23:52
Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.
Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum. Margt er líkt með Mýrarfells slysinu og er Jón Hákon fórst. Lærðum við eitthvað af því að taka Mýrarfellið upp til rannsóknar ? Svarið er hiklaust já það var ótalmargt sem kom út úr þeirri rannsókn sem gott og nauðsynlegt var að fá svör við eins og nú er beðið eftir með Jón Hákon.
Eftirfarandi er orðrétt úr skýrslu Rannsóknarnefnd Sjóslysa fyrir árið 1996.
Hinn 26 júní 1996 rétt um miðnættið var m.b. Mýrarfell ÍS 123 að veiðum með dragnót í mynni Arnarfjarðar. Veður suðaustan golukaldi, þungur sjór. Skipverjar voru að hífa inn veiðarfæri og hafði afli verið sæmilegur eða um tvö tonn. Var búið að hífa pokann inn þrisvar sinnum og verið að hífa hann inn í fjórða skipti. Þegar pokinn var kominn upp fyrir lunningu tók skipið að halla til stjórnborða. Skipstjóri sem stjórnaði hífingu hugðist slaka pokanum niður aftur en þá sló bómunni út til stjórnborða en pokinn slakaðist ekki niður. Skipið hélt áfram að hallast og fór skipstjóri inn í stýrishús og hugðist kalla eftir aðstoð skips er hann vissi að var að veiðum skammt undan. Var skipstjóri rétt kominn inn í stýrishús er skipið lagðist á hliðina og hvolfdi. Komst skipstjórinn út úr stýrishúsi og upp á yfirborð eftir talsverða erfiðleika. Aðrið skipverjar höfðu þá komist á kjöl eftir að hafa lent í sjónum og þurft að bíða eftir að skrúfa skipsins stöðvaðist, en hún snérist um tíma eftir að skipinu hvolfdi.
Skömmu eftir að skipverjar voru komnir á kjöl flaut upp gúmmíbjörgunarbátur sem verið hafði í sjálfvirkum sleppibúnaði ( Olsenbúnaði). skipverjar náðu að blása bátinn út og komast í hann. Settu þeir í gang neyðarsendi og skutu upp fallhlífarflugeldi. Var þeim bjargað skömmu síðar um borð í bþb. Guðnýju ÍS -266.
Skipinu var náð af hafsbotni skömmu eftir að það sökk og var tekið til ítarlegrar rannsóknar. Var skipið hallaprófað að nýju og allur laus búnaður tekin í land og vigtaður, s.s. veiðarfæri , laus kjölfesta sem enn var um borð o.fl. Fróðlegt er að lesa kaflana: Við rannsókn komfram ; nefndarálitið og tillögur í öryggisátt. En of langt mál er að birta það hér. Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.
Bloggar | Breytt 20.10.2015 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2015 | 11:45
Vonandi í lagi með bátinn
Alltaf gott þegar ekki verða slys á mönnum við svona óhapp.
Vonandi verða ekki miklar skemmdir á bátnum þar sem hann virðist hafa starndað á góðum stað og veður er gott. Það ætti að vera auðvelt að ná honum út við þessar aðstæður.
![]() |
Skipverjarnir komnir á land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2015 | 20:44
Í lúkarnum á Frá VE
Í lúkarnum á Frá VE t.f.v: Halldór , Ingvi Geir, Villum, Óskar skipstjóri á Frá Ve og Pétur.
Þarna er örugglega skemmtilegt spjáll ef marka má hvað þeir eru brosmildir .
Skemmtileg mynd sem er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og liklega tekin af Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara m.m.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 13:32
Lífsreglur
Ljóðið LÍFSREGLUR eru úr ljóðabókinni Erla HÉLUBLÓM sem gefin var úr í Reykjavík 1937 og er eftir Guðfinnu Þorssteinsdóttir.
Alla vega er mynd af henni á fyrstu síðu ljóðabókarinnar en skýrt kemur fram á fremstu síðu hver er kostnaðarmaður bókarinnar.
Ég hef skrifað ljóðið orðrétt upp úr ljóðabókinni.
Lífsreglur.
Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði´ ei varpað er
en þú hefur afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta voni,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni´ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: ,, Vonlaus vinna!“
Von um sigur ljær þér mátt.
Dæmdu vægt, þótt veffarandi
villtur hlaupi gönguskeið.
Réttu hönd sem hollur vinur,
honum beindu‘ á rétta leið.
Seinna, þegar þér við fætur
Þéttast mótgangs-élið fer,
mænir þú til leiðarljóssins,
ljóss, sem einhver réttir þér.
Dæmdu vægt um veikan bróðir
veraldar í ölduglaum‘,
þótt hans viljaþrek sé lamað,
þótt hann hrekist fyrir straum´,
Sálarstríð hans þú ei þekkir,
þér ei veizt hvað mæta kann,
þótt þú fastar þykist standa;
þú er veikur eins og hann.
Fyrr en harða fellir dóma,
fara skaltu´ í sjálfs þín barm.
Margur dregst með djúpar undir;
dylur margur sáran harm.
Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;
breyzkum verður sitthvað á.
Mannúðlega´ og milda dóma
muntu sjálfur að kjósa´ að fá.
Þerraðu kinnar þess er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn. Vertu mildur.
Vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2015 | 13:50
Vilhjálmur var menntamálaráðherra 1975
Til menntamálaráðherra.
Valdaferill verði þinn
vorri þjóð til nytja,
en veislur þínar, Villi minn,
vill ég ekki sitja.
Andrés í Síðumúla jánúar 1975.
þegar Vilhjálmur Hjálmarsson var ráðhetta var hann ekki með áfengi í ráðherraveislum, að því tilefni er líklega þessi vísa komin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 20:31
Það er stundum farið afturábak í Öryggismálum sjómanna.
Stundum förum við afturábak í öryggismálum sjómanna, eins og dæmin sanna um reglugeraðfargnið með staðsetningu losunar og sjósetningarbúnað ( skotgálga)Með þessum breytingum er notagildi þessara tækja stórlega skert:
Reglugerð nr. 351 frá 25. júní 1982. Reglur um staðsetningu , losunar og sjósetningarbúnaðar gúmmíbjörgunarbáta fyrir þilfarskip, og búnað til að komast í gúmmíbjörgunarbáta.
2. gr 2.4: Gúmmíbjörgunarbátar þurfa að vera þannig staðsettir og fyrirkomið, að þeir komist með öryggi út fyrir borðstokk og í sjóinn, þótt skip hallist 60° í gagnstætt borð við sjósetningu bátsins. Sérstaklega skal hugað að því , að gúmmíbátur geti ekki lent inn undir neðri þilför skips, í stað þess að komast í sjóinn. 2.5: Leggist skip á þá hlið sem gúmmíbjörgunarbátur er staðsettur, skal hann fljóta upp, þegar fjarstýrð læsing hefur verið opnuð.
Úr reglugerð nr. 80 frá 1. febrúar 1988.
Reglur um breytingar á reglum um öryggisbúnað íslenskra skipa nr. 325/1985, sbr. breytingu nr. 171/1987. 8.2: Á skipum 15 m og lengri skal losunarbúnaðurinn skv. ákvæðum 8.1 jafnframt tryggja að gúmmíbjörgunarbáturinn fari út fyrir borðstokk, þó búnaðurinn sé ísbrynjaður og á kafi í sjó, hvernig sem skipið snýr. Sjósetningarbúnaður samkvæmt þessum reglum telst lunningarbúnaður, hliðarbúnaður og svo frv.
Úr reglugerð nr. 122/2004 nýjasta reglugerðin. 34. regla Sjálfvirkur losunar- og sjósetningarbúnað, og í þessari nýujustu reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 mmetar eða lengri að mestu lengd fer þetta afturábak svo um munar, en þar stendur m.a.:
Losunar- og sjósetningar¬búnaður svo og fylgihlutir hans skulu settir upp í samræmi við viðurkenningu búnað¬arins og skal tekið tillit til ferilmælinga í prófunum. Losunar- og sjósetningar¬búnaður skal staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur til notkunar, eftirlits og viðhalds. Ekkert sem snýr að uppsetningu eða staðsetningu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett björgunarfleka þó skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Ennfremur skal vera hægt að sjósetja björgunarflekann með handafli. Búnaðurinn skal vera þannig staðsettur og uppsettur að ekki skapist slysahætta af honum eða notkun hans. Bún¬aður sem þannig er gerður, að armar falla yfir gangveg og sambærilegur búnaður, skal þannig fyrir komið að lágmarkshæð frá gangvegi upp í arminn í lokastöðu skal vera minnst 2,2 metrar. Við staðsetningu skal þess gætt að nægjanlegt svæði til athafna, a.m.k 0,35 m, sé fyrir framan og aftan björgunarflekann til þess að hægt sé að sjósetja hann með handafli. Á hylkjum flekanna skal vera límmiði með upplýs¬ingum um frágang tengingar fangalínunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2015 | 23:37
Frábært Kastljósið í kvöld
Það var frábært Kastljósið í kvöld þar sem rætt var um slysið á Jóni Hákoni. Helgi Seljan á heiður skilið að vekja máls á hvernig staðið er að "ránnsókn" á slysinu , sem er í raun engin rannsókn. Meira að sega Jón Arilíus hjá Rannsóknarnefd sjóslysa viðurkendi að það kæmi lítið út úr þessum rannsóknum nema skipið væri tekip upp af hafsbotni. Það sem kom mér virkilega mikið á óvart er að menn frá Samgöngustofu vildu ekki koma í viðtal og ræða hvað þeir væru að gera í þessu máli. Það er kannski lítið verið að gera þar, bara bíða eftir Rannsókarnefnd sjóslysa sem skilar kannski skýrslu eftir nokkra mánuðu eða ár.
Vonandi verður áframhald á þessari umræðu um þetta slys og fleiri sem hafa verið þögguð niðri á síðustu árum. Enn og aftur Helgi Seljan TAKK FYRIR frábært kastljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2015 | 12:46
Gamall fróðleikur um sjóslys í Eyjum
Fróðleikur um slys í Eyjum fyrr á árum.
Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands frá 1929 er tvær skýrslur um sjóslys í Vestmannaeyjum, eftir síra Sigurjón Árnason og Þorstein Jónsson í Laufási. Eftir þessari skrá hafa farist af bátum frá Vestmannaeyjum á þessu tímabili 1. janúar 1908 til 22. júli 1930 eftirfarandi fjöldi báta og manna: 28 vélbátar og 120 manns þar af ein kona, sem drukknaði við Fjallasand er bát hvolfdi í lendingu.
Þetta hafa verið miklar mannfórnir í Eyjum á þessum tíma þegar fólksfjöldi í Vestmannaeyjum var á þessum árum:
1910 fólksfjöldi 1319,
1920 fólksfjöldi 2426
1930 fólksfjöldi 3573
Þessar upplýsingar eru úr ritinu Björgunarfélag Vestmannaeyja tíu ára starf.
Á myndinni er fiskibátur fullur af fólki, ekki veit eg tilefnið en þara eru örugglega ekki björgunarbúnaður fyrir allt þetta fólk sem þarna er um borð í bátnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2015 | 12:11
Gaman að lesa jákvæðar fréttir
Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum.
Tek heilshugar undir, að þessi skip og vel þjálfaðar áhafnir þeirra eru svo sannarlega nauðsynlegur hlekkur í öryggismálum sjómanna.
![]() |
Fimm útköll hjá björgunarskipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2015 | 17:53
Við Höfnina með kafaranum
Þarna eru nokkrir menn sem settu svip sinn á bæinn hér áður fyr.
Þarna eru Óli á Léttir, Ársæll Sveinsson Sölvi kafari Fúsi kennari. Ekki veit ég tilefnið af myndstökuni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)