Ljóð. Una Jónsdóttir frá Sólbrekku

Una grasakona Una Jónsdótti skrifaði stundum undir ljóðin sín U.J.D.

 Þessi ljóð eru eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku og eru úr ljóðabókinni Blandaðir ávextir.

 

Alla sem mér leggja lið,

lukkan styðji þess ég bið,

yndi lífsins öðlist þið,

eilíflegan sálarfrið.

                                  U.J.D.

ARFINN

Arfinn hann er illræmdur,

Ekki því ég gleymi.

Af brögðum sumum bannfærður

Besta gras í heimi.

 

Arfi er víða út um bý,

um hann margir labba.

En þeir trúa ættu því

að hann drepi krabba.

 

Ef þú halda heilsu villt,

hvað sem gerir starfa

ég þér segi jafnan skylt

að éta og drekka af arfa.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvar er hægt að nálgast þessa bók.  Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill ljóðamaður en þessi ljóð snertu við mér.  Hafðu bestu þakkir Sigmar.

Jóhann Elíasson, 11.7.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann þessi ljóðabók sem heitir Blandaðir ávextir sögur og ljóð var gefin af höfundi 1956 og er því örugglega ekki fáanleg í dag. Ég hef gaman af ljóðum Unu grasakonu eins og hún var kölluð stundum, hún lýsir tíðarandanum vel og oft líðan sinni hverju sinni eins og í þessari stöku:

Oft þó sýnist glöð í geði

á göngu minni hér.

Blandað saman beiskju og gleði

í bikar lífsins er.

Þakka þér innlitið Jóhann kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.7.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var ekki gott að heyra, ég meina að bókin skuli vera ófáanleg, en pistlarnir þinir gefa mikið eru fræðandi og skemmtilegir og vona ég að þeir eigi eftir að koma margir í framtíðinni.

Jóhann Elíasson, 12.7.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband