Byggðarendi við Brekastíg 15 a. Þórunn og Torfhildur

Byggðarendi gömul myndÞórunn Sveinsd

Gömul mynd af Byggðarenda við Brekastíg 15 a. Á seinni mynd er Þórunn Sveinsdóttir sem situr á stól en við hlið hennar er Torfhildur Sigurðardóttir frá Hallormstað við Brekastíg. Torfhildur fæddist að Bryggjum í Austur Landeyjum foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson og Guðbjörg Björnsdóttir þau bjuggu að Hallormsstað við Brekastig en Torfhildur (Tolla) kenndi sig ávalt við það Hús. Hallormstaður var næsta hús fyrir neðan Byggðarenda.

 

Brekastigur séð í austur  Brekastígur séður í austur Húsin heita Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur,, Solberg og Vísir

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Blessaður frændi!

Mér þótti gaman að sjá þessar gömlu myndir, af Tótu frænku og Tollu.  Eins myndina af Byggðarenda, ég fæddist þar, mamma og pabbi byrjuðu að búa þar .  Amma þín sagði mér oft frá því þegar þau giftu sig , annarsvegar hún og Massi , og svo mamma og pabbi.  Þetta var á gamlársdag 1941, þau gengu öll saman upp að Ofanleiti og sr. Sigurjón sem þá var prestur í Eyjum gaf þau saman.  Amma þín sagðist hafa átt svo bágt með að fara ekki að hlægja af pabba, því hann hefði verið með svo "púkó" belti.    kv. Björk .

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband