Myndir úr Eyjaferð í júli

IMG_1072IMG_1075

Frábært framtak. Búið er að koma fyrir góðri aðstöðu til að skoða fuglalífið í Stórhöfða norðanverðum, þarna er virkilega gaman að virða fyrir sér Lunda og fleiri fuglategundir sem hafast að þarna í norðaverðum  Stórhöfða. Seinni myndin er útsýni í NA frá þessum útsýnispalli á Stórhöfða með Rænigjatanga á miðri mynd.

IMG_1084IMG_1088

Í heimsökn hja Systu og Óla þar sem drukkið var kaffi og borðaðar góðar kökur. tfv: Systa, Kolla, Óli, Birgir Lilja og Erna. 2.mynd Siggi Óskarsson að lagfæra plötur á húsinu sínu.

IMG_1086IMG_1087

Við Höfnina Bæjarbryggjan búnin að fá upplyftingu frábært og nauðsynlegt framtak. Þessu var ég hrifin af, búið að koma nýmáluðum árabátnum fyrir á sínum gamla stað, en ekk skil ég af kverju boruð voru tvö göt á síðuna á honum til að halda honum að davíðunim, þetta þarf að lagfæra strax, svona gerum við ekki við báta. Og svo er þarna Blátindur nýmálaður og fínn þetta er ánæjuleg sjón og vert að taka myndir af þessu.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Flottar myndir.Kvitta fyrir innlit

Ólafur Ragnarsson, 1.8.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.Flottar myndir hjá þér í fallegu umhverfi. Vona að þú og þínir eigi gott og gleðiríkt sumar.

Guðjón H Finnbogason, 2.8.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband