Tvær gamlar frá Sjómannadegi í Vestmannaeyjum

Handbolti á SjómannadaginnReiptog í Botninum

Mynd 1. Frá Stakkagerðistúni þarna eru stelpur að spila handbolta á Stakkó með mikin fjölda áhorfanda. Fremst á mynd eru rólustaurarnir með rólurnar vafðar upp (lokaðar) nokkrir sitja upp á slánum til að geta fylgst með handboltastelpunum. Til hæri á myndinni er húsið Stakkagerði.   Mynd 2 er af reiptogi inni í botni sem ég held að hafi verið fótboltavöllur, þessar myndir eru nokkuð gamlar.      

kær kveðja SÞS    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, er húsið Stakkagerði ekki löngu farið? Mér finnst eins og það sé á miðju stakkó, eða er þetta húsið sem var fyrir framan alþýðuhúsið, þar sem Siggi Reim átti heima niðri í kjallara eftir gos. Kærar kveðjur frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, jú Stakkagerði er löngu farið það stóð á túninu fyrir framan Ráðhúsið eða spítalann á sínum tíma. Ég man ekki hvaða ár það var rifið. Eins og þú sérð er þessi mynd tekin í austur þannig að húsið fyrir framan Alþíðuhúsið sést ekki á myndinni. En húsin sem þú sérð lengra í austur standa en og heitir húsið fyrir miðju ekki Stóri Hvammur.

Það var gaman að fá þessa athugasemd frá þér enda langt síðan þú hefur látið í þér heyra.

kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.7.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband