Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.

Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum. Margt er líkt með Mýrarfells slysinu og er Jón Hákon fórst. Lærðum við eitthvað af því að taka Mýrarfellið upp til rannsóknar ? Svarið er hiklaust já það var ótalmargt sem kom út úr þeirri rannsókn sem gott og nauðsynlegt var að fá svör við eins og nú er beðið eftir með Jón Hákon.

Eftirfarandi er orðrétt úr skýrslu Rannsóknarnefnd Sjóslysa fyrir árið 1996.

a01ee00d-bab6-47ca-89b3-727fe030d4e7_MS[1]Hinn 26 júní 1996 rétt um miðnættið var m.b. Mýrarfell ÍS 123 að veiðum með dragnót í mynni Arnarfjarðar. Veður suðaustan golukaldi, þungur sjór. Skipverjar voru að hífa inn veiðarfæri og hafði afli verið sæmilegur eða um tvö tonn. Var búið að hífa pokann inn þrisvar sinnum og verið að hífa hann inn í fjórða skipti. Þegar pokinn var kominn upp fyrir lunningu tók skipið að halla til stjórnborða. Skipstjóri sem stjórnaði hífingu hugðist slaka pokanum niður aftur en þá sló bómunni út til stjórnborða en pokinn slakaðist ekki niður. Skipið hélt áfram að hallast og fór skipstjóri inn í stýrishús og hugðist kalla eftir aðstoð skips er hann vissi að var að veiðum skammt undan. Var skipstjóri rétt kominn inn í stýrishús er skipið lagðist á hliðina og hvolfdi. Komst skipstjórinn út úr stýrishúsi og upp á yfirborð eftir talsverða erfiðleika. Aðrið skipverjar höfðu þá komist á kjöl eftir að hafa lent í sjónum og þurft að bíða eftir að skrúfa skipsins stöðvaðist, en hún snérist um tíma eftir að skipinu hvolfdi.

Skömmu eftir að skipverjar voru komnir á kjöl flaut upp gúmmíbjörgunarbátur sem verið hafði í sjálfvirkum sleppibúnaði ( Olsenbúnaði). skipverjar náðu að blása bátinn út og komast í hann. Settu þeir í gang neyðarsendi og skutu upp fallhlífarflugeldi. Var þeim bjargað skömmu síðar um borð í bþb. Guðnýju ÍS -266.

Skipinu var náð af hafsbotni skömmu eftir að það sökk og var tekið til ítarlegrar rannsóknar. Var skipið hallaprófað að nýju og allur laus búnaður tekin í land og vigtaður, s.s. veiðarfæri , laus kjölfesta sem enn var um borð o.fl. Fróðlegt er að lesa kaflana: Við rannsókn komfram ; nefndarálitið og tillögur í öryggisátt. En of langt mál er að birta það hér. Mýrarfell ÍS sökk á 25 til 30 föðmum eða nálæt 50 metrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband