Úr Ljóðabók: Hundrað bestu ljóð á íslensa tungu

 

Úr ljóðabókinni Hundrað bestu ljóð á Íslenska tungu (1924)

Rigning

Hver er, sem veit, nær daggir drjúpa,

hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.

Hver er, sem veit, nær knéin krjúpa

við kirkjuskör, hvað guði er næst.

 

Fyrst jafnt skal rigna yfir alla,

jafnt akurland sem grýtta jörð,-

skal nokkurt tár þá tapað falla,

skal týna sauði nokkur hjörð ?.

 

Hver er að dómi æðsta góður -

hver er hér smár og hver er stór ?

- Í hverju strái er himingróður,

í hverjum dropa er reginsjór.

 

Eftir Einar Benediktsson

Draumur

Úr krystal-glasi gullið drakk ég vín,

og gleðin kyssti varir mér.

Í djörfum leik sér lyfti sála mín,

sem lausklædd mey í dansinn fer.

 

Ég skæru glasi hélt í hendi fast,

sem hönd það væri á kærum vin.

En, minnst er varði, bikar sundur brast,

Og brotin skáru æð og sin.

 

Eftir Hannes Hafstein

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband